sunnudagur, 8. mars 2015

Marens rúlluterta

Súkkulaðimarens rúlluterta
5 eggjahvítur
250 gr. sykur
3 matsk. maizenamjöl
2 matsk. kakó
3 dl. rjómi
1 poki frosin hindber
50 gr. súkkulaði

Þeytið eggjahvíturnar og blandið sykrinum smátt og smátt saman við. Hrærið maizenamjölinu og kakóinu sman við eggjahræruna og dreifið blöndunni á smjörpappírsörk. Bakið við 180° í 20 mínútur og og hvolfið á sykurstráðan smjörpappír. Látið kökuna kólna í 30 mínútur, rúllið henni þá upp og látið hana bíða þannig þar til rjóminn er settur á milli. Rúllið kökunni þá út, smyrjið yfir hana þeyttum rjómanum og dreifið hindberjunum yfir. Rúllið aftur upp og setjið á disk með samskeytin niður. Bræðið súkkulaðið og skreytið kökuna með því ásamt nokkrum berjum ef vill.

Engin ummæli:

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...