þriðjudagur, 15. janúar 2013

Dönsk tómatsúpa

Tómatsúpa með grænmet 1 laukur
1 græn paprika
1 stór gulrót
2 dósir niðursoðnir tómatar, saxaðir
1 dós tómatpure
8 dl. grænmetissoð eða vatn
2 dl. rjómi
salt og pipar eftir smekk

Laukurinn og paprikan eru skorin mjög smátt. Gulrótin rifin á rifjárni og allt grænmetið síðan steikt í olíu þar til það byrjar að brúnast. Þá er grænmetissoðið sett út í ásamt tómötunum og tómatpúrre og látið sjóða í 10 mínútur. Að lokum er rjómanum bætt í, hitað að suðu og súpan krydduð með salti og pipar.

Engin ummæli:

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...