miðvikudagur, 16. september 2015

Rauðrófubuff

Rauðrófubuff 300 gr. rauðrófur
200 gr. gulrætur
1 blaðlaukur
1 dl. haframjöl
1/2 dl. sesamfræ
2 tesk. sjávarsalt
1 tesk. pipar
3 - 4 egg

Afhýðið rauðrófur og gulrætur og rífið smátt ásamt blaðlauknum. Setjið í skál og hrærið haframjöli, sesamfræjum, kryddi og eggjum saman við. Byrjið á að setja þrjú egg og bætið því fjórða við ef deigið er of þurrt.

Setjið deigið með matskeið á heita pönnu og steikið í 2-3 mínútur á hvorri hlið eða þar til buffin eru fallega brúnuð og steikt í gegn.

Engin ummæli:

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...