Sýnir færslur með efnisorðinu Indverskir réttir. Sýna allar færslur
Sýnir færslur með efnisorðinu Indverskir réttir. Sýna allar færslur

laugardagur, 31. október 2015

Puri - Djúpsteikt indverskt brauð

Puri 200 gr. gróft spelt
1 tesk. sjávarsalt
1 - 1 1/2 dl. kalt vatn
1 matsk. brætt smjör eða olía
500 gr. djúpsteikingarfeiti

Setjið spelt og salt í skál og hnoðið vatninu smám saman við þar til úr verður samfellt deig. Bætið smjörinu við og hnoðið áfram þar til það hefur samlagast deiginu. Látið deigið bíða í 20 mínútur.

Hitið djúpsteikingarolíuna í potti, best er að potturinn sé ekki of stór. Skiptið deiginu í 8-10 bita, og fletjið hvern bita út í þunna kringlótta köku á hveitistráðu borði. Mér finnst gott að fletja hverja köku út rétt áður en hún er steikt.

Steikið eina köku í einu í djúpsteikingarolíunni í 1 - 1 1/2 mínútu. Snúið kökunum þegar steikingartíminn er hálfnaður. Meðan kökurnar eru steiktar er mikilvægt að ausa feiti yfir þær til að tryggja að steikingin verði jöfn.

Setjið kökurnar á eldhúspappír til að draga úr þeim umfram olíu og berið þær fram heitar eða volgar sem meðlæti með indverskum réttum.

sunnudagur, 6. apríl 2014

Kjúklingur 65

Chicken 65
1 kg. beinlaus kjúklingur, bringur eða læri  

Marinering:
1 egg
1 matsk. ab mjólk
3 hvítlauksrif, söxuð
1 matsk. engifer, rifinn
1/2 tesk. svartur pipar
1/2 tesk. chiliduft
1 tesk. sjávarsalt

Sósa:
1 laukur
3 hvítlauksrif, söxuð
1 matsk. engifer, rifinn
1 tesk. cumin
1 tesk. koriander
1/2 tesk. chiliduft
1 tesk. paprikuduft
1 tesk. turmerik
1 tesk. tandoori krydd
5 kardimommur, steyttar í morteli
1/2 tesk. svartur pipar
1 tesk. sjávarsalt
1 dós saxaðir tómatar
1 dl. vatn

Skerið kjúklinginn í litla bita. Blandið saman öllu sem á að fara í marineringuna, hellið henni yfir kjúklinginn og látið standa í 4-6 klukkustundir.
Saxið lauk smátt og mýkið á pönnu ásamt hvítlauk og engifer. Bætið kjúklingnum ásamt marineringunni við og steikið áfram í nokkrar mínútur. Blandið þá kryddinu, tómötunum og vatninu við og látið sjóða undir loki í 15-20 mínútur. Ef sósan er of þunn takið þá lokið af síðustu mínúturnar.

sunnudagur, 23. febrúar 2014

Mangó raita

Mango raita
1 dós (350 gr.) grískt jógúrt
50 gr. smjör
2 tesk. sinnepsfræ
1 mangó
salt

Ristið sinnepsfræin á heitri pönnu, bræðið smjörið og blandið fræjunum saman við. Hrærið smjörblöndunni saman við jógúrtið. Skerið mangóið í smáa bita og hrærið þeim saman við jógúrtið. Bragðbætið með salti ef þarf og kælið vel.

miðvikudagur, 22. janúar 2014

Hægeldaður lambabógur með indversku kryddmauki

Lambakjöt með indversku kryddi

1 lambabógur
1 laukur

 Marinering: 
1 laukur
3 hvítlauksrif
2 sm biti af engifer
1 tesk. cumin
1 tesk. koriander
1 tesk. chili duft
1 tesk. turmerik
1 tesk. fenugreek
1 tesk. svartur pipar
1 tesk. garam masala
2 tesk. sjávarsalt
1 dl. jógúrt
2 matsk. hunang
½ dl. möndlur
2 matsk. brætt smjör eða olía

Allt hráefnið í marineringuna sett í matvinnsluvél og maukað. Bógurinn settur í steikarpott með loki, stungið í hann á nokkrum stöðum og marineringunni dreift yfir. Látið standa við stofuhita í 6-8 klukkustundir. Laukurinn saxaður smátt og settur í pottinn með kjötinu ásamt þremur desilítrum af sjóðandi vatni. Sett í 140° heitan ofn í 4 klukkustundir og vatni bætt í pottinn eftr þörfum. Hitinn hækkaður í 220° lokið tekið af pottinum og eldað áfram í 30 mínútur eða þar til kjötið er fallega brúnað. Gætið þess að soðið brenni ekki meðan á þessu stendur. Látið kjötið standa í 20-30 mínútur áður en það er borðað. Soðið úr pottinum sett í skál og borið með.

miðvikudagur, 7. október 2009

Goan lambakjöt

Goan lambakjöt 750 gr. lambakjöt
2 laukar
10 hvítlauksrif
1 tesk. turmeric
1 stjörnuanís
1 tesk. sjávarsalt
1 dós kókosmjólk

Engifermauk:
10 hvítlauksrif
50 gr. ferskt engifer
3 græn chilli

Saxið lauk og hvítlauk og mýkið á pönnu. Skerið kjötið í litla bita og bætið því á pönnuna. Steikið í nokkrar mínútur eða þar til kjötið hefur brúnast lítillega. Maukið hvítlauk, engifer og chilli og bætið saman við ásamt turmeric og látið malla í 6-7 mínútur. Blandið kókosmjólkinni þá saman við ásamt salti og stjörnuanís og látið sjóða við vægan hita í 30-40 mínútur. Dreifið söxuðu koriander yfir.

Naan brauð

Nan brauð 2 dl. mjólk
2 matsk. sykur
1 poki þurrger
600 gr. hveiti
1 tesk. salt
2 tesk. lyftiduft
4 matsk. olía
2 dl. jógúrt eða ab mjólk

Hnoðið deigið vel saman og látið lyfta sér í ca. 1 klukkustund. Skiptið því þá í 10 hluta, hnoðið lítillega og fletjið frekar þunnt út. Bakið við 275° í 5-7 mínútur. Ef vill má pensla brauðin með bræddu smjöri og strá á þau örlitlu grófu salti.

mánudagur, 21. apríl 2008

Lambakjöt með spínati (Sag Gosht)

Indverskt lambakjöt
1 kg. lambakjöt, skorið í litla bita
1 1/2 tesk. sinnepsfræ
2 hvítlauksrif, marin
2 tesk. kardimommur
1 matsk. koriander
4 sm. engifer, saxaður smátt
1 laukur
1 grænt chilli, fræhreinsað og saxað smátt
1 tesk. sykur
1 tesk. turmerik
300 gr. spínat
1 tesk. sjávarsalt
1 lítil dós jógúrt

Steikið sinnepsfræin í heitri olíu á djúpri pönnu þar til þau byrja að poppast. Bætið þá hvítlauk, kardimommum, koriander og engifer á pönnuna, steikið í eina mínútu og hrærið stanslaust í á meðan. Bætið lambakjötinu, lauk og chilli á pönnuna og steikið þar til kjötið er er fallega brúnað. Hrærið þá sykri, turmerik og spínati saman við og sjóðið í 3 mínútur. Saltið og hrærið jógúrtinu saman við, lækkið hitann og látið malla undir loki í um eina klukkustund.

Badami kjúklingur (Möndlukjúklingur)

Indverskur kjúklingur með mōndlum
1 kg. beinlaus kjúklingur, skorinn í bita
1 lítil dós jógúrt
6 laukar, saxaðir
2 sm. engifer
10 hvítlauksrif
6 negulnaglar
1/2 kanelstöng
4 kardimommur
10 möndlur
10 kasjú hnetur
3 matsk. vatn
1/2-1 dós kókosmjólk
1 matsk. turmerik
salt og chilli duft

Engifer, hvítlaukur, negull, kanill, kardimommur, hnetur og möndlur sett í matvinnsluvél og maukað. Laukurinn steiktur í olíu þar til hann er orðinn mjúkur. Kryddmaukinu bætt á pönnuna ásamt vatninu og steikt í nokkrar mínútur.
Kjúklingur, turmerik, chilli duft og jógúrt sett saman við, saltað og látið sjóða í 20 mínútur. Kókosmjólkinni bætt við og látið sjóða í nokkrar mínútur.
Ef vill má skreyta réttinn með koriander laufum.

Banana raita

Jógúrtsósa með banana
1 bolli grísk jógúrt
1 tesk cummin duft
1/4 tesk cummin fræ, þurrsteikt á pönnu
salt og paprikuduft
75 gr. græn vínber, steinlaus og skorin í fernt
2 bananar, skornir í bita

Öllu blandað saman, paprikudufti stráð yfir og kælt vel

sunnudagur, 30. mars 2008

Karrý með sætum kartöflum og spínati

Karrý með sæturm katöflum og spínati
500 gr. sætar kartöflur
1 laukur
2 hvítlauksrif
1 tesk. turmeric
1 rautt chilli
1 dós kókosmjólk
125 gr. spínat
salt

Sætu kartöflurnar skornar í bita og soðnar í 8-10 mínútur. Vatnið sigtað frá og kartöflurnar settar til hliðar. Laukurinn saxaður og steiktur ásamt hvítlauk og turmeric í nokkrar mínútur. Chillið saxað smátt og fræin fjarlægð, bætt á pönnuna og steikt í 2 mínútur í viðbót. Kókosmjólkinni hellt út í og látið sjóða þar til sósan hefur þykknað lítillega. Bætið þá sætu kartöflunum við, saltið og sjóðið í um 5 mínútur. Að síðustu er spínatið sett á pönnuna, lok sett á og látið sjóða í 2-3 mínútur þar til spínatið er mjúkt.

Lauk bhaji

Indverskir laukklattar bhaji
1 laukur
1/4 tesk. coriander
1/4 tesk. cumin
1/4 tesk. chilli duft
50 gr. spelt
1 matsk. lyftiduft
salt
kalt vatn

Laukurinn skorinn í tvennt, helmingurinn saxaður og hinn helmingurinn skorinn í sneiðar. Spelti, lyftidufti og kryddi blandað saman í skál. Nokkrum matskeiðum af köldu vatni hrært saman við svo að úr verði þykkt deig. Lauknum blandað saman við og mótaðar 4 kökur sem eru steiktar í olíu þar til þær eru fallega brúnaðar.

þriðjudagur, 19. febrúar 2008

Indverskur fiskréttur


1 kg. fiskflök
2 laukar í bitum
Fiskurinn skorinn í bita og lagður í smurt eldfast mót, laukurinn ofan á.

Sósa:
2 tesk. sykur
1/2 tesk. salt
1/4 tesk. pipar
2 tesk. karrý
3 tesk. sinnep
2 matsk. matarolía
2 matsk. borðedik
1 peli rjómi
Öllu blandað saman og hellt yfir fiskinn. Bakað í um 30 mín. við 200°.

Raita

Jógúrtsósa með gúrku
1/2 gúrka rifin eða í litlum bitum
250 gr. grísk jógúrt
3 vorlaukar
1 chili, fræhreinsað og fínsaxað

Salti stráð yfir gúrkuna og látið renna af henni í sigti. Þerrið. Blandið öllu saman og kælið vel fram að framreiðslu

mánudagur, 18. febrúar 2008

Korma kjúklingur

indverskur kjúklingur

1 kg. kjúklingur, skorinn í bita
2 laukar, skornir í sneiðar

Marinering:
150 ml. jógúrt
1 matsk. tómatpuré
1 tesk. chiliduft (milt)
1 tesk. cumin
1 tesk. coriander
1 tesk. salt
1 matsk. sítrónusafi
Öllu blandað saman, kjúklingur og laukur sett saman við og látið marinerast í 1 klst.

Sósa:
1 dós kókosmjólk
1 matsk. tómatpuré
1 tesk. coriander
1 tesk. chiliduft (milt)
1 tesk. salt
2 matsk. rifinn engifer
3 rifin hvítlauksrif
10 kardimommur
2 dl. rjómi
Allt sett í pott og hitað að suðu.

Kjúklingur, laukur og marinering steikt á pönnu í um 15 mínútur eða þar til kjúklingur er eldaður í gegn. Sett út í sósuna og hitað að suðu.

Borið fram með hrísgrjónum, naanbrauði og raitu

sunnudagur, 27. janúar 2008

Indverskar kjötbollur

Kjötbollur í karrýsósu Bollurnar:
800 gr. hakk
1 laukur, rifinn eða smátt saxaður
2 egg
100 gr. brauðrasp
1 rautt chilli, saxað smátt
2 matsk. rifinn engifer
1 tesk. karrý
1 tesk. sjávarsalt

Sósan:
2 matsk. karrýmauk
2 matsk. rifinn engifer
4 tómatar, saxaðir
1 dós kókosmjólk
2 tesk. púðursykur
1 dl. muldar cashew hnetur
salt

Blandið saman í höndum öllu sem á að fara í bollurnar. Búið til litlar bollur og bakið þær við 200° í 15-20 mínútur.
Steikið saman karrýmaukið og engiferinn í ca. 1 mínútu. Bætið tómötunum í og steikið áfram í 2-3 mínútur, hrærið stöðugt í. Hellið kókosmjólkinni út í og sjóðið við vægan hita í 5 mínútur.
Setjið kjötbollurnar saman við og látið malla í 20 mínútur.
Hrærið að lokum sykrinum og hnetunum saman við og saltið sósuna ef þarf.
Borið fram með raitu og naan brauði.

laugardagur, 27. október 2007

Fljótlegt lamba biryani

Lamba biryani
2 matsk. balti karrýmauk
1 kg. beinlaust lambakjöt í bitum
300 gr. basmati hrísgrjón
6 dl. vatn eða lambasoð
300 gr. spínat
salt og pipar

Steikið kjötið ásamt karrýmaukinu þar til það er fallega brúnað. Bætið hrísgrjónum og soði í pottinn og hrærið vel. Lokið pottinum og sjóðið í um 15 mínútur. Hrærið þá spínatinu saman við og látið standa í 5 mínútur. Bragðbætið með salti og pipar. Borið fram með raitu og naan brauði.
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...