föstudagur, 3. apríl 2015

Confit andalæri (Confit de Canard)

Confit andaleggir
6-8 andalæri með legg
2 matsk. sjávarsalt
1 tesk. svartur pipar
1 tesk. þurrkað timian
2 lárviðarlauf, mulin

Raðið andalærunum í einfalt lag í ofnpott eða eldfast mót og dreifið saltinu og kryddinu yfir. Látið standa í ísskáp í einn sólarhring.

Þurrkið mesta saltið af lærunum og setjið þau aftur í pottinn. Lokið pottinum og eldið við 160° í 3 klukkustundir. Takið lokið af pottinum og eldið lærin áfram í hálfa klukkustund. Látið standa í 20 mínútur og berið fram með kartöflugratíni og grænu salati.

Geymið fituna sem kemur þegar lærin eru elduð því hún er frábær til að elda ofnbakaðar kartöflur (Roast potatoes).

Engin ummæli:

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...