Jórdanskur eggaldinréttur

Arabískt eggaldin
2 eggaldin
70 gr. ristaðar furuhnetur

Tómatsósa:
1 laukur
2 hvítlauksrif
1 dós saxaðir tómatar
1 tesk. sjávarsalt
1/8 tesk kanell
1/8 tesk. paprikuduft
1/8 tesk. svartur pipar

Hvít sósa:
1 dós sýrður rjómi
2 hvítlauksrif, rifin
1/4 tesk. svartur pipar
1/4 tesk. sjávarsalt

Skerið eggaldin í sneiðar, penslið með olíu og steikið á pönnu þar til fallega brúnað. Saltið lítillega.

Tómatsósa:
Saxið lauk og hvítlauk og mýkið í olíu. Blandið tómötum og kryddi saman við og látið sjóða í 5 mínútur eða þar til sósan hefur þykknað. Smakkið til með salti og pipar ef þarf.

Hvít sósa:
Setjið sýrða rjómann í skál og hrærið hvítlauk, salti og pipar saman við.

Setið tómatsósuna í botninn á eldföstu móti, raðið eggaldinsneiðunum ofan á og dreifið hvítu sósunni yfir. Stráið furuhnetunum yfir og bakið við 200° í 30 mínútur.

Berið fram heitt með grænu salati.


Ummæli