fimmtudagur, 30. apríl 2015

Köld salsadýfa

Köld salsadýfa Dýfan:
200 gr. rjómaostur
1/2 dós sýrður rjómi
1 krukka af salsa sósu (medium)

Ofan á:
2 tómatar
1/2 paprika
1/2 rauðlaukur
1/2 dl. rifinn ostur
1/2 dl. steinselja

Setjið rjómaost, sýrðan rjóma og salsa sósu í hrærivélarskál og hrærið vel saman. Setjið í form eða skál. Takið fræin úr tómötunum og saxið þá mjög smátt ásamt paprikunni og lauknum. Blandið saman við rifna ostinn og steinseljuna og dreifið yfir dýfuna. Berið dýfuna fram kalda með tortillaflögum.

Athugið að dýfan er ekki bökuð!

Engin ummæli:

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...