sunnudagur, 30. nóvember 2014

Baka með brie osti og hráskinku

Baka með brie osti og hráskinku
Botn:
1 bolli spelt eða hveiti
80 gr. smjör
3 matsk. súrmjólk eða rjómi
1 matsk. sesamfræ  

Fylling:
1 smátt saxaður laukur
4 egg
1 peli rjómi
1 tesk. maldon salt
1 tesk. svartur pipar
1 brie ostur í sneiðum

Ofan á:
1 pakki hráskinka

Hrærið saman allt sem á að fara í bökudeigið og fletjið út í bökudisk. Bakið botninn við 175° í 30 mínútur.

Léttsteikið laukinn þar til hann er glær og dreifið honum yfir bökubotninn. Þeytið saman egg, rjóma og krydd og hellið yfir og raðið að lokum ostastneiðunum yfir. Bakið við 175° í ca. 30 mínútur.

Látið bökuna kólna lítillega, rífið eða skerið hráskinkuna í bita og dreifið yfir.

Engin ummæli:

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...