fimmtudagur, 3. október 2013

Tapenade

Ólífumauk

8 sólþurrkaðir tómatar
18 svartar ólífur
1-2 hvítlauksrif
1/2 dl. fersk steinselja
1/2 dl. ólífuolía (eða eftir þörfum)

Tómatarnir saxaðir gróft og hvítlaukurinn marinn. Sett í matvinnsluvél ásamt ólífunum og hluta af olíunni. Maukið gróflega eða þar til allt hefur blandast saman en athugið að blandan á að vera grófsöxuð. Bætið saxaðri steinseljunni í ásamt meiri olíu ef þarf og maukið örstutt.

Gott er að borða tapenade með góðu brauði eða niðurskornu grænmeti.

Engin ummæli:

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...