Hjónabandssæla

Hafrakaka með sultu
Þessi uppskrift gerir þrjár kökur.

250 gr. smjör
1 bolli pálmasykur
3 egg
2 bollar haframjöl
2 bollar kókosmjöl
2 bollar spelt
2 tesk. matarsódi
2 krukkur sykurlaus sulta (t.d. frá St. Dalfour)

Smjör og sykur hrært saman, eggjum bætt út í og síðan þurrefnum. Deiginu skipt í þrennt og og 2/3 af hverjum hluta þrýst í botninn á bökuformi eða formi með lausum botni. Sultunni smurt yfir deigið og afgangurinn af deiginu mulinn yfir. Bakað í 20-25 mínútur við 175°.

Gott er að borða kökurnar volgar með þeyttum rjóma.

Ummæli