þriðjudagur, 5. maí 2015

Sveppa stroganoff

Sveppastroganoff
2 laukar
750 gr. sveppir
1/2 líter rjómi
70 gr. tómatpure (lítil dós)
1 dl. söxuð steinselja
1/4 tesk. karrý
salt og pipar

Saxið laukinn smátt og mýkið á pönnu. Grófsaxið sveppina og bætið þeim á pönnuna ásamt karrýduftinu. Þegar sveppirnir eru steiktir er rjómanum hellt út á ásamt tómatpure og látið sjóða í nokkrar mínútur eða þar til sósan hefur þykknað örlítið. Bætið þá steinseljunni saman við og bragðbætið með salti og pipar.

Berið fram með soðnum hrísgrjónum eða pasta

Engin ummæli:

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...