sunnudagur, 19. janúar 2014

Kartöflur með sinnepsfræjum og turmerik

Sinnepskartöflur

750 gr. kartöflur
75 gr. smjör
2 tesk. gul sinnepsfræ
1 tesk. brún sinnepsfræ (ef þau fást ekki má nota meira af gulum sinnepsfræjum)
1 1/2 tesk. turmerik
sjávarsalt eftir smekk

Sjóðið kartöflurnar og afhýðið þær. Ef notaðar eru nýjar kartöflur er gott að hafa hýðið á þeim. Bræðið smjörið á pönnu og setjið sinnepsfræin út í. Þegar þau byrja að "poppast" er turmerikið sett saman við, blandað vel og kartöflunum bætt við. Kartöflunum velt upp úr smjörinu og hitaðar við vægan hita í nokkrar mínútur - athugið að þær eiga ekki að brúnast. Saltið að lokum eftir smekk.

Engin ummæli:

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...