Hrísgrjónabollur

Hrísgrjónaklattar
Frábær leið til að nýta afgang af soðnum hrísgrjónum!

500 gr. soðin hrísgrjón
3 egg
1 chili
2 hvítlauksrif
2 sm. bútur af engifer
1 dl. saxaðar kryddjurtir (t.d. steinselja, koriander eða mynta)
1 tesk. sjávarsalt
1/2 tesk. svartur pipar

Setjið hrísgrjónin í skál og hrærið eggjunum vel saman við. Fræhreinsið chilið og saxið smátt, rífið hvítlauk og engifer. Blandið saman við hrísgrjónin ásamt smátt söxuðum kryddjurtum. Kryddið með salti og pipar. Setjið hrísgrjónin með matskeið á vel heita pönnu, fletjið þau lítillega út og stekið í eina til tvær minútur á hvorri hlið.

Berið fram strax með sætri chilisósu.

Ummæli