Gulrótabaka með trönuberjum

Gulrótabaka með trönuberjum
Botn:
180 gr. kalt smjör
250 gr. spelt
1 tesk. sjávarsalt
1/2 - 1 dl. kalt vatn

Fylling:
500 gr. gulrætur
2 matsk. rifinn engifer
1 matsk. cumin fræ
1 matsk. kóríanderfræ
50 gr. smjör
1 dl. þurrkuð trönuber
salt og pipar eftir smekk

Eggja- og rjómablanda:
3 1/2 dl. rjómi
2 egg
1/2 tesk. sjávarsalt

Skerið smjörið í teninga, hrærið því saman við speltið og saltið. Bætið vatni eins og þarf til að deigið verði samfellt en varist að hræra of lengi. Fletjið deigið út og setjið í bökuform. Bakið undir fargi við 180° í 30 mínútur.

Rífið gulræturnar gróft og mýkið í smjörinu í u.þ.b. 5 mínútur ásamt engifernum og kryddinu. Blandið þá trönuberjunum saman við og hitið. Bragðbætið með salti og pipar.

Setjið fyllinguna í bökubotninn og hellið eggjablöndunni yfir. Bakið við 180° í 30 mínútur.

Best er að leyfa bökunni að kólna lítillega áður en hún er borin fram - gjarna með góðri graslaukssósu.

Ummæli