mánudagur, 13. október 2014

BBQ kjúklingaréttur

BBQ kjúklingur
1 kg. beinlaus kjúklingur, bringur eða læri
200 gr. BBQ sósa
100 gr. púðursykur
200 gr. apríkósumarmelaði
1 dl. sojasósa
1/2 dl. balsamedik
3 dl. rjómi

Skerið kjúklinginn í litla bita, brúnið hann á pönnu þar til hann er eldaður í gegn og setjið í eldfast mót. Setjið allt sem á að fara í sósuna í pott og hitið að suðu. Hellið sósunni yfir kjúklinginn og hitið réttinn í ofni við 200° í 15 mínútur.

Berið fram með hrísgrjónum og salati.

Engin ummæli:

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...