Jógúrtmuffins

3 egg
1 bolli sykur
180 gr. smjör
2 1/2 bolli hveiti
1 dós kaffijógúrt
1/2 tesk. matarsódi
1/2 tesk. vanilludropar
100 gr. súkkulaðispænir

Þeytið egg og sykur þar til ljóst og létt. Hrærið bræddu smjörinu, jógúrtinni og vanilludropunum saman við og blandið að lokum þurrefnunum og súkkulaðinu saman við. Sett í 24 muffinsform og bakað við 175° í 15-20 mínútur.

Ef vill má setja súkkulaðikrem eða glassúr yfir muffinsin.

Ummæli

Helena sagði…
Ég breytti aðeins til og notaði kókosjógúrt og svolítið kókosmjöl í staðinn fyrir súkkulaði. Kom mjög vel út :).

Kveðja,
Helena
Fanney sagði…
Já þær brögðuðust mjög vel :-)
Kv.
Fanney