laugardagur, 23. nóvember 2013

Kókosbolluklikkun

Kókosbolludúndur

1/2 líter rjómi
1 púðursykurmarens
1 askja bláber
4 kókosbollur
1 poki karamellukurl

Þeytið rjómann og myljið marensinn saman við. Blandið bláberjunum saman við. Setjið helminginn í skál eða eldfast mót og kremjið kókosbollurnar yfir. Setjið afganginn af rjómablöndunni yfir og dreifið að lokum karamellukurlinu yfir. Ef vill má setja meira af bláberjum eða jarðarber ofan á.

Engin ummæli:

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...