Sýnir færslur með efnisorðinu Grillréttir. Sýna allar færslur
Sýnir færslur með efnisorðinu Grillréttir. Sýna allar færslur

mánudagur, 13. júlí 2015

Kjúklingur með chili og fennel kryddlegi

Kjúklingur með chili og fennel
1 kg. kjúklingur (mér finnst gott að nota beinlaus læri með skinni)  

Kryddlögur:
1/2 dl. ólífuolía
2 tesk. turmerik
2 tesk. chili flögur
2 tesk. fennel
2 tesk. sjávarsalt
1 tesk. svartur pipar

Öllu sem á að fara í kryddlöginn er blandað saman og honum svo hellt yfir kjúklingabitana. Látið standa í tvær klukkustundir. Ef notaður er kjúklingur með beini má hann liggja mun lengur eða í 3-4 klukkustundir.

Kjúklinginn má annað hvort grilla á útigrillli eða elda í ofni við 175° í um 40 mínútur.

Þessi kryddlögur er líka mjög góður á saltfisk.

þriðjudagur, 2. júlí 2013

Kjúklingur með sojasósu, hvítlauk og engifer

Kjúklingur með soja og engifer marineringu

1 kg. úrbeinuð kjúklingalæri (einnig má nota aðra bita)
1 dl. matarolía
1/2 dl. sojasósa
2 hvítlauksrif, rifin
1 matsk. rifinn engifer
1/2 tesk. engiferduft
2 matsk. hunang
1 tesk. sjávarsalt
1/2 tesk. malaður svartur pipar

Öllu sem á að fara í kryddlöginn er blandað saman og honum svo hellt yfir kjúklingabitana. Látið standa í tvær klukkustundir.
Ef notaður er kjúklingur með beini má hann liggja mun lengur eða í 3-4 klukkustundir.

Kjúklinginn má annað hvort grilla á útigrillli eða elda í ofni.

mánudagur, 27. júní 2011

Sítrónukjúklingur

Sítrónumarinering 2 kjúklingar eða samsvarandi magn af kjúklingabitum (hér má auðvitað líka nota beinlausa kjúklingabita)
2 sítrónur
2 hvítlauksrif
1 rósmaríngrein
1/2 dl. ólífuolía
2 tesk. sjávarsalt
1/2 tesk malaður svartur pipar

Börkurinn rifinn af sítrónunum og hann settur í skál ásamt safanum. Hvítlaukurinn rifinn og settur út í ásamt söxuðu rósmarín, olíu, salti og pipar og blandað vel saman.
Kjúklingurinn settur í fat, leginum hellt yfir og látið marinerast í að minnsta kosti 6 klst.
Kjúklinginn má elda í ofni við 180° eða grilla á útigrilli.

miðvikudagur, 10. september 2008

Lambaborgarar

Lambakjötsborgarar
1.5 kg. lambahakk
1 rautt chilli, smátt saxað
4 hvítlauksrif, marin
1 búnt vorlaukur, skorinn í sneiðar
1 búnt steinselja
200 gr. mulinn fetaostur
1 egg
salt og pipar

Öllu hnoðað saman í höndum og mótaðir 12-14 hamborgarar.

miðvikudagur, 6. ágúst 2008

Bifteki

Grískir hamborgarar
1 kg. hakk
1/2 dl. jógúrt
1 tesk. salt
1/2 tesk. malaður pipar
100 gr. feta ostur

Hakki, jógúrti og kryddi blandað vel saman. Feta osturinn skorinn í ræmur. Mótaðar ca. 14 aflangar bollur sem eru fylltar með ostinum. Saltað lítillega og síðan steikt á pönnu eða grillað á útigrilli þar til hakkið er eldað í gegn og osturinn byrjaður að mýkjast.
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...