Sýnir færslur með efnisorðinu Fiskréttir. Sýna allar færslur
Sýnir færslur með efnisorðinu Fiskréttir. Sýna allar færslur

laugardagur, 22. ágúst 2015

Spaghetti með smokkfisk og chili

Pasta með smokkfisk og chili 500 gr. smokkfiskur (notið heila boli - ekki hringi)
4 rauð chili
8 stór hvítlauksrif
1 búnt basilíka
50 gr. smjör
4 matsk. ólífuolía
400 gr. spaghetti
salt og svartur pipar

Sjóðið spaghetti samkvæmt leiðbeiningum á pakka. Geymið 1 dl. af soðvatninu til að bæta út í réttinn.

Saxið chili og hvítlauk smátt (hreinsið fræin úr chilinu) og eldið við vægan hita í smjörinu og olíunni í nokkrar mínútur. Gætið þess vel að hvítlaukurinn brúnist ekki. Skerið smokkfiskinn í bita og bætið honum á pönnuna ásamt basilíkunni. Hækkið hitann og eldið í 1-2 mínútur eða þar til smokkfiskurinn er eldaður.

 Bætið spaghettinu saman við ásamt soðvatninu og blandið vel saman. Bragðbætið með salti og pipar og berið réttinn fram með fersku salati og góðu brauði.

Á Ítalíu tíðkast ekki að borða parmesan ost með sjávarréttum en okkur finnst það mjög gott og mælum með rifnum parmesan osti með þessum rétti!

fimmtudagur, 20. ágúst 2015

Fiskur með fimm krydda blöndu og núðlum

Ýsa með fimm krydda blöndu og núðlum Fiskur:
800 gr. ýsuflök
2 tesk. fimm krydda blanda (Chinese five spice)
1 tesk. salt
2 matsk. hveiti  

Núðlur:
400 gr. hrísgrjónanúðlur, soðnar samkvæmt leiðbeiningum á pakka
4 matsk. sesamolía
2 matsk. sojasósa
3 matsk. hrásykur
2 dl. ostrusósa
1 rautt chili
4 sm. ferskur engifer
4 hvítlauksrif
8 vorlaukar

Blandið saman hveiti, fimm krydda blöndu og salti. Skerið fiskinn í litla bita, veltið honum upp úr hveitiblöndunni og steikið á pönnu.

Skerið hvítlauk, chili, engifer og vorlauk í þunnar sneiðar og steikið í nokkrar mínútur. Blandið saman sesamolíu, sojasósu, hrásykri og ostrusósu og hellið yfir grænmetið. Bætið núðlunum saman við og blandið vel saman.

Setjið núðlurnar í fat eða á disk, raðið fiskstykkjunum yfir og berið fram.

föstudagur, 31. júlí 2015

Saltfiskur í saffransósu

Saltfiskur í saffran sósu
1 kg. saltfiskhnakkar
1 laukur
1 rautt chili, fræhreinsað og skorið smátt
1 gr. saffran
5 dl. rjómi
1 dl söxuð steinselja
Salt og pipar

Saxið laukinn smátt og mýkið á pönnu. Bætið chilinu saman við ásamt rjómanum og saffraninu. Látið sjóða í nokkrar mínútur og bragðbætið með salti og pipar. Ef sósan er of þykk má bæta í hana meiri rjóma eða mjólk. Hrærið að lokum steinseljunni saman við og haldið sósunni heitri meðan fiskurinn er steiktur.

Roðflettið fiskinn og skerið í bita. Veltið bitunum upp úr hveiti og steikið á vel heitri pönnu í ca. 2 mínútur á hvorri hlið eða þar til fiskurinn er steiktur í gegn. Gætið þess að ofelda fiskinn ekki.

Setjið sósuna í djúpt fat og leggið fiskbitana ofan á. Stráið örlitlu af saxaðri steinselju yfir réttinn áður en hann er borinn fram.

laugardagur, 11. júlí 2015

Saltfiskur frá Spáni

Spænskur saltfiskur800 gr. saltfiskur
1 laukur
4 hvítlauksrif
1 rauð paprika
200 gr. frosnar grænar baunir
2 dósir niðursoðnir tómatar
1 matsk. hunang
4 harðsoðin egg
1 dl. söxuð steinselja
salt og pipar

Steikið lauk ásamt papriku og hvítlauk í olíu þar til laukurinn er orðinn glær. Tómötunum bætt á pönnuna og látið sjóða vel saman þar til sósan þykknar. Bætið þá hunanginu saman við og bragðbætið með salti og pipar.

Veltið fisknum upp úr hveiti og steikið í heitri olíu. Setjið fiskstykkin í sósuna, raðið eggjabátum ofan á og stráið saxaðri steinselju yfir.

Borið fram með góðu brauði og salati.

laugardagur, 7. mars 2015

Saltfiskur með humarhölum

saltfiskur með humar
1 kg. saltfiskhnakkar
500 gr. skelflettir humarhalar
5 hvítlauksrif
150 gr. smjör
2 dl. söxuð steinselja

Skerið saltfiskinn í bita og veltið honum upp úr hveiti. Léttsteikið bitana þar til þeir eru eldaðir í gegn og setjið á djúpan framreiðsludisk. Bræðið smjörið við vægan hita og setjið saxaðan hvítlauk og humar saman við. Eldið við vægan hita þar til humarinn er eldaður en gætið þess að hvítlaukurinn brúnist ekki. Blandið steinseljunni saman við og hellið yfir saltfiskbitana.

Berið fram með góðu brauði og salati

þriðjudagur, 10. febrúar 2015

Litríkur plokkfiskur

Plokkfiskur 500 gr. soðinn fiskur (má vera saltfiskur)
750 gr. soðnar kartöflur
1 blaðlaukur
4 hvítlauksrif
1 rautt chili
75 gr. smjör
3 matsk. hveiti eða spelt
1 tesk. turmerik
5 dl. mjólk
salt og pipar

Skerið blaðlaukinn í sneiðar og mýkið á pönnu í smjörinu. Gætið þess að laukurinn brúnist ekki. Hrærið hveitinu saman við og látið malla í nokkrar mínútur. Bætið þá turmerikinu við ásamt mjólkinni. Komið upp suðu, setjið hvítlauk og chili saman við og látið sjóða í 5-10 mínutur. Ef jafningurinn verður of þykkur bætið þá við meiri mjólk. Bragðbætið með salti og pipar og blandið fiskinum saman við. Skerið kartöflurnar í bita og bætið þeim að lokum út í. Hitið varlega þar til kartöflurnar eru heitar í gegn.

Dreifið saxaðri steinselju yfir og berið fram með rúgbrauði og smjöri.

fimmtudagur, 29. janúar 2015

Laxabaka

Baka með laxi Botn:
1 bolli spelt eða hveiti
80 gr. smjör
3 matsk. súrmjólk eða AB mjólk
2 matsk. sesamfræ
1 tesk. sjávarsalt  

Fylling:
250 gr. eldaður lax
1 blaðlaukur
100 gr. fetaostur
3 egg
1 dl. rjómi
1/2 tesk. svartur pipar

Hrærið saman allt sem á að fara í bökudeigið og fletjið út í bökudisk. Bakið botninn við 175° í 30 mínútur.

Brjótið laxinn í bita og leggið ofan á bökubotninn. Skerið blaðlaukinn í sneiðar og mýkið á pönnu en gætið þess að hann brúnist ekki. Hrærið saman eggjum, rjóma, fetaosti, blaðlauk og pipar og hellið yfir laxinn.

Bakið við 175° í ca. 30 mínútur.

sunnudagur, 29. desember 2013

Grafinn silungur


1.5 kg. silungsflök með roði
10 matsk. sjávarsalt
5 matsk. sykur
1 matsk. dillfræ
2 matsk. fennelfræ
1 tesk. fenugreek fræ (má sleppa)
1 tesk. sinnepsfræ
2 matsk. þurrkað dill
1 tesk. svartur pipar

4-5 matsk. þurrkað dill til að strá yfir fiskinn

Setjið dillfræ, fennelfræ, fenugreek fræ og sinnepsfræ í mortel og merjið. Blandið saman salti, sykri, mörðu kryddfræjunum, dilli og svörtum pipar. Raðið silungsflökunum í eldfast mót eða bakka með roðhliðina niður og stráið kryddblöndunni yfir. Látið standa í kæli í 12-24 klukkustundir, eftir þvi hvað flökin eru stór. Skolið kryddblönduna af silungsflökunum, þerrið þau vel og leggið þau aftur í fatið. Gætið þess að hreinsa alla kryddblöndu úr fatinu áður. Dreifið vel af durrkuðu dilli yfir flökin og látið standa í kæli í nokkrar klukkustundir.

Berið fram með graflaxsósu

laugardagur, 12. október 2013

Kókossúpa með rækjum

Rækjusúpa með kókos

1 laukur
1 rauð paprika
3 gulrætur
1 sellerístöngull
2 hvítlauksrif
2 matsk. engifer
1 tesk. tælenskt grænt karrýmauk
1/2 líter vatn
2 1/2 dl. rjómi
2 dósir kókosmjólk
1-2 tesk. sósujafnari
1-2 fiskiteningar
1 matsk. fiskisósa
500 gr. rækjur
2 avocado
safi úr hálfu lime
salt og pipar
saxað koriander

Skerið grænmetið smátt og mýkið í olíu í 3-4 mínútur. Bætið karrýmaukinu við og síðan vatninu, rjómanum og kókosmjólkinni. Látið sjóða við vægan hita í 5 mínútur og þykkið síðan súpuna með sósujafnaranum. Bætið muldum fiskiteningunum, fiskisósunni og lime safanum í súpuna og bragðbætið með salti og pipar ef þarf. Setjið rækjurnar út í og hitið að suðu. Athugið að súpan á ekki að sjóða eftir að rækjurnar eru komnar út í hana. Að lokum er avocadoið skorið í litla bita og sett út í súpuna og koriander stráð yfir.

laugardagur, 7. september 2013

Bessastaðaýsa

800 gr. ýsuflök
400 gr. rækjur
2 1/2 dl. hrísgrjón
1 dl.majones
1 matsk. karrý (eða eftir smekk)
1 peli rjómi
150 gr. rifinn ostur
salt og pipar

Sjóðið hrísgrjónin og setjið til hliðar. Skerið fiskinn í bita, raðið honum í eldfastan disk og bakið við 180° í 10-15 mínútur. Þetta er gert til að rétturinn verði ekki of blautur. Setjið hrísgrjónin í eldfast mót, raðið elduðum fiskinum ofan á og dreifið rækjunum yfir. Atugið að það er betra að afþýða rækjurnar fyrst. Hrærið saman rjóma, majonesi og karrý og bragðbætið með salti og pipar eftir þörfum. Hellið sósunni yfir fiskinn og dreifið rifna ostinum yfir. Bakið við 180° í ca. 15. mínútur eða þar til osturinn er fallega brúnaður.

miðvikudagur, 21. ágúst 2013

Djúpsteiktur fiskur

Djúpsteiktur þorskur - Djúpsteikt ýsa 750 gr. ýsa eða þorskur
safi úr hálfri sítrónu
3 dl. spelt eða hveiti
1 tesk. sjávarsalt
1 matsk. karrý
2 dl. mjólk
2 egg
1 matsk. matarolía

 Blandið saman spelti, kryddi, mjólk, eggjum og olíu og hrærið kekkjalausan jafning. Látið bíða í 15 - 20 mínútur. Skerið fiskinn í frekar litla bita og dreypið sítrónusafanum yfir. Veltið fiskstykkjunum upp úr jafningnum og djúpsteikið í heitri olíu þar til fiskurinn er ljósbrúnn og stökkur að utan og eldaður í gegn (tekur 3-4 mínútur). Gætið þess að steikja ekki of mörg stykki í einu því þá getur olían kólnað. Takið fiskinn upp úr með gataspaða og leggið á eldhúspappír áður en hann er borinn fram.

sunnudagur, 18. nóvember 2012

Fiskikarrý

Tælenskur fiskréttur 800 gr. hvítur fiskur
2 matsk. olía
1 matsk. tælenskt grænt karrýmauk
3 hvítlauksrif
1 rautt chili
1 grasker (Butternut squash)
1 blaðlaukur
2 dósir kókosmjólk
1 matsk. fiskisósa
safi úr hálfu lime

Hitið olíuna á pönnu og steikið karrýmaukið í um eina mínútu. Hellið kókosmjólkinni út á pönnuna og hrærið þar til karrýmaukið hefur samlagast henni. Saxið þá hvítlaukinn og chilið smátt (fjarlægið fræin úr chilinu) og blandið saman við ásamt fiskisósunni. Látið sjóða í nokkrar mínútur og bætið þá graskerinu afhýddu og í litlum bitum saman við ásamt blaðlauknum í sneiðum. Látið sjóða undir loki í 20 mínútur eða þar til graskerið er meyrt. Hrærið þá limesafanum saman við, bragðbætið með salti og pipar ef þarf og leggið að lokum fiskinn í litlum bitum ofan á. Látið sjóða í um 5 mínútur eða þar til fiskurinn er eldaður í gegn.
Berið fram með hrísgrjónum og söxuðu koriander.

miðvikudagur, 2. nóvember 2011

Fanneyjarfiskur

Fiskur með tómatsósu

Þetta er uppáhaldsfiskrétturinn á heimilinu.

1 bolli hrísgrjón
800 gr. ýsuflök
1 dós niðursoðnir tómatar
1 dl. majones
2 tesk. karrý
1 tesk. sjávarsalt
150 gr. rifinn ostur

Sjóðið hrísgrjónin og passið að salta þau því annars getur rétturinn orðið bragðdaufur. Skerið fiskinn í bita, saltið og piprið og bakið við 180° í 15 mínútur. Maukið tómatana (og safann) ásamt majonesi, karrý og salti. Setjið hrísgrjónin í eldfast mót, raðið fiskinum yfir, hellið því næst sósunni yfir og dreifið að lokum rifna ostinum yfir allt. Bakið við 200° í 15 mínútur eða þar til osturinn er bráðinn og farinn að brúnast.
Berið fram með soðnum kartöflum og salati.

laugardagur, 24. janúar 2009

Spaghetti með kræklingi

Kræklingur í tómatsósu
Uppskriftin er fyrir tvo

250 gr. spaghetti
450 gr. kræklingur í skel
1 laukur
4 hvítlauksrif
1 dós niðursoðnir tómatar eða 500 gr. ferskir tómatar
2 matsk. tómatpuree
1 búnt steinselja, smátt söxuð
salt og pipar

Saxið laukinn smátt og merjið hvítlaukinn. Mýkið í ólífuolíu í ca. 5 mínútur. Bætið þá tómötunum á pönnuna og sjóðið við vægan hita í ca. 15 mínútur. Ef notaðir eru ferskir tómatar þarf að taka af þeim hýðið og saxa þá gróft. Bætið þá kræklingnum við og látið sjóða undir loki í ca. 5 mínútur. Að lokum helmingnum af steinseljunni hrært saman við ásamt soðnu spaghettinu, restinni af steinseljunni er svo stráð yfir réttinn áður en hann er borinn fram.

miðvikudagur, 6. ágúst 2008

Rækju saganaki

Rækjur með fetaosti
400 gr. risarækja (einnig má nota smærri rækjur)
6 tómatar
1/2 tesk. cayenne pipar
2 matsk. ólífuolía
100 gr. feta ostur
salt, pipar og sykur eftir smekk

Tómatarnir afhýddir, skornir í bita og eldaðir á pönnu ásamt ólífuolíu og kryddi þar til þeir eru orðnir að þykkri sósu.
Rækjurnar settar í eldfast mót, sósunni hellt yfir og bakað við 200° í 10 mínútur - skemur ef notuð er smærri rækja. Osturinn skorinn í bita og dreift yfir, sett undir heitt grill í ca. 5 mínútur.

sunnudagur, 23. mars 2008

Innbakaður lax

Lax í smjördeigi
1 - 2 pk. smjördeig
800 gr. lax
1 box sveppir
1 gul paprika
1 blaðlaukur
1/2 - 1 gráðostur
salt, pipar og dill
1 egg til að pensla með

Smjördeigið flatt út og skorið í hæfilega stórar arkir fyrir hvert laxastykki. Laxinn hreinsaður, skorinn í bita og settur ofan á smjördeigið. Sveppir, blaðlaukur og paprika skorið í bita, steikt á pönnu og sett ofan á laxinn. Ofan á grænmetið er svo mulinn gráðostur og að lokum kryddað. Að síðustu er smjördeigið brotið saman og lokað.
Penslað með eggi og bakað við 200° í 25-30 mín.

fimmtudagur, 28. febrúar 2008

Gambas Pil Pil

Spænskur rækjuréttur
400 gr. risarækja
1 dl. ólífuolía
4 hvítlauksrif
1/2 rautt chilli

Chilli saxað smátt og hvítlaukur skorinn í sneiðar. Olían hituð á pönnu og rækjurnar settar á pönnuna. Chilli og hvítlaukur sett út á og steikt þar til rækjurnar eru eldaðar í gegn.
Borið fram með góðu brauði.

þriðjudagur, 19. febrúar 2008

Indverskur fiskréttur


1 kg. fiskflök
2 laukar í bitum
Fiskurinn skorinn í bita og lagður í smurt eldfast mót, laukurinn ofan á.

Sósa:
2 tesk. sykur
1/2 tesk. salt
1/4 tesk. pipar
2 tesk. karrý
3 tesk. sinnep
2 matsk. matarolía
2 matsk. borðedik
1 peli rjómi
Öllu blandað saman og hellt yfir fiskinn. Bakað í um 30 mín. við 200°.

þriðjudagur, 22. janúar 2008

Fiskisúpa Fanneyjar

Fiskisúpa
2 laukar
4 hvítlauksrif
2 sætar kartöflur
1 brokkolihöfuð
1 pk. minimais
1 paprika
1 dós tómatar
2 matsk. karrý
2 matsk. mango chutney
1.3 lítrar vatn
2 fiskitengingar
1 dós kókosmjólk
500 gr. ýsa eða lax
100 gr. rækjur

Grænmetið skorið smátt og mýkt ásamt karrýinu í ólífuolíu. Tómötunum + safa hellt yfir, mango chutney, vatn og fiskkraftur sett út í og látið sjóða í ca. 15 mín.
Kókosmjólkinni bætt út í súpuna.
Fiskurinn skorinn í litla bita, settur út í súpuna og látið sjóða í 2-3 mínútur. Að lokum er rækjunum bætt út í og hitað að suðu.

fimmtudagur, 10. janúar 2008

Kedgeree

Reykt ýsa með hrísgrjónum
800 gr. reykt ýsa
1 bolli hrísgrjón (basmati)
1 dl. söxuð steinselja
4 harðsoðin egg

Karrýsósa
25 gr. smjör
4 skalotlaukar, smátt saxaðir
ca. 3 sm. biti engifer, rifinn
2 hvítlauksrif, söxuð
1/2 tesk. turmerik
1/2 tesk. cumin
1 tesk. karrý
1 tesk. fennelfræ
örlítið saffron
2 dl. fisksoð
3 dl. rjómi
salt og pipar

Sjóðið hrísgrjónin.
Mýkið lauk, hvítlauk og engifer í smjörinu. Bætið kryddinu í og eldið áfram í 1 mínútu. Bætið fisksoðinu í og sjóðið niður um helming. Bætið þá rjómanum í og látið sjóða í nokkrar mínútur. Maukið sósuna.
Sjóðið fiskinn í um 5 mínútur. Takið hann í frekar litla bita og blandið honum saman við sósuna ásamt steinseljunni. Setjið hrísgrjónin á fat eða í skál, hellið sósunni og fiskinum yfir og dreifið söxuðum harðsoðnum eggjum yfir. Gott að bera fram með mango chutney.
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...