Grænmetislasagne

Grænmetislasanja
Sósa:
2 dósir niðursoðnir tómatar
3 hvítlauksrif
1 laukur
1 tesk. timian
1 dl. vatn
2 matsk. olía
salt og pipar
Saxið laukinn og hvítlaukinn og látið krauma í olíunni í stutta stund.
Setjið timian, vatn, og tómata saman við og kryddið til með salti og pipar. Látið sósuna sjóða rólega í 30 mínútur og maukið hana síðan.

Lasagna:
1 rauðlaukur
250 gr. gulrætur
150 gr. kúrbítur
300 gr. spergilkál
1 rauð paprika
100 gr. ristaðar casew hnetur
500 gr. kotasæla
10-12 lasagnablöð (eða eins og þarf í formið)
100 gr. rifinn parmesanostur
200 gr. rifinn ostur
Saxið grænmetið og sjóðið í 3-4 mínútur í saltvatni. Hellið vatninu af og blandið grænmetinu saman við tómatsósuna. Setjið til skiptis í eldfast mót: sósu, lasagnablöð og kotasælu. Parmesan ostur og casew hnetur settar á milli. Að lokum er rifna ostinum stráð yfir og bakað við 180 gráður í 40 mínútur eða þar til osturinn hefur tekið góðan lit.

Ummæli