Sýnir færslur með efnisorðinu Grænmetisréttir. Sýna allar færslur
Sýnir færslur með efnisorðinu Grænmetisréttir. Sýna allar færslur

laugardagur, 20. ágúst 2016

Fyllt paprika með kínóa

Fylltar paprikur með kínóa
5 paprikur
3/4 bolli kínóa
1 dós svartar baunir (eða aðrar baunir eftir smekk)
200 gr. maisbaunir
1 blaðlaukur
300 gr. salsa sósa (1 krukka)
1 tesk. cumin
1 tesk. turmerik
1 tesk. paprikuduft
Salt og svartur pipar

Sjóðið kínóað í 1 1/2 bolla af vatni þar til það er mjúkt. Setjið það í stóra skál ásamt baunum, maisbaunum, söxuðum blaðlauk, sósu og kryddi.

Skerið paprikurnar í tvennt og hreinsið kjarnann og fræin úr þeim. Raðið þeim í smurt eldfast mót og skiptið fyllingunni á milli þeirra.

Setjið álpappír yfir mótið og bakið við 200° í 50 mínútur. Takið álpappírinn af mótinu og bakið áfram í 10 mínútur. Berið fram með góðu salati og sýrðum rjóma.

þriðjudagur, 16. ágúst 2016

Smjördeigsbaka með penne pasta og mascarpone osti

Penne pastabaka með mascarpone osti 320 gr. smjördeig
300 gr. penne pasta
250 gr. mascarpone ostur
60 gr. rifinn parmesan ostur
80 gr. smjör
250 gr. sveppir
1 stór blaðlaukur
1 rautt chili
salt og svartur pipar

Byrjið á að sjóða pastað um tveimur mínútum skemur en sagt er til á pakkanum.

Skerið sveppi og blaðlauk í sneiðar og steikið við vægan hita í smjörinu. Setjið smátt saxað chili saman við og blandið grænmetinu saman við mascarpone ostinn. Bætið helmingnum af rifna parmesan ostinum saman við ásamt pastanu og bragðbætið með salti og pipar.

Fletjið smjördeigið þunnt út og setjið í 24 sm smelluform. Pikkið deigið með gaffli og hellið pastafyllingunni í deigskelina. Dreifið afganginum af rifna parmesan ostinum yfir og brjótið hliðarnar á smjördeiginu yfir fyllinguna. Bakið við 200° í um 30 mínútur.

Berið fram með góðu salati og rifnum parmesan osti.

laugardagur, 21. maí 2016

Blaðlauksbaka með cheddar osti

Blaðlauksbaka með cheddar osti
Botn:
1 bolli hveiti
80 gr. smjör
3 matsk. ab mjólk eða súrmjólk
1/2 tesk. salt

Fylling:
2 blaðlaukar
50 gr. smjör
4 egg
1 dl. kotasæla
1 dl. rjómi
50 gr. rifinn cheddar ostur
salt og pipar

Mylsna ofan á:
75 gr. rifinn cheddar ostur
25. gr. brauðmylsna
25 gr. heslihnetuflögur

Hnoðið saman hveiti smjör og ab mjólk - gott er að gera þetta í hrærivél eða matvinnsluvél. Fletjið deigið út í bökudisk og bakið undir fargi við 175° í 30 mínútur.

Skerið blaðlauk í sneiðar og steikið í smjörinu við vægan hita þar til blaðlaukurinn er mjúkur. Hrærið saman eggjum, rjóma, kotasælu og rifnum cheddar osti. Bragðbætið með salti og pipar og blandið blaðlauknum saman við. Setjið fyllinguna í bökubotninn og bakið við 175° í 20 mínútur.

Blandið saman rifnum cheddar osti, brauðmylsnu og heslihnetuflögum og dreifið yfir bökuna. Bakið áfram við 175° í 20 mínútur.

sunnudagur, 1. maí 2016

Katalónsk graskerssúpa

Spænsk graskerssúpa 500 gr. eldað grasker
3 perur
1 laukur
25 gr. smjör
2 matsk. ólífuolía
1/2 l. vatn eða grænmetissoð
100 gr. heslihnetur
100 gr. sykur
100 gr. gráðostur
salt og pipar

Saxið laukinn smátt, afhýðið perurnar og skerið þær í bita. Steikið lauk, perur og grasker við vægan hita í smjörinu og olíunni í um 10 mínútur. Bætið vatni eða soði við og sjóðið í um 15 mínútur. Kryddið með salti og pipar og maukið súpuna.

Heslihnetupralín:
Setjið heslihnetur og sykur á pönnu og hitið varlega þar til sykurinn bráðnar og verður að karamellu. Hellið blöndunni á bökunarpappír og látið kólna. Þegar blandan er orðin köld er hún söxuð gróft.

Berið súpuna fram heita og setjið í hverja skál mulinn gráðost og heslihnetupralín. Dreifið að lokum nokkrum dropum af góðri ólífuolíu yfir hvern disk.

laugardagur, 16. apríl 2016

Tortilla Española - Spænsk eggjakaka

/>
4 stórar kartöflur
1 laukur
4 egg
1/2 - 1 líter ólífuolía
Sjávarsalt eftir smekk

Afhýðið kartöflurnar, skerið þær í tvennt og síðan í þunnar sneiðar. Skerið laukinn í tvennt og síðan í þunnar sneiðar.

Ólífuolíunni hellt í pott, kartöflurnar settar út í kalda olíuna, hitað að suðu og látið sjóða við vægan hita í 10 mínútur. Lauknum bætt við og soðið áfram í 10 mínútur. Blöndunni hellt í sigti og látið standa þar til olían hefur runnið vel af. Geymið olíuna því hana má vel nota aftur.

Brjótið eggin í skál, hrærið þau lauslega saman og saltið. Blandið kartöflunum og lauknum saman við og hellið blöndunni á djúpa ca. 20 sm. víða pönnu. Eldið eggjakökuna við vægan hita þar til eggin eru nánast alveg hlaupin. Þá er eggjakökunni snúið við og hún steikt á hinni hliðinni.

Tortillan er góð bæði heit og köld.

laugardagur, 16. janúar 2016

Afrísk hnetusúpa

Afrísk hnetusúpa
1 laukur
2 hvítlauksrif
1 rautt chili (fræhreinsað)
2 matsk. rifinn engifer
2 dósir saxaðir niðursoðnir tómatar
2 dl. hnetusmjör (gjarna gróft)
1 sæt kartafla, afhýdd og smátt söxuð
1/2 líter vatn eða soð
salt og pipar

Ofan á:
1 1/2 dl. saxaðar kasjúhnetur
1 rautt chili, smátt saxað
1 dl. söxuð steinselja
1/2 dl. ólífuolía

Saxið lauk, hvítlauk og chili og mýkið á pönnu ásamt rifna engifernum. Hellið tómötunum út í og látið sjóða. Blandið þá hnetusmjörinu saman við og hrærið þar til það hefur samlagast. Hellið vatninu út í ásamt sætu kartöflunni og látið sjóða við vægan hita í 20-30 mínútur. Bragðbætið með salti og pipar eftir smekk. Ef súpan er of þykk má þynna hana með meira vatni.

Blandið saman kasjúhnetum, chili, steinselju og olíu og berið fram með súpunni.

mánudagur, 16. nóvember 2015

Laukbaka

Laukbaka Botn:
1 bolli hveiti
80 gr. smjör
3 matsk. súrmjólk eða rjómi

Fylling:
4 laukar
4 hvítlauksrif
1 tesk. svartur pipar
1/2 tesk. þurrkað timian
1 bolli rifinn ostur
4 egg
2,5 dl. rjómi
1 matsk. hveiti
1 tesk. sjávarsalt
1/2 tesk. Dijon sinnep

Hnoðið saman hveiti smjör og súrmjólk - gott er að gera þetta í hrærivél eða matvinnsluvél. Fletjið deigið út í bökudisk og bakið undir fargi við 175° í 30 mínútur.

Saxið lauk og hvítlauk og steikið við vægan hita þar til laukurinn er mjúkur. Kryddið með möluðum pipar og timian.

Dreifið ostinum og lauknum yfir bökubotninn. Þeytið egg, rjóma, hveiti, salt og sinnep og hellið yfir.

Bakið við 175° í um 45 mínútur

miðvikudagur, 4. nóvember 2015

Cannelloni með spínati

Cannelloni með spínatfyllinguSósa:
2 dósir saxaðir niðursoðnir tómatar
1 tesk. sjávarsalt
1 tesk. svartur pipar
1 tesk. þurrkað oregano

Fylling:
200 gr. rjómaostur
450 gr. frosið spínat
1 egg
1 eggjarauða
1 tesk. salt
1 tesk. svartur pipar

1 askja fersk lasagna blöð
150 gr. rifinn ostur

Setjið tómata og krydd í pott og sjóðið þar til tómatarnir þykkna og mynda góða sósu.

Sjóðið spínat samkvæmt leiðbeiningum á pakka og kreistið úr því allan umfram vökva. Blandið því saman við rjómaostinn, hrærið eggi og eggjarauðu saman við ásamt salti og pipar. Skerið lasagna plöturnar í ca. 8 hluta, skiptið fyllingunni á milli þeirra og rúllið upp.

Setjið helminginn af tómatsósunni í smurt eldfast mót og raðið pastarúllunum ofan á. Dreifið afganginum af tómatsósunni yfir og að lokum rifna ostinum. Bakið við 180° í um 45 mínútur.

Berið fram með rifnum parmesan osti og góðu salati.

sunnudagur, 11. október 2015

Pizza með fíkjum og gráðosti

Pizza með gráfíkjum og gráðaosti
1 pizzabotn (ekki stór)
1/2 matsk.tómatpure
1/2 matsk. rjómaostur
1 kúla mozzarella ostur
3 - 4 þurrkaðar gráfíkjur
30 gr. gráðostur
1/2 dl. ósaltar pistasíuhnetur
1/2 dl. rifinn ostur
Ferskt klettasalat

Blandið saman tómatpure og rjómaosti og smyrjið yfir pizzabotninn. Skerið mozzarella ostinn í þunnar sneiðar og raðið yfir. Skerið fíkjurnar í sneiðar og dreifið þeim yfir botninn ásamt muldum gráðosti og söxuðum pistasíuhnetum. Dreifið að lokum rifna ostinum yfir.

Bakið við 200° í 15 - 20 mínútur og berið fram með fersku klettasalati og hvítlauksolíu.

laugardagur, 3. október 2015

Gulrótabaka með trönuberjum

Gulrótabaka með trönuberjum Botn:
180 gr. kalt smjör
250 gr. spelt
1 tesk. sjávarsalt
1/2 - 1 dl. kalt vatn

Fylling:
500 gr. gulrætur
2 matsk. rifinn engifer
1 matsk. cumin fræ
1 matsk. kóríanderfræ
50 gr. smjör
1 dl. þurrkuð trönuber
salt og pipar eftir smekk

Eggja- og rjómablanda:
3 1/2 dl. rjómi
2 egg
1/2 tesk. sjávarsalt

Skerið smjörið í teninga, hrærið því saman við speltið og saltið. Bætið vatni eins og þarf til að deigið verði samfellt en varist að hræra of lengi. Fletjið deigið út og setjið í bökuform. Bakið undir fargi við 180° í 30 mínútur.

Rífið gulræturnar gróft og mýkið í smjörinu í u.þ.b. 5 mínútur ásamt engifernum og kryddinu. Blandið þá trönuberjunum saman við og hitið. Bragðbætið með salti og pipar.

Setjið fyllinguna í bökubotninn og hellið eggjablöndunni yfir. Bakið við 180° í 30 mínútur.

Best er að leyfa bökunni að kólna lítillega áður en hún er borin fram - gjarna með góðri graslaukssósu.

miðvikudagur, 16. september 2015

Rauðrófubuff

Rauðrófubuff 300 gr. rauðrófur
200 gr. gulrætur
1 blaðlaukur
1 dl. haframjöl
1/2 dl. sesamfræ
2 tesk. sjávarsalt
1 tesk. pipar
3 - 4 egg

Afhýðið rauðrófur og gulrætur og rífið smátt ásamt blaðlauknum. Setjið í skál og hrærið haframjöli, sesamfræjum, kryddi og eggjum saman við. Byrjið á að setja þrjú egg og bætið því fjórða við ef deigið er of þurrt.

Setjið deigið með matskeið á heita pönnu og steikið í 2-3 mínútur á hvorri hlið eða þar til buffin eru fallega brúnuð og steikt í gegn.

þriðjudagur, 9. júní 2015

Sveppa Carbonara

Spaghetti með sveppum 400 gr. spaghetti
250 gr. sveppir
30 gr. þurrkaðir sveppir
50 gr. smjör
6 egg
1 dl. rjómi
100 gr. rifinn ostur
50 gr. rifinn parmesan ostur
Pipar og salt

Byrjið á að leggja þurrkuðu sveppina í bleyti samkvæmt leiðbeiningum á umbúðum. Saxið fersku sveppina og steikið í smjörinu. Blandið þurrkuðu sveppunum saman við og steikið áfram í nokkrar mínútur.
Hrærið egg og rjóma saman í skál og saltið lítillega. Sjóðið spaghetti, hellið vatninu frá og setjið aftur í pottinn. Blandið sveppum, rifnum osti og parmesan osti saman við, setjið pottinn aftur á helluna, hellið eggjahrærunni yfir og hrærið stöðugt. Athugið að eggin eiga að þykkna við hitann frá spaghettinu en ekki að "skramblast".
Setjið í skál og kryddið vel með svörtum pipar og rifnum parmesanosti.

þriðjudagur, 5. maí 2015

Sveppa stroganoff

Sveppastroganoff
2 laukar
750 gr. sveppir
1/2 líter rjómi
70 gr. tómatpure (lítil dós)
1 dl. söxuð steinselja
1/4 tesk. karrý
salt og pipar

Saxið laukinn smátt og mýkið á pönnu. Grófsaxið sveppina og bætið þeim á pönnuna ásamt karrýduftinu. Þegar sveppirnir eru steiktir er rjómanum hellt út á ásamt tómatpure og látið sjóða í nokkrar mínútur eða þar til sósan hefur þykknað örlítið. Bætið þá steinseljunni saman við og bragðbætið með salti og pipar.

Berið fram með soðnum hrísgrjónum eða pasta

laugardagur, 25. apríl 2015

Ítölsk Caprese baka

Ítölsk tómatbaka Botn:
1 bolli spelt eða hveiti
80 gr. smjör
1 matsk. sesamfræ
1 tesk. sjávarsalt
1/2 tesk. þurrkað basil
3 matsk. kalt vatn  

Fylling:
2 mozzarella kúlur
3-4 tómatar
ca. 20 basilblöð
3 egg
1 1/2 dl. rjómi
salt og svartur pipar

Hrærið saman allt sem á að fara í bökudeigið og fletjið út í bökudisk. Bakið botninn við 175° í 30 mínútur.

Skerið mozzella ostinn og tómatana í sneiðar og raðið í bökubotninn. Stingið basil blöðunum inn á milli sneiðanna. Þeytið saman egg og rjóma og bragðbætið með salti og pipar. Hellið eggjablöndunni yfir tómatana og ostinn og bakið bökuna við 175° í 30 mínútur.

sunnudagur, 26. október 2014

Blaðlauks lasagne

Blaðlauks lasagna
1 stór blaðlaukur
200 gr. spínat
2 hvítlauksrif
12 lasagne plötur
100 gr. rifinn ostur
salt og pipar

Sósa:
50 gr. smjör
2 matsk. hveiti
2,5 dl. mjólk
200 gr. kotasæla (ein lítil dós)
1/4 tesk. rifið múskat
salt og pipar

Skerið blaðlaukinn í sneiðar og látið krauma í 3-4 mínútur. Bætið þá spínatinu og hvítlauknum við og steikið í 2 mínútur. Bragðbætið með salti og pipar.

Útbúið sósuna með því að bræða smjörið og hræra hveitinu saman við. Hellið mjólkinni smátt og smátt saman við og hrærið stöðugt í á meðan. Látið sjóða við vægan hita í 4-5 mínútur og gætið þess að sósan brenni ekki við. Bætið kotasælunni og múskatinu saman við og bragðbætið með salti og pipar.

Setjið 1/4 af hvítu sósunni í eldfast mót. Dreifið 1/3 af blaðlauksblöndunni yfir og raðið lasagne plötum ofan á. Endurtakið þar til allt er búið, endið á lasagne plötum og hvítri sósu. Stráið rifna ostinum yfir og bakið við 180° í 25-30 mínútur.

mánudagur, 10. mars 2014

Hrísgrjónabollur

Hrísgrjónaklattar

Frábær leið til að nýta afgang af soðnum hrísgrjónum!

500 gr. soðin hrísgrjón
3 egg
1 chili
2 hvítlauksrif
2 sm. bútur af engifer
1 dl. saxaðar kryddjurtir (t.d. steinselja, koriander eða mynta)
1 tesk. sjávarsalt
1/2 tesk. svartur pipar

Setjið hrísgrjónin í skál og hrærið eggjunum vel saman við. Fræhreinsið chilið og saxið smátt, rífið hvítlauk og engifer. Blandið saman við hrísgrjónin ásamt smátt söxuðum kryddjurtum. Kryddið með salti og pipar. Setjið hrísgrjónin með matskeið á vel heita pönnu, fletjið þau lítillega út og stekið í eina til tvær minútur á hvorri hlið.

Berið fram strax með sætri chilisósu.

miðvikudagur, 26. febrúar 2014

Spaghetti með sítrónusósu

Sítrónupasta
500 gr. spaghetti
1 sítróna
100 gr. smjör
2,5 dl. rjómi
1 bolli rifinn parmesan ostur
salt og pipar

Sjóðið spaghettið samkvæmt leiðbeiningum á pakka. Setjið smjörið í pott og bræðið við vægan hita. Hellið rjómanum saman við og látið suðu koma upp. Rífið börkinn af sítrónunni og setjið hann ásamt safanum út í rjóma- og smjörblönduna. Hitið að suðu. Þegar spaghettið er soðið er það sigtað og sett í  stóra skál. Sósunni hellt yfir og blandað vel. Parmesan osturinn settur saman við og saltað og piprað eftir smekk.
Gott er að bera spaghettið fram með grænu salati og ristuðum fræjum.

föstudagur, 6. desember 2013

Jórdanskur eggaldinréttur

Arabískt eggaldin

2 eggaldin
70 gr. ristaðar furuhnetur

Tómatsósa:
1 laukur
2 hvítlauksrif
1 dós saxaðir tómatar
1 tesk. sjávarsalt
1/8 tesk kanell
1/8 tesk. paprikuduft
1/8 tesk. svartur pipar

Hvít sósa:
1 dós sýrður rjómi
2 hvítlauksrif, rifin
1/4 tesk. svartur pipar
1/4 tesk. sjávarsalt

Skerið eggaldin í sneiðar, penslið með olíu og steikið á pönnu þar til fallega brúnað. Saltið lítillega.

Tómatsósa:
Saxið lauk og hvítlauk og mýkið í olíu. Blandið tómötum og kryddi saman við og látið sjóða í 5 mínútur eða þar til sósan hefur þykknað. Smakkið til með salti og pipar ef þarf.

Hvít sósa:
Setjið sýrða rjómann í skál og hrærið hvítlauk, salti og pipar saman við.

Setið tómatsósuna í botninn á eldföstu móti, raðið eggaldinsneiðunum ofan á og dreifið hvítu sósunni yfir. Stráið furuhnetunum yfir og bakið við 200° í 30 mínútur.

Berið fram heitt með grænu salati.


þriðjudagur, 20. ágúst 2013

Linsusúpa

Linsubaunasúpa 1 laukur
1 matsk. kókosolía
2 hvítlauksrif
2 dl. rauðar linsubaunir
1 dós niðursoðnir tómatar, hakkaðir
1 líter grænmetissoð, kjúklingasoð eða vatn
1 lárviðarlauf
1 matsk. karrý
1 matsk. paprikuduft
1 tesk. turmerik
1 matsk. agave síróp
salt og pipar

Saxið laukinn og mýkið í kókosolíunni. Bætið hvítlauknum við og látið malla í nokkrar mínútur. Bætið öllu öðru út í pottinn og komið upp suðu.
Látið sjóða við vægan hita í 25-30 minútur eða þar linsurnar eru soðnar og súpan hefur þykknað. Bragðbætið með salti og pipar.
Gott er að bera súpuna fram með grískri jógúrt og ferskri steinselju.

þriðjudagur, 15. janúar 2013

Dönsk tómatsúpa

Tómatsúpa með grænmet 1 laukur
1 græn paprika
1 stór gulrót
2 dósir niðursoðnir tómatar, saxaðir
1 dós tómatpure
8 dl. grænmetissoð eða vatn
2 dl. rjómi
salt og pipar eftir smekk

Laukurinn og paprikan eru skorin mjög smátt. Gulrótin rifin á rifjárni og allt grænmetið síðan steikt í olíu þar til það byrjar að brúnast. Þá er grænmetissoðið sett út í ásamt tómötunum og tómatpúrre og látið sjóða í 10 mínútur. Að lokum er rjómanum bætt í, hitað að suðu og súpan krydduð með salti og pipar.

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...