Sýnir færslur með efnisorðinu Grískir réttir. Sýna allar færslur
Sýnir færslur með efnisorðinu Grískir réttir. Sýna allar færslur

laugardagur, 7. maí 2011

Grískt pastasalat

350 gr. penne pasta
1 kíló vel þroskaðir tómatar
1 blaðlaukur
1 krukka fetaostur í olíu
1 búnt dill
Salt og pipar

Skerið tómatana í tvennt, takið fræin innan úr þeim og saxið þá svo smátt. Saxið blaðlaukinn smátt ásamt dillinu og hrærið saman við tómatana. Sjóðið pastað samkvæmt leiðbeiningum og setjið það heitt saman við grænmetið. Blandið að lokum fetaostinum og olíunni saman við, saltið og piprið eftir smekk og borðið með góðu brauði.

miðvikudagur, 6. ágúst 2008

Bifteki

Grískir hamborgarar
1 kg. hakk
1/2 dl. jógúrt
1 tesk. salt
1/2 tesk. malaður pipar
100 gr. feta ostur

Hakki, jógúrti og kryddi blandað vel saman. Feta osturinn skorinn í ræmur. Mótaðar ca. 14 aflangar bollur sem eru fylltar með ostinum. Saltað lítillega og síðan steikt á pönnu eða grillað á útigrilli þar til hakkið er eldað í gegn og osturinn byrjaður að mýkjast.

Rækju saganaki

Rækjur með fetaosti
400 gr. risarækja (einnig má nota smærri rækjur)
6 tómatar
1/2 tesk. cayenne pipar
2 matsk. ólífuolía
100 gr. feta ostur
salt, pipar og sykur eftir smekk

Tómatarnir afhýddir, skornir í bita og eldaðir á pönnu ásamt ólífuolíu og kryddi þar til þeir eru orðnir að þykkri sósu.
Rækjurnar settar í eldfast mót, sósunni hellt yfir og bakað við 200° í 10 mínútur - skemur ef notuð er smærri rækja. Osturinn skorinn í bita og dreift yfir, sett undir heitt grill í ca. 5 mínútur.

mánudagur, 16. júní 2008

Moussaka

Mússaka

1 kg. hakk
1 stór laukur
2 dósir niðursoðnir tómatar
1/2 tesk. oregano
1/2 tesk. kanill
2 lárviðarlauf
4 eggaldin
salt og pipar eftir smekk

100 gr. smjör
4 matsk. hveiti
1/2 l. mjólk
120 gr. rifinn parmesanostur
3 egg
1/2 rifin múskathneta

Brúnið hakkið og bætið söxuðum lauk saman við. Steikið þar til laukurinn er orðinn glær en ekki brúnaður. Bætið þá tómötum og kryddi út í og látið sjóða undir loki í ca. 1 klukkustund. Ef sósan er of þunn er lokið tekið af pottinum síðustu 10 mínúturnar.
Skerið eggaldinið í sneiðar, penslið þær með olíu og steikið á heitri pönnu þar til þær eru fallega brúnaðar.
Bræðið smjörið í potti og hrærið hveitinu saman við. Bætið mjólkinni við smátt og smátt. Látið sjóða í um 5 mínútur og hrærið stanslaust í svo að sósan brenni ekki við. Bætið parmesan ostinum í ásamt múskatinu og saltið að lokum ef þarf. Látið sósuna kólna lítillega og hrærið svo eggjunum saman við, einu í einu.
Raðið helmingnum af eggaldinsneiðunum í eldfast mót, setjið kjötsósuna þar yfir, raðið síðan afganginum af eggaldinsneiðunum yfir og hellið sósunni yfir.
Bakið við 175° í um 45 mínútur.

Grískt salat

Grískt grænmetissalat
4 stórir tómatar
1 agúrka
1 paprika
1 rauðlaukur
150 gr. steinlausar kalamata ólífur
200 gr. fetaostur
ólífuolia eftir smekk

Tómatarnir skornir í bita, agúrkan afhýdd og skorin í bita. Paprika og rauðlaukur skorin í þunnar sneiðar. Öllu blandað saman í skál, ólífum og muldum feteaosti dreift yfir. Ólífuolíunni hellt yfir í lokin og ef vill má krydda með örlitlu þurrkuðu oregano.

föstudagur, 4. apríl 2008

Spanakopita

Grísk spínatbaka
200 gr. fillo deig
500 gr. spínat
250 gr. blaðlaukur
1 laukur
150 gr. fetaostur, mulinn
2 egg
salt

Blaðlaukurinn skorinn í sneiðar og laukurinn saxaður smátt. Steikt í olíu þar til mjúkt. Spínatið sett á pönnuna og steikt áfram í nokkrar mínútur eða þar til það er eldað. Eggin og fetaosturinn hrært saman ásamt salti og spínatblöndunni blandað saman við. Fillo deigs arkirnar penslaðar með olíu og 3/4 settar í botninn á eldföstu móti, látið deigið ná vel yfir hliðarnar. Fyllingin sett í mótið og afgangurinn af deiginu settur yfir. Hliðarnar brotnar yfir og bakað við 200° í um 45 mínútur.

Dakos

Dakos salat
100 gr. grófar bruður
9 tómatar
150 gr. geitaostur
ólífuolía
salt

Bruðurnar settar örsnöggt undir rennandi kalt vatn og síðan muldar gróft á stóran disk. Ólífuolíu dreift yfir og saltað. Tómatarnir afhýddir og kjarnhreinsaðir og síðan stappaðir. Dreift yfir bruðurnar og saltaðir lítillega. Geitaosturinn mulinn og dreift yfir. Að lokum er örlítilli ólífuolíu dreift yfir.
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...