Sýnir færslur með efnisorðinu Kínverskir réttir. Sýna allar færslur
Sýnir færslur með efnisorðinu Kínverskir réttir. Sýna allar færslur

fimmtudagur, 20. ágúst 2015

Fiskur með fimm krydda blöndu og núðlum

Ýsa með fimm krydda blöndu og núðlum Fiskur:
800 gr. ýsuflök
2 tesk. fimm krydda blanda (Chinese five spice)
1 tesk. salt
2 matsk. hveiti  

Núðlur:
400 gr. hrísgrjónanúðlur, soðnar samkvæmt leiðbeiningum á pakka
4 matsk. sesamolía
2 matsk. sojasósa
3 matsk. hrásykur
2 dl. ostrusósa
1 rautt chili
4 sm. ferskur engifer
4 hvítlauksrif
8 vorlaukar

Blandið saman hveiti, fimm krydda blöndu og salti. Skerið fiskinn í litla bita, veltið honum upp úr hveitiblöndunni og steikið á pönnu.

Skerið hvítlauk, chili, engifer og vorlauk í þunnar sneiðar og steikið í nokkrar mínútur. Blandið saman sesamolíu, sojasósu, hrásykri og ostrusósu og hellið yfir grænmetið. Bætið núðlunum saman við og blandið vel saman.

Setjið núðlurnar í fat eða á disk, raðið fiskstykkjunum yfir og berið fram.

föstudagur, 26. febrúar 2010

Súrsætt svínakjöt

Súrsætt svínakjöt
1 kg. svínakjöt í litlum bitum
250 gr. bambusskot (bamboo shots)
1 græn paprika í strimlum
2 laukar í strimlum
1 tesk. salt
2 matsk. koníak eða þurrt sérrí
2 egg
4 matsk. maizenamjöl
4 matsk. hveiti

Sósa:
6 matsk. edik
6 matsk. sykur
1 tesk. salt
1 lítil dós tómatpure
2 matsk. sojasósa
1 tesk. sesamolía

Blandið saman salti og koníaki, hrærið því saman við kjötið og látið standa í 15 mínútur. Hrærið saman egg, maizenamjöl og hveiti og hrærið blöndunni saman við kjötið. Djúpsteikið kjötbitana í 3-5 mínútur eða þar til þeir eru fallega brúnaðir. Gætið þess að setja ekki of mikið á pönnuna í einu því þá kólnar olían. Þegar allt kjötið hefur verið steikt eru bambusskotin djúpsteikt í 2-3 mínútur, kjötið sett aftur á pönnuna og steikt áfram í 2 mínútur. Takið af pönnunni og hellið olíunni en skiljið eftir ca. 2 matsk. Steikið þá laukinn og paprikuna í nokkrar mínútur, bætið öllu sem á að fara í sósuna saman við og látið sjóða í nokkrar minútur eða þar til sósan hefur þykknað. Bætið þá kjötinu og bambusskotunum saman við og blandið vel saman. Berið fram með soðnum hrísgrjónum.

föstudagur, 21. mars 2008

Chili kjúklingur

Kínverskur kjúklingur
1 kíló beinlaus kjúklingur
4 matsk. saxað engifer
4 hvítlauksrif
1 matsk. sojasósa
1/2 tesk. sesamolía
2 matsk. hetusmjör
150 ml. sæt chilisósa
Kjúklingurinn skorinn í bita. Öllu blandað saman og hellt yfir kjúklinginn. Látið standa í um 30 mínútur.

2 grænar paprikur
3 sellerístönglar
2 gulrætur
1 brokkolíhöfuð
2 blaðlaukar
500 gr. udon núðlur
Grænmetið skorið smátt og steikt á wokpönnu. Haldð heitu í ofni meðan kjúklingurinn er steiktur.
Núðlurnar soðnar samkvæmt leiðbeiningum á pakka.
Kjúklingi og grænmeti blandað saman og borið fram með núðlunum.
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...