Sýnir færslur með efnisorðinu Breskir réttir. Sýna allar færslur
Sýnir færslur með efnisorðinu Breskir réttir. Sýna allar færslur

miðvikudagur, 12. janúar 2011

Tehleifur

Tekaka
1 tepoki
3 dl. sjóðandi vatn
300 gr. rúsínur (eða blandaðir þurkaðir ávextir, smátt skornir)
2 egg
150 gr. púðursykur
225 gr. hveiti
1 tesk. lyftiduft
1 tesk. kanell

Hellið vatninu yfir tepokann og látið standa í 5 mínur. Takið tepokann úr, hellið teinu yfir rúsínurnar og látið standa í nokkra klukkutíma eða yfir nótt.
Hrærið púðursykrinum og eggjunum vel saman við rúsínurnar og blandið að lokum hveitinu, lyftiduftinu og kanelnum saman við.
Hellið deiginu í smurt form og bakið við 180° í 1 1/2 klukkustund eða þar til brauðið er bakað. Kælið í forminu í 10 mínútur áður en það er tekið úr.
Borðið með smjöri og athugið að best er brauðið þegar það hefur fengið að bíða í einn sólarhring.

fimmtudagur, 12. febrúar 2009

Flapjacks

Hafrakökur 175 gr. smjör
75 gr. pálmasykur
2 matsk. agave síróp
225 gr. haframjöl
50 gr. kókosmjöl

Bræðið smjör, síróp og púðursykur saman í potti við vægan hita. Blandið haframjölinu og kókosmjölinu saman við með sleif og hrærið þar til allt hefur blandast vel.
Setjið blönduna í form og bakið við 180° í 20 mínútur.
Látið kökuna kólna alveg í forminu áður en hún er skorin í bita.

föstudagur, 25. apríl 2008

Eton mess

Brotinn marens með jarðarberjum 400 gr. jarðarber
1 matsk. appelsínulíkjör
1/2 líter rjómi
100 gr. marens

Jarðarberin skorin í bita, líkjörnum hellt yfir og látið standa í smá stund. Rjóminn þeyttur, jarðarberjunum blandað saman við og að lokum er marensinn mulinn gróft saman við.
Best er að borða eftirréttinn strax og marensinn hefur verið settur í því hann verður fljótt linur.

þriðjudagur, 25. mars 2008

Banoffee pie

Banana og karamellu kaka
Botn:
250 gr. hveiti
125 gr. smjör
50 gr. sykur
1 egg
Allt hráefnið sett í matvinnsluvél. Deigið kælt í um klukkustund, síðan flatt út og sett í bökudisk. Bakað með fargi (t.d. þurrum baunum eða hrísgrjónum) við 180° í 20 mínútur.

Fylling:
1 dós niðursoðin mjólk (condensed milk)
3 bananar
3 dl. rjómi
Mjólkurdósin sett í pott með sjóðandi vatni og soðin í 3 klukkustundir. Gætið þess að vatnið fljóti yfir dósina allan tímann. Látið kólna lítillega og innihaldinu síðan smurt yfir botninn. Bananarnir skornir í sneiðar og raðað yfir. Rjóminn þeyttur og dreift yfir og að síðustu er örlitlu kakódufti stráð yfir.

fimmtudagur, 10. janúar 2008

Kedgeree

Reykt ýsa með hrísgrjónum
800 gr. reykt ýsa
1 bolli hrísgrjón (basmati)
1 dl. söxuð steinselja
4 harðsoðin egg

Karrýsósa
25 gr. smjör
4 skalotlaukar, smátt saxaðir
ca. 3 sm. biti engifer, rifinn
2 hvítlauksrif, söxuð
1/2 tesk. turmerik
1/2 tesk. cumin
1 tesk. karrý
1 tesk. fennelfræ
örlítið saffron
2 dl. fisksoð
3 dl. rjómi
salt og pipar

Sjóðið hrísgrjónin.
Mýkið lauk, hvítlauk og engifer í smjörinu. Bætið kryddinu í og eldið áfram í 1 mínútu. Bætið fisksoðinu í og sjóðið niður um helming. Bætið þá rjómanum í og látið sjóða í nokkrar mínútur. Maukið sósuna.
Sjóðið fiskinn í um 5 mínútur. Takið hann í frekar litla bita og blandið honum saman við sósuna ásamt steinseljunni. Setjið hrísgrjónin á fat eða í skál, hellið sósunni og fiskinum yfir og dreifið söxuðum harðsoðnum eggjum yfir. Gott að bera fram með mango chutney.
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...