fimmtudagur, 9. júlí 2015

Ostakaka með Daim botni

Ostakaka með dajm botni
Hugmyndin að botninum á þessari köku kemur héðan

Botn:
300 gr. Daim súkkulaði (ca. 10 lítil stykki)
2 matsk. brætt smjör  

Fylling:
400 gr. rjómaostur
1/2 líter rjómi, þeyttur
2 dl. flórsykur
1 tesk. vanilluduft  

Ofan á:
Ferskir ávextir - til dæmis jarðarber, bláber og kiwi

Setjið Daim súkkulaðið í matvinnsluvél og maukið vel. Blandið brædda smjörinu saman við og setjið í botninn á formi.

Hrærið vel saman rjómaost, flórsykur og vanilluduft og blandið síðan þeytta rjómanum saman við. Setjið fyllinguna ofan á botninn í forminu.

 Skreytið kökuna fallega með ferskum ávöxtum og geymið í kæli þar til hún er borðuð.

Engin ummæli:

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...