Sýnir færslur með efnisorðinu Hrísgrjónaréttir. Sýna allar færslur
Sýnir færslur með efnisorðinu Hrísgrjónaréttir. Sýna allar færslur

miðvikudagur, 6. febrúar 2008

Fylltar pönnukökur

Fylltar pönnukökur með kjúklingi
14-18 pönnukökur
4 dl. soðin hrísgrjón
350 gr. kjúklingabringur
200 gr. sveppir
2 blaðlaukar
1 rauð paprika
2 tesk. karrý
salt og pipar
200 gr rifinn ostur

Skerið kjúklinginn í litla bita og steikið í ólífuolíu. Saxið allt grænmetið smátt og bætið á pönnuna ásamt karrýinu. Þegar kjúklingurinn er eldaður er hrísgrjónunum bætt við og smakkað til með salti og pipar. Bætið einnig ólífuolíu við ef þurfa þykir. Hrærið rifna ostinum saman við og setjið fyllinguna í pönnukökurnar.
Berið fram með salati og sinnepssósu eða hunangssósu.

fimmtudagur, 10. janúar 2008

Kedgeree

Reykt ýsa með hrísgrjónum
800 gr. reykt ýsa
1 bolli hrísgrjón (basmati)
1 dl. söxuð steinselja
4 harðsoðin egg

Karrýsósa
25 gr. smjör
4 skalotlaukar, smátt saxaðir
ca. 3 sm. biti engifer, rifinn
2 hvítlauksrif, söxuð
1/2 tesk. turmerik
1/2 tesk. cumin
1 tesk. karrý
1 tesk. fennelfræ
örlítið saffron
2 dl. fisksoð
3 dl. rjómi
salt og pipar

Sjóðið hrísgrjónin.
Mýkið lauk, hvítlauk og engifer í smjörinu. Bætið kryddinu í og eldið áfram í 1 mínútu. Bætið fisksoðinu í og sjóðið niður um helming. Bætið þá rjómanum í og látið sjóða í nokkrar mínútur. Maukið sósuna.
Sjóðið fiskinn í um 5 mínútur. Takið hann í frekar litla bita og blandið honum saman við sósuna ásamt steinseljunni. Setjið hrísgrjónin á fat eða í skál, hellið sósunni og fiskinum yfir og dreifið söxuðum harðsoðnum eggjum yfir. Gott að bera fram með mango chutney.

laugardagur, 27. október 2007

Fljótlegt lamba biryani

Lamba biryani
2 matsk. balti karrýmauk
1 kg. beinlaust lambakjöt í bitum
300 gr. basmati hrísgrjón
6 dl. vatn eða lambasoð
300 gr. spínat
salt og pipar

Steikið kjötið ásamt karrýmaukinu þar til það er fallega brúnað. Bætið hrísgrjónum og soði í pottinn og hrærið vel. Lokið pottinum og sjóðið í um 15 mínútur. Hrærið þá spínatinu saman við og látið standa í 5 mínútur. Bragðbætið með salti og pipar. Borið fram með raitu og naan brauði.
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...