sunnudagur, 9. mars 2014

Piri piri kjúklingur

Piripiri kjúklingur
10 kjúklingalæri með skinni
3 rauð chili
1 sítróna (safinn eingöngu)
4 matsk olía
2 hvítlauksrif
1 matsk paprikuduft
2 tesk. sjávarsalt
1 steinseljubúnt
1 rauðlaukur

Byrjið á því að útbúa sósuna: setjið chili, sítónusafa, olíu, hvítlauksrif, krydd og steinselju í matvinnsluvél og maukið. Setjið sósuna í eldfast mót.
Steikið kjúklingalærin á skinnhliðinni í um 5 mínútur eða þar til þau eru fallega brúnuð (Mér finnst gott að taka beinið úr lærunum áður en þau eru steikt en það er ekki nauðsynlegt). Raðið lærunum ofan á sósuna með kjöthliðina niður og saltið örlítið. Skerið rauðlaukinn í sneiðar eða strimla og steikið upp úr kjúklingafitunni. Dreifið lauknum að lokum ofan á kjúklinginn. Bakið við 200° í 30-40 mínútur eða þar til kjúklingurinn er eldaður í gegn.

Engin ummæli:

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...