sunnudagur, 11. október 2015

Pizza með fíkjum og gráðosti

Pizza með gráfíkjum og gráðaosti
1 pizzabotn (ekki stór)
1/2 matsk.tómatpure
1/2 matsk. rjómaostur
1 kúla mozzarella ostur
3 - 4 þurrkaðar gráfíkjur
30 gr. gráðostur
1/2 dl. ósaltar pistasíuhnetur
1/2 dl. rifinn ostur
Ferskt klettasalat

Blandið saman tómatpure og rjómaosti og smyrjið yfir pizzabotninn. Skerið mozzarella ostinn í þunnar sneiðar og raðið yfir. Skerið fíkjurnar í sneiðar og dreifið þeim yfir botninn ásamt muldum gráðosti og söxuðum pistasíuhnetum. Dreifið að lokum rifna ostinum yfir.

Bakið við 200° í 15 - 20 mínútur og berið fram með fersku klettasalati og hvítlauksolíu.

Engin ummæli:

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...