laugardagur, 7. mars 2015

Saltfiskur með humarhölum

saltfiskur með humar
1 kg. saltfiskhnakkar
500 gr. skelflettir humarhalar
5 hvítlauksrif
150 gr. smjör
2 dl. söxuð steinselja

Skerið saltfiskinn í bita og veltið honum upp úr hveiti. Léttsteikið bitana þar til þeir eru eldaðir í gegn og setjið á djúpan framreiðsludisk. Bræðið smjörið við vægan hita og setjið saxaðan hvítlauk og humar saman við. Eldið við vægan hita þar til humarinn er eldaður en gætið þess að hvítlaukurinn brúnist ekki. Blandið steinseljunni saman við og hellið yfir saltfiskbitana.

Berið fram með góðu brauði og salati

Engin ummæli:

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...