sunnudagur, 28. ágúst 2016

Krækiberjahlaup

Krækiberjasulta
2 kg. krækiber eða einn líter af hrásaft
750 gr. sykur
1 pakki gult melatín

Hreinsið berin vel og maukið þau, annað hvort í hakkavél eða matvinnsluvél. Best er að gera þetta í litlum skömmtum. Setjið berin í sigti yfir stórri skál og látið standa í ísskáp yfir nótt til að ná sem mestri saft úr berjunum.

Mælið saftina, 2 kg. af berjum ætti að gefa um einn líter af saft.

Setjið saftina í pott og hitið að suðu. Hrærið mealtíninu saman við og bætið svo sykrinum rólega saman við. Komið upp suðu og látið sjóða í eina mínútu. Fleytið alla froðu ofan af hlaupinu og setjið í sótthreinsaðar krukkur.

Engin ummæli:

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...