Sýnir færslur með efnisorðinu Jólauppskriftir. Sýna allar færslur
Sýnir færslur með efnisorðinu Jólauppskriftir. Sýna allar færslur

sunnudagur, 4. desember 2016

Súkkulaðibitakökur með salthnetum

Súkkulaðibitakökur með salthnetum170 gr. smjör
1 bolli púðursykur
1 tesk. vanilludropar
2 egg
2 1/4 bolli hveiti
1 tesk. lyftiduft
1 tesk. matarsódi
1 bolli saxað súkkulaði
1 bolli grófsaxaðar salthnetur

Bræðið smjörið og látið kólna lítillega eða í um 5 mínútur. Setjið smjörið ásamt púðursykri og vanilludropum í hrærivélarskál og hrærið þar til ljóst og létt. Hrærið þá eggjunum saman við ásamt hveiti, matarsóda og lyftidufti. Blandið súkkulaðinu og hnetunum saman við og kælið deigið í ísskáp í 20 mínútur.

Setjið deigið á pappírsklædda bökunarplötu með tveimur teskeiðum og bakið við 175° í 12 mínútur.

þriðjudagur, 15. desember 2015

Sítrónusmákökur með hvítu súkkulaði

Smákökur með hvítu súkkulaði og sítrónu
1 2/3 bolli hveiti
1/2 tesk. lyftiduft
1/2 tesk. salt
1 1/2 tesk. maizenamjöl
1/2 tesk. vanilluduft
1/2 bolli sykur
1/3 bolli púðursykur
200 gr. smjör
1 egg
rifinn börkur af tveimur sítrónum
safi úr einni sítrónu
1 poki (150 gr.) hvítir súkkulaðidropar eða saxað hvítt súkkulaði

Setjið þurrefnin í skál og blandið saman. Bætið smjöri, eggi, sítrónuberki og sítrónusafa saman við og hrærið þar til deigið er samfellt. Bætið þá súkkulaðinu saman við og hrærið vel.

Setjið deigið með tveimur teskeiðum á pappirsklædda bökunarplötu og bakið við 180° í um 10 mínútur.

Gætið þess að ofninn sé vel heitur þegar kökurnar eru settar inn því annars er hætta á að þær renni of mikið út.

mánudagur, 8. desember 2014

Smákökur með hvítu súkkulaði

Smákökur með hvítu súkkulaði
100 gr. smjör
150 gr. púðursykur
50 gr. sykur
1 egg
1 tesk. vanilludropar
200 gr. hveiti
2 matsk. maizena mjöl
1 tesk. matarsódi
1/4 tesk. salt
200 gr. hvítt súkkulaði, saxað

Hrærið smjör, sykur og púðursykur vel saman. Bætið eggi og vanilludropum saman við og hrærið þar til hræran hefur blandast vel. Blandið þá þurrefnunum saman við og að lokum saxaða súkkulaðinu. Búið til litlar kúlur úr deiginu, setjið þær á bökunarpappírsklædda ofnplötu og bakið við 175° í 10 mínútur.

laugardagur, 26. apríl 2014

Kalkúnafylling

Kalkúnafylling
350 gr. brauð, skorpulaust, skorið í litla bita
1 blaðlaukur, skorinn í sneiðar
200 gr. gulrætur, skornar í teninga
2-3 sellerístönglar, smátt saxaðir
450 gr. sveppir, sneiddir
100 gr. furuhnetur
2 egg
50 gr. smjör, brætt
2 tesk. sjávarsalt
1 tesk. þurrkuð salvía
pipar
mjólk

Brauðið þurrkað stutta stund í ofni og sett í skál og bleytt örlítið í með mjólk. Blaðlaukur, gulrætur, sellerý og sveppir steikt saman á pönnu og sett saman við brauðið. Krydd sett út í ásamt furuhnetum, eggjum og bræddu smjöri og hnoðað vel saman.
Fyllinguna má hvort heldur sem er setja inn í kalkúnann eða baka í sér formi, en þá þarf hún um klukkutíma bakstur við 180° hita.

sunnudagur, 29. desember 2013

Grafinn silungur


1.5 kg. silungsflök með roði
10 matsk. sjávarsalt
5 matsk. sykur
1 matsk. dillfræ
2 matsk. fennelfræ
1 tesk. fenugreek fræ (má sleppa)
1 tesk. sinnepsfræ
2 matsk. þurrkað dill
1 tesk. svartur pipar

4-5 matsk. þurrkað dill til að strá yfir fiskinn

Setjið dillfræ, fennelfræ, fenugreek fræ og sinnepsfræ í mortel og merjið. Blandið saman salti, sykri, mörðu kryddfræjunum, dilli og svörtum pipar. Raðið silungsflökunum í eldfast mót eða bakka með roðhliðina niður og stráið kryddblöndunni yfir. Látið standa í kæli í 12-24 klukkustundir, eftir þvi hvað flökin eru stór. Skolið kryddblönduna af silungsflökunum, þerrið þau vel og leggið þau aftur í fatið. Gætið þess að hreinsa alla kryddblöndu úr fatinu áður. Dreifið vel af durrkuðu dilli yfir flökin og látið standa í kæli í nokkrar klukkustundir.

Berið fram með graflaxsósu

fimmtudagur, 26. desember 2013

Vanilluís

Jólaís

3 egg
2 dl. sykur
1 vanillustöng
½ líter rjómi

Egg og sykur þeytt vel þar til það er ljóst og létt. Kornunum úr vanillustönginni blandað saman við, og að lokum þeyttum rjóma. Sett í form og fryst í 6-8 klukkustundir.

fimmtudagur, 28. nóvember 2013

Karamellukökur

Karamellusmákökur

250 gr. smjör
250 gr. púðursykur
340 gr. hveiti
1 tesk. sjávarsalt
1 tesk. matarsódi
2 egg
1 tesk. vanilludropar
300 gr. karamellukurl (2 pokar)

Setjið allt hráefnið nema karamellukurlið í hrærivélarskál og hrærið saman. Þegar allt hefur blandast vel er karamellukurlinu hrært saman við. Setjið með teskeið á pappírsklædda bökunarplötu og bakið við 175° í 10 mínútur.

miðvikudagur, 4. janúar 2012

Sörur

Sarah Bernhadts kökur

Kökur:
3 eggjahvítur
3 1/4 dl. flórsykur
200 gr möndlur, fínt malaðar

Krem:
3 eggjarauður
150 gr. mjúkt smjör
1/2 dl. síróp
1 matsk. kakó
1 tesk. neskaffiduft leyst upp í örlitlu sjóðandi vatni

Hjúpur:
750 gr. suðusúkkulaði

Stifþeytið eggjahvíturnar og blandið möndlum og flórsykri varlega saman við. Setjið deigið með teskeið á bökunarpappír og bakið við 180° í 10-15 minútur.

Þeytið eggjarauðurnar vel saman ásamt sírópinu og hrærið síðan smjörinu saman við. Blandið að lokum kakóinu og kaffinu vel saman við. Látið kremið kólna vel áður en það er sett á kökurnar.

Setjið kremið á kökurnar og dýfið svo kremhliðinni í brætt súkkulaðið til að hjúpa þær.

Kökurnar geymast best í frysti.

mánudagur, 13. desember 2010

Kornflexkökur

4 eggjahvítur
1/2 tesk. salt
1 bolli sykur
1 1/2 bolli kókósmjöl
2 bollar kornflex, gróft mulið
1 bolli súkkulaði, brytjað
100 gr. saxaðar heslihnetur
1 1/2 tesk. vanilludropar

Eggjahvítur og salt þeytt, sykri bætt við og stífþeytt. Kókosmjöli, kornflexi, súkkulaði og hnetum blandað varlega saman við. Sett með teskeið á bökunarpappír og bakað við 175° í ca. 10 mínútur eða þar til kökurnar hafa tekið örlítinn lit.

laugardagur, 6. febrúar 2010

Súkkulaðimús með hindberjum

Súkkulaðimousse 100 gr. súkkulaði
2 matsk. smjör
2 matsk. heitt vatn
1 peli rjómi, þeyttur
3 egg, aðskilin
1 matsk. sykur
hindber


Súkkulaði, smjör og vatn brætt saman. Látið kólna niður í líkamshita.
Eggjahvítur og sykur þeytt saman þar til eggjahvítur eru stífar.
Eggjarauðum hrært saman við súkkulaðið þegar það hefur kólnað, og síðan 1/3 af þeytta rjómanum. Þá er helmingnum af eggjahvítunum hrært saman við. Þegar þær hafa blandast er afganginum af hvítunum blandað saman við og að lokum afganginum af rjómanum. Helmingurinn af músinni settur í skál, hindberjum dreift yfir og afgangurinn af músinni settur yfir. Skreytt með hindberjum og borið fram með þeyttum rjóma.

fimmtudagur, 24. desember 2009

Koníakslöguð apríkósusulta með pekan hnetum

Apríkósusulta 1 kg. þurrkaðar apríkósur, gróft saxaðar
1 l. eplasafi
Safi og rifinn börkur af einni sítrónu
1 kg. sykur
150 gr. pecan hnetur, gróft saxaðar
1 dl. koníak + 1 tesk. í hverja krukku

Látið apríkósurnar liggja í bleyti í eplasafanum í nokkra klukkutíma eða yfir nótt. Setjið í pott ásamt safanum og látið sjóða í 20 mínútur eða þar til apríkósurnar eru meyrar.
Blandið sítrónusafa og berki, hnetum og sykri saman við og sjóðið áfram við vægan hita í um 15 mínútur. Þeir sem eiga sykurmæli láta sultuna sjóða þar til mælirinn sýnir 105°. Takið sultuna af hitanum og látið kólna í 10 mínútur.
Hrærið koníakinu saman við og setjið strax í heitar krukkur. Hellið einni teskeið af koníaki í hverja krukku.
Gott er að láta sultuna standa í viku áður en hún er notuð.

Rauðkál

jólarauðkál1 kg. rauðkál skorið í strimla
2 epli í bitum
1 dl. rifsberjahlaup eða önnur sulta
1/2 dl. pálmasykur
4 matsk. balsamedik
1 kanelstöng
4 negulnaglar
5 svört piparkorn
salt eftir smekk
2 dl vatn
3 dl. eplasafi

Rauðkál og epli sett í pott og hrært vel. Bætið sultu, balsamediki og kryddi í pottinn og síðan vatni og eplasafa. Hitið að suðu og látið malla við mjög vægan hita undir loki í um 1 klukkustund eða þar til rauðkálið er meyrt.

laugardagur, 14. nóvember 2009

Ungverskar sítrónukökur

Sítrónukökur100 gr. smjör
1 bolli sykur
1 egg
1 sítróna
1 1/4 bolli hveiti
1/2 tesk. matarsódi
1/4 tesk. salt
1 matsk. birkifræ (poppy seeds)

Hrærið smjör og sykur mjög vel saman. Rifið börkinn af sítrónunni og blandið honum ásamt safanum út í smjörhræruna. Bætið egginu saman við.
Blndið hveiti, matarsóda, salti og birkifræjum saman og hrærið þeim út í deigið.
Sett með teskeið á bökunarplötu og bakað við 175° í 10-12 mínútur. Passið að kökurnar verði ekki of dökkar því þá geta þær orðið beiskar.

föstudagur, 6. nóvember 2009

Möndlukökur

Möndlukökur 200 gr. smjör
2 egg
100 gr. hakkaðar möndlur
2 bollar hveiti
1 bolli sykur
1 tesk lyftiduft
1/2 tesk möndludropar
1/4 bolli flórsykur

Ofan á:
ca. 150 gr. heilar möndlur
1 egg

Hrærið saman öllu sem á að fara í deigið.
Búið til litlar kúlur og setjið á bökunarplötu. Þrýstið einni möndlu í hverja köku, penslið með eggi og bakið við 175° 10-12 mín.

sunnudagur, 1. nóvember 2009

Heslihnetukökur

Heslihnetukökur140 gr. hveiti
50 gr. malaðar heslihnetur
50 gr. sykur
140 gr. smjör

Ofan á:
1 matsk. flórsykur
1 tesk. vanillusykur

Hrærið öllu sem á að fara í deigið saman í hrærivél. Mótið litlar kúlur og setjið á bökunarplötu. Þrýstið með vísifingri ofan á hverja kúlu svo að komi dæld í kökuna. Bakið við 175° í 15-20 minútur. Blandið saman flórsykri og vanillusykri og sáldrið yfir kökurnar þegar þær eru orðnar kaldar.

þriðjudagur, 30. desember 2008

Waldorfsalat

Waldorfsalat
200 gr. majones
1 peli þeyttur rjómi
salt, sykur og sítrónusafi eftir smekk
3-4 sneiddir sellerístönglar
3 afhýdd og smátt skorin rauð epli
1 klasi græn vínber skorin í tvennt
50 gr. hakkaðir valhnetukjarnar

Öllu blandað saman og kælt. Best er að gera salatið sama dag og á að nota það því það geymist ekki mjög lengi.

Rauðlaukssulta

Rauðlaukssulta 6 rauðlaukar í sneiðum
2 matsk. smjör
3 matsk. sykur
3 matsk. rauðvínsedik
Salt og pipar

Rauðlaukurinn mýktur í smjörinu. Sykri og ediki hellt saman við og látið sjóða þar til sultan hefur þykknað. Saltað og piprað eftir smekk

Baunasalat

Baunasalat 1 dós grænar baunir
1 dós maisbaunir
1 dós nýrnabaunir
1 græn paprika, smátt söxuð
1/2 bolli smátt saxaður laukur
1/2 bolli smátt saxað sellerí
2/3 bolli edik
1/2 bolli sykur
1/2 bolli matarolía
1 tesk. salt
1/2 tesk. worchestershiresósa
1/4 tesk. pipar

Skolað af baununum. Edik, sykur og olía volgrað í potti.
Öllu blandað saman og látið bíða í amk. 8 klst.
Geymist vel í kulda

Amerískar súkkulaðibitakökur

Súkkulaðibitakökur 2 1/4 bolli hveiti
3/4 bolli púðursykur
3/4 bolli sykur
1 bolli smjör
1 bolli brytjað súkkulaði
1 bolli saxaðar möndlur
2 egg
1 tesk. matarsódi

Öllu blandað saman. Deigið sett með teskeið á bökunarplötu og bakað við 200° í 10-12 mínútur.

sunnudagur, 28. desember 2008

Lakkrístoppar

Lakkrístoppar 3 eggjahvítur
200 gr. púðursykur
150 gr. rjómasúkkulaði
300 gr. lakkrískurl (2 pokar)

Stífþeytið eggjahvíturnar, bætið púðursykrinum við og þeytið áfram þar til sykurinn er alveg horfinn. Bætið söxuðu súkkulaði og lakkrískurli við. Setjið með teskeið á plötu með bökunarpappír og bakið við 175° í 12-14 mínútur.
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...