mánudagur, 8. desember 2014

Smákökur með hvítu súkkulaði

Smákökur með hvítu súkkulaði
100 gr. smjör
150 gr. púðursykur
50 gr. sykur
1 egg
1 tesk. vanilludropar
200 gr. hveiti
2 matsk. maizena mjöl
1 tesk. matarsódi
1/4 tesk. salt
200 gr. hvítt súkkulaði, saxað

Hrærið smjör, sykur og púðursykur vel saman. Bætið eggi og vanilludropum saman við og hrærið þar til hræran hefur blandast vel. Blandið þá þurrefnunum saman við og að lokum saxaða súkkulaðinu. Búið til litlar kúlur úr deiginu, setjið þær á bökunarpappírsklædda ofnplötu og bakið við 175° í 10 mínútur.

Engin ummæli:

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...