Sýnir færslur með efnisorðinu Bökur. Sýna allar færslur
Sýnir færslur með efnisorðinu Bökur. Sýna allar færslur

mánudagur, 19. ágúst 2019

Frönsk laukbaka

Frönsk laukbaka
Botn:
250 gr. hveiti
1/2 tesk. sjávarsalt
1 matsk. sykur
150 gr. kalt smjör í litlum bitum
1 dl. kalt vatn

Fylling:
2 1/2 dl. rifinn ostur (gott er að nota bragðmikinn ost)
1/2 tesk. þurrkað timian
2 matsk. graslaukur
3 laukar
2 matsk. rjómi
2 matsk. kalt smjör, smátt saxað
1 tesk. sjávarsalt

Setjið hveiti, smjör, salt og sykur í hrærivélarskál og hrærið þar deigið líkist haframjöli. Bætið þá vatninu saman við og hrærið þar til deigið hefur samlagast. Fletjið deigið þunnt út á bökunarpappír og snyrtið kantana vel. Dreifið rifna ostinum yfir botninn ásamt timian og graslauk.

Afhýðið laukana, skerið þá í tvennt og síðan í þunnar sneiðar. Gætið þess að sneiðarnar hangi saman og raðið þeim fallega á deigið, horn í horn. Penslið laukinn með rjómanum, dreifið smjörinu yfir og að lokum saltinu.

Bakið við 200° í um 40 mínútur eða þar til bakan hefur brúnast fallega.

þriðjudagur, 16. ágúst 2016

Smjördeigsbaka með penne pasta og mascarpone osti

Penne pastabaka með mascarpone osti 320 gr. smjördeig
300 gr. penne pasta
250 gr. mascarpone ostur
60 gr. rifinn parmesan ostur
80 gr. smjör
250 gr. sveppir
1 stór blaðlaukur
1 rautt chili
salt og svartur pipar

Byrjið á að sjóða pastað um tveimur mínútum skemur en sagt er til á pakkanum.

Skerið sveppi og blaðlauk í sneiðar og steikið við vægan hita í smjörinu. Setjið smátt saxað chili saman við og blandið grænmetinu saman við mascarpone ostinn. Bætið helmingnum af rifna parmesan ostinum saman við ásamt pastanu og bragðbætið með salti og pipar.

Fletjið smjördeigið þunnt út og setjið í 24 sm smelluform. Pikkið deigið með gaffli og hellið pastafyllingunni í deigskelina. Dreifið afganginum af rifna parmesan ostinum yfir og brjótið hliðarnar á smjördeiginu yfir fyllinguna. Bakið við 200° í um 30 mínútur.

Berið fram með góðu salati og rifnum parmesan osti.

laugardagur, 21. maí 2016

Blaðlauksbaka með cheddar osti

Blaðlauksbaka með cheddar osti
Botn:
1 bolli hveiti
80 gr. smjör
3 matsk. ab mjólk eða súrmjólk
1/2 tesk. salt

Fylling:
2 blaðlaukar
50 gr. smjör
4 egg
1 dl. kotasæla
1 dl. rjómi
50 gr. rifinn cheddar ostur
salt og pipar

Mylsna ofan á:
75 gr. rifinn cheddar ostur
25. gr. brauðmylsna
25 gr. heslihnetuflögur

Hnoðið saman hveiti smjör og ab mjólk - gott er að gera þetta í hrærivél eða matvinnsluvél. Fletjið deigið út í bökudisk og bakið undir fargi við 175° í 30 mínútur.

Skerið blaðlauk í sneiðar og steikið í smjörinu við vægan hita þar til blaðlaukurinn er mjúkur. Hrærið saman eggjum, rjóma, kotasælu og rifnum cheddar osti. Bragðbætið með salti og pipar og blandið blaðlauknum saman við. Setjið fyllinguna í bökubotninn og bakið við 175° í 20 mínútur.

Blandið saman rifnum cheddar osti, brauðmylsnu og heslihnetuflögum og dreifið yfir bökuna. Bakið áfram við 175° í 20 mínútur.

mánudagur, 16. nóvember 2015

Laukbaka

Laukbaka Botn:
1 bolli hveiti
80 gr. smjör
3 matsk. súrmjólk eða rjómi

Fylling:
4 laukar
4 hvítlauksrif
1 tesk. svartur pipar
1/2 tesk. þurrkað timian
1 bolli rifinn ostur
4 egg
2,5 dl. rjómi
1 matsk. hveiti
1 tesk. sjávarsalt
1/2 tesk. Dijon sinnep

Hnoðið saman hveiti smjör og súrmjólk - gott er að gera þetta í hrærivél eða matvinnsluvél. Fletjið deigið út í bökudisk og bakið undir fargi við 175° í 30 mínútur.

Saxið lauk og hvítlauk og steikið við vægan hita þar til laukurinn er mjúkur. Kryddið með möluðum pipar og timian.

Dreifið ostinum og lauknum yfir bökubotninn. Þeytið egg, rjóma, hveiti, salt og sinnep og hellið yfir.

Bakið við 175° í um 45 mínútur

laugardagur, 3. október 2015

Gulrótabaka með trönuberjum

Gulrótabaka með trönuberjum Botn:
180 gr. kalt smjör
250 gr. spelt
1 tesk. sjávarsalt
1/2 - 1 dl. kalt vatn

Fylling:
500 gr. gulrætur
2 matsk. rifinn engifer
1 matsk. cumin fræ
1 matsk. kóríanderfræ
50 gr. smjör
1 dl. þurrkuð trönuber
salt og pipar eftir smekk

Eggja- og rjómablanda:
3 1/2 dl. rjómi
2 egg
1/2 tesk. sjávarsalt

Skerið smjörið í teninga, hrærið því saman við speltið og saltið. Bætið vatni eins og þarf til að deigið verði samfellt en varist að hræra of lengi. Fletjið deigið út og setjið í bökuform. Bakið undir fargi við 180° í 30 mínútur.

Rífið gulræturnar gróft og mýkið í smjörinu í u.þ.b. 5 mínútur ásamt engifernum og kryddinu. Blandið þá trönuberjunum saman við og hitið. Bragðbætið með salti og pipar.

Setjið fyllinguna í bökubotninn og hellið eggjablöndunni yfir. Bakið við 180° í 30 mínútur.

Best er að leyfa bökunni að kólna lítillega áður en hún er borin fram - gjarna með góðri graslaukssósu.

laugardagur, 25. apríl 2015

Ítölsk Caprese baka

Ítölsk tómatbaka Botn:
1 bolli spelt eða hveiti
80 gr. smjör
1 matsk. sesamfræ
1 tesk. sjávarsalt
1/2 tesk. þurrkað basil
3 matsk. kalt vatn  

Fylling:
2 mozzarella kúlur
3-4 tómatar
ca. 20 basilblöð
3 egg
1 1/2 dl. rjómi
salt og svartur pipar

Hrærið saman allt sem á að fara í bökudeigið og fletjið út í bökudisk. Bakið botninn við 175° í 30 mínútur.

Skerið mozzella ostinn og tómatana í sneiðar og raðið í bökubotninn. Stingið basil blöðunum inn á milli sneiðanna. Þeytið saman egg og rjóma og bragðbætið með salti og pipar. Hellið eggjablöndunni yfir tómatana og ostinn og bakið bökuna við 175° í 30 mínútur.

fimmtudagur, 29. janúar 2015

Laxabaka

Baka með laxi Botn:
1 bolli spelt eða hveiti
80 gr. smjör
3 matsk. súrmjólk eða AB mjólk
2 matsk. sesamfræ
1 tesk. sjávarsalt  

Fylling:
250 gr. eldaður lax
1 blaðlaukur
100 gr. fetaostur
3 egg
1 dl. rjómi
1/2 tesk. svartur pipar

Hrærið saman allt sem á að fara í bökudeigið og fletjið út í bökudisk. Bakið botninn við 175° í 30 mínútur.

Brjótið laxinn í bita og leggið ofan á bökubotninn. Skerið blaðlaukinn í sneiðar og mýkið á pönnu en gætið þess að hann brúnist ekki. Hrærið saman eggjum, rjóma, fetaosti, blaðlauk og pipar og hellið yfir laxinn.

Bakið við 175° í ca. 30 mínútur.

sunnudagur, 30. nóvember 2014

Baka með brie osti og hráskinku

Baka með brie osti og hráskinku
Botn:
1 bolli spelt eða hveiti
80 gr. smjör
3 matsk. súrmjólk eða rjómi
1 matsk. sesamfræ  

Fylling:
1 smátt saxaður laukur
4 egg
1 peli rjómi
1 tesk. maldon salt
1 tesk. svartur pipar
1 brie ostur í sneiðum

Ofan á:
1 pakki hráskinka

Hrærið saman allt sem á að fara í bökudeigið og fletjið út í bökudisk. Bakið botninn við 175° í 30 mínútur.

Léttsteikið laukinn þar til hann er glær og dreifið honum yfir bökubotninn. Þeytið saman egg, rjóma og krydd og hellið yfir og raðið að lokum ostastneiðunum yfir. Bakið við 175° í ca. 30 mínútur.

Látið bökuna kólna lítillega, rífið eða skerið hráskinkuna í bita og dreifið yfir.

miðvikudagur, 7. október 2009

Beikonbaka (Quiche Lorraine)

Quiche LorraineBotn:
1 bolli hveiti
80 gr. smjör
3 matsk. súrmjólk eða rjómi

Fylling:
200 gr. beikon
1 bolli rifinn ostur
1/2 smátt saxaður laukur
4 egg
1 peli rjómi
1/2 tesk. sjávarsalt
1/2 tesk. svartur pipar

Fletjið deigið út í bökudisk. Skerið beikon í bita og léttsteikið ásamt lauknum. Dreifið beikoni, lauk og osti yfir bökubotninn, þeytið saman egg, rjóma og krydd og hellið yfir. Bakið við 175° í 45 mínútur.

föstudagur, 1. ágúst 2008

Frönsk tómatbaka

Smjördeigsbaka með tómötum
375 gr. smjördeig
150 gr. mascarpone ostur
50 gr. rifinn parmesan ostur
12-14 tómatar
salt, pipar, ólífuolía

Pestó:
50 gr. basil (eingöngu laufin)
2 hvítlauksrif, söxuð
3 matsk. ólífuolía
3 matsk. furuhnetur
3 matsk. rifinn parmesan ostur

Byrjið á að búa til pestóið, allt sett í matvinnsluvél og maukað. Bragðbætt með salti ef þarf.

Smjördeigið flatt út í 25x35 sentimetra ferning og sett á bökunarplötu. Mascarpone, parmesan og helmingurinn af pestóinu hrært saman og smurt yfir smjördeigið, 2 sentimetra kantur skilinn eftir. Tómatarnir skornir í sneiðar og raðað þétt yfir, fyrsta og síðasta sneiðin eru ekki notaðar. Salti, pipar og ólífuolíu dreift yfir og bakað við 200° í 40 mínútur. Þá er hitinn lækkaður í 150° og bakað áfram í 30 mínutur. Áður en bakan er borin fram er afganginum af pestóinu dreift yfir.

miðvikudagur, 9. júlí 2008

Arabísk kjúklingabaka

Kjúklingabaka með kanel
100 gr. bulgur (má líka nota kúskús)
1 laukur, saxaður
500 gr. kjúklinga- eða kalkúnahakk
50 gr. þurrkaðar apríkósur, saxaðar
25 gr. saxaðar möndlur
1 tesk. kanell
1/2 tesk. allrahanda
1 dl. jógúrt
3 matsk. saxaður graslaukur
salt og pipar
200 gr. fillodeig
50 gr. smjör

Hellið 150 ml. af soðnu vatni yfir bulgur kornið og látið standa í 10 mínútur. Steikið hakkið og laukinn, bætið apríkósum, möndlum og bulgur saman við og eldið áfram í 2 mínútur. Takið af hitanum og bætið við kryddi, graslauk og jógúrti. Bragðbætið með salti og pipar.
Penslið helminginn af fillodeiginu með smjöri og setjið í eldfast mót. Setjið fyllinguna í mótið, penslið afganginn af deiginu með smjöri og setjið ofan á. Lokið bökunni og bakið við 200° í 30 mínútur.
Bökuna má borða heita eða kalda.

föstudagur, 4. apríl 2008

Spanakopita

Grísk spínatbaka
200 gr. fillo deig
500 gr. spínat
250 gr. blaðlaukur
1 laukur
150 gr. fetaostur, mulinn
2 egg
salt

Blaðlaukurinn skorinn í sneiðar og laukurinn saxaður smátt. Steikt í olíu þar til mjúkt. Spínatið sett á pönnuna og steikt áfram í nokkrar mínútur eða þar til það er eldað. Eggin og fetaosturinn hrært saman ásamt salti og spínatblöndunni blandað saman við. Fillo deigs arkirnar penslaðar með olíu og 3/4 settar í botninn á eldföstu móti, látið deigið ná vel yfir hliðarnar. Fyllingin sett í mótið og afgangurinn af deiginu settur yfir. Hliðarnar brotnar yfir og bakað við 200° í um 45 mínútur.

föstudagur, 22. febrúar 2008

Graskersbaka með geitaosti

Baka með graskeri og geitaosti
Botn:
1 1/2 bolli hveiti
1/2 tesk. salt
125 gr. smjör
1/3 bolli kalt vatn
Öllu hnoðað hratt saman eða sett í matvinnsluvél. Deigið flatt út, sett í bökudisk og forbakað við 200° í 15 mínútur.

Fylling:
1 lítið grasker (butternut squash)
1 rauðlaukur
4 hvítlauksrif, heil og með pappírnum
1 matsk. fersk salvía
150 gr. mjúkur geitaostur
100 gr. geitaostrúlla
salt og pipar
Graskerið afhýtt, skorið í litla bita og sett í eldfast mót. Rauðlaukurinn skorinn í litla bita og settur yfir ásamt hvítlauknum. Saltað og piprað og ólífuolíu dreift yfir. Bakað við við 200° í um 20 mínútur.
Mjúka geitaostinum dreift yfir bökubotninn.
Helmingurinn af graskerinu maukaður ásamt hvítlauknum og salvíunni og smurt yfir geitaostinn. Afganginum af graskerinu dreift yfir ásamt rauðlauknum. Geitaostrúllan skorin í sneiðar og dreift yfir.
Bakað við 200° í 20-30 mínútur.
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...