laugardagur, 1. mars 2014

Döðlukonfekt

Döðlugott
400 gr. döðlur
250 gr. smjör
120 gr. pálmasykur (eða púðursykur)
6 dl. rice crispies
250 gr. dökkt súkkulaði - 70%

Setjið döðlur, smjör og sykur í pott og látið sjóða í nokkrar mínútur eða þar til döðlurnar eru vel uppleystar og karamella hefur myndast. Takið af hitanum og hrærið rice crispies saman við. Setjið blönduna í pappírsklætt form, ca. 25x35 cm og sléttið vel. Bræðið súkkulaðið og hellið yfir. Látið kólna vel áður en skorið í litla bita.

Engin ummæli:

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...