fimmtudagur, 20. ágúst 2015

Fiskur með fimm krydda blöndu og núðlum

Ýsa með fimm krydda blöndu og núðlum Fiskur:
800 gr. ýsuflök
2 tesk. fimm krydda blanda (Chinese five spice)
1 tesk. salt
2 matsk. hveiti  

Núðlur:
400 gr. hrísgrjónanúðlur, soðnar samkvæmt leiðbeiningum á pakka
4 matsk. sesamolía
2 matsk. sojasósa
3 matsk. hrásykur
2 dl. ostrusósa
1 rautt chili
4 sm. ferskur engifer
4 hvítlauksrif
8 vorlaukar

Blandið saman hveiti, fimm krydda blöndu og salti. Skerið fiskinn í litla bita, veltið honum upp úr hveitiblöndunni og steikið á pönnu.

Skerið hvítlauk, chili, engifer og vorlauk í þunnar sneiðar og steikið í nokkrar mínútur. Blandið saman sesamolíu, sojasósu, hrásykri og ostrusósu og hellið yfir grænmetið. Bætið núðlunum saman við og blandið vel saman.

Setjið núðlurnar í fat eða á disk, raðið fiskstykkjunum yfir og berið fram.

Engin ummæli:

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...