sunnudagur, 15. desember 2013

Ostafondue

Ostafondue

250 gr. feitur ostur (t.d. Búri)
250 gr. bragðmikill ostur (t.d. Ísbúi eða Óðalsostur)
3 dl. hvítvín
2 matsk. maizenamjöl
1 matsk. koníak

Setjið hvítvínið í pott og hitið að suðu. Rífið ostinn og setjið út í hvítvínið. Hitið við vægan hita þar til osturinn hefur bráðnað en athugið að blandan má ekki sjóða. Hrærið maizenamjölinu út í koníakið og blandið saman við ostahræruna. Hitið varlega þar til blandan er þykk og jöfn.
 Berið fram með brauðbitum (gjarna súrdeigsbrauði), soðnum kartöflum og vínberjum.

Engin ummæli:

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...