sunnudagur, 12. júlí 2015

Kartöflusalat með chili og kapers

Kartöflur með chili og kapers750 gr. kartöflur
2 rauð chili, fræhreinsuð og söxuð smátt
1 dl. kapers (ein lítil krukka)
50 gr. smjör
1 matsk. ólífuolía
1 dl. steinselja
salt og pipar

Sjóðið kartöflurnar og skerið þær í bita. Ef notaðar eru nýjar kartöflur er gott að hafa hýðið á þeim.
Bræðið smjörið á pönnu og blandið ólífuolíunni saman við. Setjið kartöflurnar á pönnuna og leyfið þeim að brúnast lítillega. Bætið þá chili og kapers við og látið malla í nokkrar mínútur. Bragðbætið með salti og pipar og stráið að lokum steinseljunni yfir.

Engin ummæli:

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...