Sýnir færslur með efnisorðinu Brauð og rúnnstykki. Sýna allar færslur
Sýnir færslur með efnisorðinu Brauð og rúnnstykki. Sýna allar færslur

sunnudagur, 11. nóvember 2018

Gróft rúgbrauð

Danskt rúgbrauð
210 gr. vatn
3 tesk. sjávarsalt
1 matsk. sykur
1 matsk. olía
150 gr. rúgmjöl
75 gr. hveiti
75 gr. heilhveiti eða gróft spelt
1/2 dl. sólblómafræ
1/2 dl. graskersfræ
2 matsk. sesamfræ
2 matsk. hörfræ
1 tesk. þurrger

Þetta brauð baka ég í brauðvélinni minni en það er auðvitað líka hægt að baka það í ofni.

Brauðvél:
Setjið öll hráefnin í formið í þeirri röð sem þau eru talin upp hér að ofan. Veljið almennt bakstursprógramm, stillið á minnstu brauðstærð og dekkstu skorpustillingu.

Í ofni:
Setjið öll hráefnin í hrærivélarskál og hnoðið vel saman með deigkrók. Setjið klút yfir skálina og látið deigið lyfta sér á hlýjum stað í eina klukkustund. Hnoðið deigið lítillega og setjið í smurt brauðform. Setjið klút yfir formið og látið lyfta sér í hálfa klukkustund. Bakið við 200° í um 35 mínútur.

laugardagur, 31. október 2015

Puri - Djúpsteikt indverskt brauð

Puri 200 gr. gróft spelt
1 tesk. sjávarsalt
1 - 1 1/2 dl. kalt vatn
1 matsk. brætt smjör eða olía
500 gr. djúpsteikingarfeiti

Setjið spelt og salt í skál og hnoðið vatninu smám saman við þar til úr verður samfellt deig. Bætið smjörinu við og hnoðið áfram þar til það hefur samlagast deiginu. Látið deigið bíða í 20 mínútur.

Hitið djúpsteikingarolíuna í potti, best er að potturinn sé ekki of stór. Skiptið deiginu í 8-10 bita, og fletjið hvern bita út í þunna kringlótta köku á hveitistráðu borði. Mér finnst gott að fletja hverja köku út rétt áður en hún er steikt.

Steikið eina köku í einu í djúpsteikingarolíunni í 1 - 1 1/2 mínútu. Snúið kökunum þegar steikingartíminn er hálfnaður. Meðan kökurnar eru steiktar er mikilvægt að ausa feiti yfir þær til að tryggja að steikingin verði jöfn.

Setjið kökurnar á eldhúspappír til að draga úr þeim umfram olíu og berið þær fram heitar eða volgar sem meðlæti með indverskum réttum.

laugardagur, 5. september 2015

Gróft brauð með fræjum og döðlum

döðlubrauð
4 dl. spelt
2 dl. haframjöl
2 tesk. lyftiduft
1/2 tesk. matarsódi
1 dl. sólblómafræ
1 dl. graskersfræ
1/2 dl. möluð hörfræ
1/2 dl. sesamfræ
1 dl. saxaðar döðlur
2 tesk. sjávarsalt
4-5 dl. AB mjólk

Blandið þurrefnum og fræjum saman. Bætið döðlunum saman við og hrærið. Bætið þá AB mjólkinni við og hrærið þar til allt hefur blandast vel en gætið þess þó að hræra deigið ekki of mikið.

Setjið í smurt og pappírsklætt form, stráið einni matskeið af haframjöli yfir og bakið við 180° í 50-60 mínútur eða þar til brauðið er bakað.

sunnudagur, 26. júlí 2015

Kryddbrauð

Kryddbrauð100 gr. pálmasykur
200 gr. spelt
50 gr. haframjöl
2 tesk. matarsódi
1 tesk. kanell
1/2 tesk. negull
1/2 tesk. engifer
1/2 tesk. allrahanda
2 egg
80 gr. smjör
2 dl. ab mjólk

Blandið öllum þurrefnunum saman í stórri skál. Bræðið smjörið og blandið því saman við ab mjólkina. Hrærið eggjunum saman við og hrærið eggjablöndunni saman við þurrefnin. Setjið deigið í smurt og pappírsklætt jólakökuform og bakið við 180° í um 45 mínútur eða þar til brauðið er bakað.

Gott er að borða brauðið með smjöri.

sunnudagur, 25. janúar 2015

Skinkuhorn

Skinkuhorn 350 gr. fínt spelt
100 gr. gróft spelt
50 gr. pálmasykur
1 tesk. salt
1 pakki þurrger (12 gr.)
250 ml. mjólk
30 gr. smjör

Fylling:
4 matsk. hreinn rjómaostur
4-5 skinkusneiðar
200 gr. rifinn ostur

Ofan á:
1 egg
1 matsk. sesamfræ

Blandið þurrefnum og geri saman í skál. Bræðið smjörið, blandð því saman við mjólkina og hellið blöndunni saman við þurrefnin. Hnoðið deigið í 10 mínútur (þetta má gjarna gera í hrærivél og nota deigkrókinn). Breiðið diskaþurrku yfir skálina og látið standa á hlýjum stað í 45 mínútur. Hnoðið deigið lítillega og skiptið því í fjóra hluta.

Fletjið hvern huta út í kringlótta köku og penslið með rjómaostinum. Skerið hverja köku í 8 sneiðar (eins og pizzusneiðar) og dreifið skinkunni og rifna ostinum yfir. Rúllið sneiðunum upp (byrjið á breiðari endanum) og raðið á pappírsklædda bökunarplötu. Látið hornin lyfta sér á hlýjum stað í 20 mínútur. Penslið þau þá með sundurslegnu egginu, stráið sesamfræjunum yfir og bakið við 200° í 10-12 mínútur.

sunnudagur, 28. september 2014

Gerlausar bollur með gulrótum og döðlum

Gerlausar brauðbollur með gulrótum og döðlum
350 gr. spelt (gott að nota fínt og gróft til helminga)
2 tesk. lyftiduft
1 tesk. sjávarsalt
1/2 dl. sesamfræ
4-5 d. AB mjólk
2 matsk. olía
1 rifin gulrót
100 gr. saxaðar döðlur

Setjið þurrefnin, sesamfræin, gulrótina og döðlurnar í skál og blandið saman. Hellið AB mjólkinni og olíunni saman við og hrærið þar til deigið er samfellt. Mótið 9 bollur úr deiginu og bakið við 200° í 25 mínútur.

föstudagur, 1. ágúst 2014

Döðlubrauð

döðlubrauð
200 gr. döðlur
2 dl. vatn
50 gr. smjör
1 egg
1 dl. pálmasykur
5 dl. spelt (gott að nota fínt og gróft til helminga)
1 tesk. sjávarsalt
1/​2 tesk. mat­ar­sódi
1/​2 tesk. lyfti­duft
1 dl. mjólk

Döðlur, vatn og smjör er sett sam­an í pott og soðið í mauk. Eggið og sykurinn þeytt sam­an þar til bland­an verður ljós og létt. Döðlumaukið kælt lítillega og blandað saman við eggjahræruna. Þurrefnunum blandað saman við og og að lokum mjólkinni.

Deigið er sett í smurt og pappírsklætt form og bakað við 180° í um 45 mínútur.

laugardagur, 5. júlí 2014

Pottbrauð

New York Times brauð
Þetta brauð er líklega þekktast sem New York Times brauðið og er alveg ótrúlega einfalt að búa til. Eina sem þarf er nægur tími til að leyfa deiginu að hvíla.

3 bollar spelt - gott að nota gróft og fínt til helminga
1 dl. sólblómafræ
1/4 tesk. þurrger
2 tesk. sjávarsalt
1 3/4 bolli kalt vatn (úr krananum)

Setjið þurrefnin í skál og blandið þeim saman. Hellið vatninu saman við og hrærið með sleif þar til deigið hefur samlagast. Setjið plastfilmu yfir skálina og látið standa á hlýjum stað í 12-18 klukkustundir.

Setjið ofnpott með loki í bakaraofninn og hitið í 230°. Smyrjið pottinn og setjið jafnvel bökunarpappír í botninn á honum. Hellið deiginu í pottinn, setjið lokið á og bakið í 30 mínútur. Takið þá lokið af pottinum og bakið áfram í 10 mínútur.

Ef ekki er til ofnpottur má nota eldfast mót með loki.

þriðjudagur, 26. nóvember 2013

Goji brauð

Gojiberja brauð

300 gr. spelt (gott að nota fínt og gróft til helminga)
3 tesk. lyftiduft
1 tesk. sjávarsalt
2 dl. súrmjólk
1 matsk. agave síróp
1 dl. goji ber
1 dl. möndluflögur

Hnoðið deigið lauslega saman. Ef það er of þykkt má bæta örlítð meiri súrmjólk eða vatni við. Bætið goji berjum og mödluflögum saman við og mótið aflangt brauð. Bakið við 175°C í 30-35 mínútur. Leyfið brauðinu að kólna í um 30 mínútur áður en það er skorið í sneiðar.

miðvikudagur, 28. ágúst 2013

Gerlaust focaccia brauð

Gerlaust ítalskt brauð

4 dl. spelt
2 tesk. lyftiduft
1 tesk. sjávarsalt
1/2 dl. olía
1 1/2 dl. súrmjólk
1 dl. rifinn parmesan ostur
1/2 dl. söxuð steinselja
1 rautt chili, smátt saxað
4 hvítlauksrif, smátt söxuð

Allt hráefnið sett í hrærivélarskál og hrært saman. Gætið þess að hræra ekki of lengi.
Deigið sett í ferkantað bökunarpappírsklætt form, ca. 20 x 20 sm, og þrýst ofan á deigið með fingrunum svo að myndist holur. Hellið 2-3 matsk. af ólífuolíu yfir deigið og stráið sjávarsalti og svörtum pipar yfir. Bakað við 200° í 15-20 mínútur.

mánudagur, 26. ágúst 2013

Hrökkbrauð

Þessi uppskrift kemur úr bókinni Lág kolvetna lífsstíllinn.

1 dl. sesamfræ
1 dl. graskersfræ
1 dl. sólblómafræ
1,5 dl. hörfræ
1 tesk. sjávarsalt
3 dl. sjóðandi vatn

Öllum fræjunum og saltinu blandað saman og vatninu hellt yfir. Látið standa í 30 mínútur. Sett í þunnt lag á bökunarpappírsklædda plötu og bakað við 120° í tvær klukkustundir.
Brotið eða skorið með pizzaskera í hæfilega bita.

miðvikudagur, 3. júlí 2013

Rúgbrauð


7 1/2 dl. rúgmjöl
3 1/2 dl. spelt
1 matsk. sjávarsalt
2 1/2 tesk. matarsódi
1 dl. pálmasykur
1/2 dl. agave sýróp
5-7 dl. AB mjólk

Deigið hrært saman i höndum og sett í tvö smurð og bökunarpappírsklædd form. Formunum lokað með álpappír og brauðin bökuð við 100°C í 7 klukkustundir.

Gott er að setja baksturinn af stað 7 tímum áður en farið er að sofa, slökkva þá á ofninum og láta standa í ofninum yfir nótt.

mánudagur, 14. janúar 2013

Fimmkornabrauð

Lyftiduftsbrauð 4 dl. spelt
1 dl. rúgmjöl
1 dl. fimmkorna blanda
3 tesk. lyftiduft
1 tesk. sjávarsalt
1,5 dl. sjóðandi vatn
2 dl. ab mjólk eða súrmjólk
2 matsk. olía

Blandið þurrefnum vel saman í skál. Setjið vatnið, ab mjólkina og olíuna saman við og hrærið þar til allt hefur blandast vel. Setjið deigið í papírsklætt form stráið 2-3 matskeiðum af kornum yfir og bakið brauðið við 200° í 25-30 mínútur.

mánudagur, 6. ágúst 2012

Gerlausar bollur

Bollur með lyftidufti 300 gr. spelt
100 gr. haframjöl
3 tesk. lyftiduft
1 tesk. sjávarsalt
60 gr. sólblómafræ
30 gr. sesamfræ
4-5 dl. AB mjólk
1 matsk. olía

Setjið allt hráefnð í skál og hrærið saman þar til úr verður frekar þykkt deig. Mótið 9 bollur úr deiginu, stráið örltlu af sólblómafræjum á hverja bollu og bakið við 200° í 25 minútur.

sunnudagur, 12. febrúar 2012

Döðlubrauð með banana

Banana og döðlubrauð 250 gr. döðlur
1 bolli sjóðandi vatn
2 bananar, stappaðir
1/2 dl. olía
2 egg
250 gr. spelt
2 tesk. lyftiduft

Hellið sjóðandi vatninu yfir döðlurnar og látið standa í um hálfa klukkustund. Blandið öllum hráefnunum saman í stórri skál og hrærið vel saman með sleif. Athugið að vatnið af döðlunum á að fara út í deigið.
Setjið deigið í vel smurt formkökuform (gott er að klæða botninn með bökunarpappír) og bakið við 180° í 50-60 mínútur.

miðvikudagur, 12. janúar 2011

Tehleifur

Tekaka
1 tepoki
3 dl. sjóðandi vatn
300 gr. rúsínur (eða blandaðir þurkaðir ávextir, smátt skornir)
2 egg
150 gr. púðursykur
225 gr. hveiti
1 tesk. lyftiduft
1 tesk. kanell

Hellið vatninu yfir tepokann og látið standa í 5 mínur. Takið tepokann úr, hellið teinu yfir rúsínurnar og látið standa í nokkra klukkutíma eða yfir nótt.
Hrærið púðursykrinum og eggjunum vel saman við rúsínurnar og blandið að lokum hveitinu, lyftiduftinu og kanelnum saman við.
Hellið deiginu í smurt form og bakið við 180° í 1 1/2 klukkustund eða þar til brauðið er bakað. Kælið í forminu í 10 mínútur áður en það er tekið úr.
Borðið með smjöri og athugið að best er brauðið þegar það hefur fengið að bíða í einn sólarhring.

miðvikudagur, 7. október 2009

Naan brauð

Nan brauð 2 dl. mjólk
2 matsk. sykur
1 poki þurrger
600 gr. hveiti
1 tesk. salt
2 tesk. lyftiduft
4 matsk. olía
2 dl. jógúrt eða ab mjólk

Hnoðið deigið vel saman og látið lyfta sér í ca. 1 klukkustund. Skiptið því þá í 10 hluta, hnoðið lítillega og fletjið frekar þunnt út. Bakið við 275° í 5-7 mínútur. Ef vill má pensla brauðin með bræddu smjöri og strá á þau örlitlu grófu salti.

sunnudagur, 3. maí 2009

Skonsur

Pönnuskonsur 5 dl. hveiti eða spelt
2 1/2 tesk. lyftiduft
1/2 tesk. salt
4-5 dl. mjólk
1 egg
3 matsk. olía

Setjið þurrefnin í skál og hrærið 4 dl. af mjólk saman við svo að úr verði kekkjalaust deig. Hrærið egginu og matarolíunni saman við og bætið við meiri mjólk ef deigið er of þykkt. Bakið skonsurnar á pönnukökupönnu, notið 1-2 dl. af deigi í hverja köku.

sunnudagur, 12. apríl 2009

Skonsumúffur

Skonsumuffins
8 dl. hveiti
1/2 tesk. salt
1 tesk. sykur
1 matsk. lyftiduft
1 dl. ólífuolía
4 dl. mjólk

Allt hrært saman í hrærivél. Deigið er mjög þykkt svo að ekki er hægt að hræra það í höndum. Sett í muffinsform og bakað við 250°C í 15 mínútur.
Úr uppskriftinni eiga að koma 12 stykki.

mánudagur, 6. apríl 2009

Bananabrauð

Amerískt bananabrauð
2 egg
3 bananar
1/2 bolli pálmasykur
1/2 bolli matarolía
2 bollar spelt
1 1/2 tesk. lyftiduft
1/2 tesk. matarsódi
1/4 tesk. kanell
1/2 bolli saxaðar valhnetur

Hrærið saman í höndum egg, stappaða banana, olíu og sykur. Blandið þurrefnunum saman við og að lokum söxuðum valhnetum. Sett í smurt form og bakað við 180° í ca. 50-60 mínútur.
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...