Kjúklingur með grænkáli

Kjúklingur með grænkáli og möndlum
10-12 kjúklingalæri með skinni
2 laukar
4 hvítlauksrif
1 rautt chili
100 gr. afhýddar möndlur
150 gr. grænkál
Salt, pipar og paprikuduft

Kryddið kjúklingalærin með salti pipar og paprikudufti og steikið á pönnu þar til skinnið er stökkt. Setjið til hliðar. Saxið lauk og hvítlauk smátt og skerið chilið í sneiðar (takið fræin úr ef þið viljið ekki að rétturinn sé sterkur). Mýkið lauk og hvítlauk á pönnunni í 5-10 mínútur, saxið grænkálið frekar gróft og setjið út í ásamt chili og möndlum. Látið malla í nokkrar mínútur eða þar til grænkálið hefur mýkst dálítið. Setjið grænkálsblönduna í eldfast mót og raðið kjúklingabitunum ofan á. Bakið við 180° í 40-45 mínútur.

Ummæli