Sýnir færslur með efnisorðinu Jólauppskriftir. Sýna allar færslur
Sýnir færslur með efnisorðinu Jólauppskriftir. Sýna allar færslur

þriðjudagur, 2. desember 2008

Franskar piparkökur

Franskar piparkökur 250 gr. smjör
200 gr. síróp
200 gr. sykur
2-3 tesk. kanill
2 tesk. negull
2 tesk. engifer
1 1/2 matsk. koníak
500 gr. hveiti
1 tesk. matarsódi
60 gr. hakkaðar möndlur.

Smjör, síróp og sykur er hrært saman, síðan er kryddinu og koníakinu bætt í. Næst er hveitinu, matarsódanum og síðast möndlunum hnoðað saman við. Búnar eru til lengjur sem eru geymdar í ísskáp yfir nótt. Lengjurnar eru síðan skornar í sneiðar og bakaðar í 7-8 mínútur við 180° hita.

Kókoskökur með súkkulaði

Kókoskökur 2 egg
2 dl. sykur
3 dl. kókosmjöl
2 dl. hveiti
1 tesk. lyftiduft
50 gr brytjað súkkulaði

Egg og sykur þeytt vel saman. Þurrefnum og súkkulaði blandað saman við eggjahræruna og sett með teskeið á plötu. Bakað við 160°c í ca. 10 mínútur.

Hnetusmjörskonfekt

Hnetusmjörskonfekt 50 gr. púðursykur
200 gr. flórsykur
50 gr. smjör
200 gr. hnetusmjör
200 gr. rjómasúkkulaði
100 gr. suðusúkkulaði
1 matsk. smjör

Hrærið hnetusmjör, smjör, púðursykur og flórsykur vel saman. Klæðið 23 sm. form með bökunarpappír og þrýstið hnetusmjörs-
blöndunni í botninn. Bræðið súkkulaðið ásamt 1 matsk. af smjöri og dreifið yfir hnetusmjörsblönduna. Kælið vel og skerið í litla bita.

miðvikudagur, 19. desember 2007

Súkkulaði fudge

Súkkulaði konfekt Uppskrift frá Nigellu

350 gr. súkkulaði
1 dós (400 gr.) niðursoðin mjólk (condensed milk)
30 gr. smjör
örlítið salt
150 gr. pístasíuhnetur (ósaltar)

Setjið súkkulaði, mjólk, smjör og salt í pott og bræðið saman við lágan hita.
Saxið hneturnar gróft og hrærið þeim saman við súkkulaðiblönduna.
Hellið í ca. 23 sm ferkantað form, klætt álpappír og sléttið yfirborðið.
Kælið vel og skerið í litla bita.
Geymist í frysti.

Hnetukökur

Hnetusmákökur
200 gr. heslihnetukjarnar
2 dl. sykur
1 egg
50 gr. brætt smjör
Súkkulaðidropar

Heslihneturnar malaðar í matvinnsluvél. Sykri, eggi og bræddu smjöri hrært saman við. Mótaðar litlar kúlur sem eru bakaðar í ca. 10 mínútur við 180°. Súkkulaðidropi settur á hverja köku meðan þær eru heitar.

Mömmukökur

Mömmukossar
125 gr. sykur
250 gr. síróp
125 gr. smjör
1 egg
500 gr. hveiti
2 tesk. matarsódi
½ tesk. engifer
1 tesk. negull
1 tesk. kanell
Hitið sykur, síróp og smjör í potti. Kælið svolítið og hrærið egginu saman við. Blandið þurrefnunum út í. Hnoðið og setjið í kæli yfir nótt. Fletjið deigið fremur þunnt út og stingið út kökur. Bakið við 190° þar til kökurnar verða millibrúnar eða í uþb 5-7 mínútur.

krem:
2 bollar flórsykur
1 eggjarauða
3 matsk. smjör(mjúkt)
2 matsk. rjómi (óþeyttur)
½ tesk. vanillusykur
Þeytið flórsykur og eggjarauðu saman. Blandið smjöri, rjóma og vanillusykri saman við. Þegar kökurnar eru orðnar kaldar eru þær lagðar saman tvær og tvær með kreminu á milli.
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...