Djúpsteiktur fiskur

Djúpsteiktur þorskur - Djúpsteikt ýsa
750 gr. ýsa eða þorskur
safi úr hálfri sítrónu
3 dl. spelt eða hveiti
1 tesk. sjávarsalt
1 matsk. karrý
2 dl. mjólk
2 egg
1 matsk. matarolía

 Blandið saman spelti, kryddi, mjólk, eggjum og olíu og hrærið kekkjalausan jafning. Látið bíða í 15 - 20 mínútur. Skerið fiskinn í frekar litla bita og dreypið sítrónusafanum yfir. Veltið fiskstykkjunum upp úr jafningnum og djúpsteikið í heitri olíu þar til fiskurinn er ljósbrúnn og stökkur að utan og eldaður í gegn (tekur 3-4 mínútur). Gætið þess að steikja ekki of mörg stykki í einu því þá getur olían kólnað. Takið fiskinn upp úr með gataspaða og leggið á eldhúspappír áður en hann er borinn fram.

Ummæli