Sýnir færslur með efnisorðinu Kökur og eftirréttir. Sýna allar færslur
Sýnir færslur með efnisorðinu Kökur og eftirréttir. Sýna allar færslur

fimmtudagur, 28. apríl 2016

Súkkulaðipavlova

Súkkulaðipavlova
5 eggjahvítur
250 gr. sykur
3 matsk. kakó
1 tesk. balsam edik
50 gr. saxað suðusúkkulaði

Ofan á: 
3 dl. þeyttur rjómi
250 gr. hindber
rifið súkkulaði

Eggjahvítur og sykur þeytt þar til stíft og glansandi. Kakó og ediki blandað varlega saman við.

20 - 23 sm. hringur teiknaður á bökunarpappír og marensinn settur inn í hann, athugið að hann á að vera frekar hár. Sett inn í 180° heitan ofn, hitinn strax lækkaður í 150° og bakað í 1 klukkustund og 15 mínútur. Þá er slökkt á ofninum og marensinn látinn kólna í honum.

Rjóminn settur ofan á kökuna þegar hún er orðin köld og skreytt með hindberjum og rifnu súkkulaði.

Best er að setja rjómann og berin á kökuna rétt áður en á að borða hana.

laugardagur, 12. september 2015

Marenskaka með súkkulaðimús og saltlakkrískaramellu

Marengs með súkkulaðimús og saltlakkrískaramellu
Uppskriftina að þessari frábæru köku fékk ég hjá Helenu systur minni.

Botn:
3 eggjahvítur
100 gr. púðursykur
50 gr. sykur
1 tesk. lyftiduft
100 gr. Rice crispies

Þeytið eggjahvíturnar, bætið sykrinum og púðursykrinum við og þeytið vel. Stráið lyftiduftinu yfir Rice crispies og blandið varlega saman við eggjablönduna. Setjið í pappírsklætt smelluform og bakið við 150° í eina og hálfa klukkustund.

Súkkulaðimús:
150 gr. suðusúkkulaði
50 gr. smjör
3 eggjarauður
50 gr. flórsykur
4 dl. rjómi

Bræðið saman smjör og súkkulaði og kælið lítillega. Hrærið saman eggjarauður og flórsykur og blandið saman við súkkulaðiblönduna. Þeytið rjómann og blandið varlega saman við. Dreifið súkkulaðimúsinni yfir marensbotninn þegar hann hefur kólnað alveg og geymið kökuna í kæli þar til hún er borin fram.

Lakkrískaramella:
50 gr. smjör
100 gr. púðursykur
4 matsk. síróp
1 tesk. vanillusykur
2 1/2 dl. rjómi
140 gr. Piratos lakkríspeningar frá Haribo
1/2 líter sjóðandi vatn

Bræðið smjörið í potti, bætið púðursykri og sírópi við og látið sjóða í 3-5 mínútur. Bætið vanillusykri og rjóma við og látið sjóða í 5 mínútur til viðbótar. Í öðrum potti eru lakkríspeningarnir soðnir í vatninu þar til þeir eru alveg leystir upp og blandan orðin að þykku sírópi. Það getur tekið allt að 45 mínútum. Lakkríssírópinu er blandað við karamelluna, leyft að kólna dálítið og dreift yfir kökuna áður en hún er borin fram.

fimmtudagur, 9. júlí 2015

Ostakaka með Daim botni

Ostakaka með dajm botni
Hugmyndin að botninum á þessari köku kemur héðan

Botn:
300 gr. Daim súkkulaði (ca. 10 lítil stykki)
2 matsk. brætt smjör  

Fylling:
400 gr. rjómaostur
1/2 líter rjómi, þeyttur
2 dl. flórsykur
1 tesk. vanilluduft  

Ofan á:
Ferskir ávextir - til dæmis jarðarber, bláber og kiwi

Setjið Daim súkkulaðið í matvinnsluvél og maukið vel. Blandið brædda smjörinu saman við og setjið í botninn á formi.

Hrærið vel saman rjómaost, flórsykur og vanilluduft og blandið síðan þeytta rjómanum saman við. Setjið fyllinguna ofan á botninn í forminu.

 Skreytið kökuna fallega með ferskum ávöxtum og geymið í kæli þar til hún er borðuð.

föstudagur, 17. apríl 2015

Skúffukaka

Súkkulaðikaka
2 bollar hveiti
1 1/2 bolli sykur
1 1/2 tesk. lyftiduft
1/2 tesk. matarsódi
1 tesk. salt
1 dl. kakó
140 gr. brætt smjör
1 bolli mjólk
2 egg
1 tesk. vanilludropar.

Hráefnið sett í skál og hrært vel saman. Deigið sett í smurt og pappírsklætt form (ca. 25x35 sm.) og bakað við 175° í um 25 mínútur eða þar til kakan er bökuð - gætið þess þó að baka hana ekki of lengi  

Krem: (frá eldhussogur.com)
25 gr. smjör
1/2 dl. rjómi
200 gr. Pipp með karamellukremi

Allt sett saman í pott og brætt við vægan hita þar til súkkulaðið er bráðið og kremið er slétt og glansandi.  Kreminu smurt yfir kökuna þegar hún hefur kólnað.

Gott er að skreyta kökuna með ferskum ávöxtum eða sælgæti (t.d. lakkrískurli). Einnig má setja á kökuna glassúr eða súkkulaði smjörkrem

sunnudagur, 29. mars 2015

Dajm ísterta

Daim ístertaBotn:
3 eggjahvítur
2 dl. sykur
50 gr. saxaðar salthnetur

Eggjahvíturnar þeyttar þar til þær eru stífar, þá er sykurinn settur saman við og þeytt vel. Hnetunum blandað varlega saman við, deigið sett í pappírsklætt springform og bakað við 130° í eina klukkustund. Látið botninn kólna í forminu en losið hliðarnar á kökunni frá forminu.  

Krem:
3 eggjarauður
1 dl. sykur
4 lítil Dajm súkkulaði
4 dl. þeyttur rjómi

Eggjarauður og sykur þeytt vel. Dajm súkkulaðið saxað og bætt út í og að lokum þeytta rjómanum. Kremið sett yfir botninn í forminu og kakan fryst.

Best er að taka kökuna úr frysti 15-20 mínútum áður en á að borða hana.

sunnudagur, 8. mars 2015

Marens rúlluterta

Súkkulaðimarens rúlluterta
5 eggjahvítur
250 gr. sykur
3 matsk. maizenamjöl
2 matsk. kakó
3 dl. rjómi
1 poki frosin hindber
50 gr. súkkulaði

Þeytið eggjahvíturnar og blandið sykrinum smátt og smátt saman við. Hrærið maizenamjölinu og kakóinu sman við eggjahræruna og dreifið blöndunni á smjörpappírsörk. Bakið við 180° í 20 mínútur og og hvolfið á sykurstráðan smjörpappír. Látið kökuna kólna í 30 mínútur, rúllið henni þá upp og látið hana bíða þannig þar til rjóminn er settur á milli. Rúllið kökunni þá út, smyrjið yfir hana þeyttum rjómanum og dreifið hindberjunum yfir. Rúllið aftur upp og setjið á disk með samskeytin niður. Bræðið súkkulaðið og skreytið kökuna með því ásamt nokkrum berjum ef vill.

miðvikudagur, 3. desember 2014

Súkkulaðikrem

Súkkulaði smjörkrem
100 gr. smjör
100 gr. flórsykur
1 egg
1/2 tesk. vanilludropar
150 gr. suðusúkkulaði

Smjör og flórsykur þeytt saman. Eggi og vanilludropum hrært út í smjörhræruna og að lokum bræddu súkkulaði.

Kremið er gott að nota ofan á skúffuköku eða á kökubotna.

sunnudagur, 16. nóvember 2014

Bláberjakaka

Hrákaka með bláberjum
Botn:
150 gr. döðlur
150 gr. möndlur
2 matsk. hunang
Hellið sjóðandi vatni yfir döðlurnar og látið standa í 15 mínútur. Síið vatnið frá og setjið döðlurnar í matvinnsluvél ásamt möndlum og hunangi. Maukið vel og setjið í 22 cm. smelluform. Gott er að setja smjörpappír í borninn á forminu. Kælið botninn meðan fyllingin er útbúin.

Fylling: 
1 dl. kókosmjöl
1 dl. ristaðar kasjúhnetur
2 dl. bláber (mega vera frosin)
2 matsk. hunang
2-3 matsk. kókosolía (hitið krukkuna í vatnsbaði til að fá olíuna fljótandi)
2 tesk. sítrónusafi
Setjið allt í matvinnsluvél og maukið vel. Smyrjið fyllingunni yfir botninn og kælið þar til kakan er borin fram.

Skreytið kökuna með ferskum bláberjum, ristuðum kókosflögum og rifnum lime berki. Gott er að bera hana fram með þeyttum rjóma.

laugardagur, 12. júlí 2014

Súkkulaðikaka

Hveitilaus súkkulaðikaka
200 gr. pálmasykur
200 gr. smjör
250 gr. dökkt súkkulaði
1 dl. sterkt kaffi
4 egg

Bræðið sykur, smjör og súkkulaði í potti. Setjið kaffið saman við. Handþeytið eggin og hrærið þeim saman við súkkulaðiblönduna þegar hún hefur kólnað. Bakið í smurðu formi við 175° í 25-35 mínútur. Gætið þess að ofbaka kökuna ekki.

Skreytið kökuna með ferskum berjum og berið fram volga með þeyttum rjóma eða vanilluís

sunnudagur, 23. mars 2014

Eplabaka Unnar

Frönsk eplabaka
3 plötur smjördeig
1-2 epli
6 tesk. kanelsykur (eða eftir smekk)
1 egg til að pensla með

Skiptið smjördeigsplötunum í tvennt og fletjið hvern hluta út í ca. 15x20 cm ferhyrning. Afhýðið og kjarnhreinsið eplin og skerið þau í þunnar sneiðar. Raðið eplunum á annan helming hvers hluta og stráið einni teskeið af kanelsykri yfir. Brjótið saman til að loka bökunum og klemmið kantana vel saman með gaffli. Penslið með sundurslegnu eggi og bakið við 200° í um 20 mínútur eða þar til bökurnar eru fallega brúnaðar og eplin elduð í gegn.

Berið fram með þeyttum rjóma eða góðum ís.

fimmtudagur, 26. desember 2013

Vanilluís

Jólaís

3 egg
2 dl. sykur
1 vanillustöng
½ líter rjómi

Egg og sykur þeytt vel þar til það er ljóst og létt. Kornunum úr vanillustönginni blandað saman við, og að lokum þeyttum rjóma. Sett í form og fryst í 6-8 klukkustundir.

laugardagur, 23. nóvember 2013

Kókosbolluklikkun

Kókosbolludúndur

1/2 líter rjómi
1 púðursykurmarens
1 askja bláber
4 kókosbollur
1 poki karamellukurl

Þeytið rjómann og myljið marensinn saman við. Blandið bláberjunum saman við. Setjið helminginn í skál eða eldfast mót og kremjið kókosbollurnar yfir. Setjið afganginn af rjómablöndunni yfir og dreifið að lokum karamellukurlinu yfir. Ef vill má setja meira af bláberjum eða jarðarber ofan á.

mánudagur, 16. september 2013

Marens með súkkulaði

Marens með hnetusúkkulaði

4 eggjahvítur
220 gr. sykur
150 gr. rjómasúkkulaði með hnetum

Á milli:
3 dl. rjómi
1 box af jarðarberjum

Þeytið saman eggjahvítur og sykur þar til sykurinn er uppleystur og blandan þykk. Saxið súkkulaðið og blandið saman við. Teiknið tvo hringi (ca. 25 sm.) á bökunarpappír og smyrjið marensinum á þá. Bakið við 150° í  eina og hálfa klukkustund. Þegar botnarnir eru orðnir kaldir eru þeir lagðir saman með þeytta rjómanum og jarðarberjunum.

sunnudagur, 31. mars 2013

Hjónabandssæla

Hafrakaka með sultu

Þessi uppskrift gerir þrjár kökur.

250 gr. smjör
1 bolli pálmasykur
3 egg
2 bollar haframjöl
2 bollar kókosmjöl
2 bollar spelt
2 tesk. matarsódi
2 krukkur sykurlaus sulta (t.d. frá St. Dalfour)

Smjör og sykur hrært saman, eggjum bætt út í og síðan þurrefnum. Deiginu skipt í þrennt og og 2/3 af hverjum hluta þrýst í botninn á bökuformi eða formi með lausum botni. Sultunni smurt yfir deigið og afgangurinn af deiginu mulinn yfir. Bakað í 20-25 mínútur við 175°.

Gott er að borða kökurnar volgar með þeyttum rjóma.

laugardagur, 24. mars 2012

Döðlukaka

döðluréttur Ofboðslega góður eftirréttur sem ég fékk hjá Eddu vinkonu minni.

500 gr. döðlur
1 banani
1 1/2 dl. tröllahafrar
1 1/2 dl. kókosolía
100 gr. 70% súkkulaði
Blandaðir ferskir ávextir - td. jarðarber, bláber, vínber og kiwi
Kókosflögur eftir smekk (má sleppa)

Sjóðið döðlurnar í dálitlu vatni í 10 mínútur. Takið pottinn af hellunni og látið standa í ca. 15 mínútur. Bræðið kókosolíuna í vatnsbaði, setjið döðlur ásamt suðuvatni, banana, haframjöl og kókosolíu í matvinnsluvél og maukið. Setjið blönduna í mót (betra er að hafa mótið dálítið stórt til að kakan verði ekki of þykk) og kælið vel. Saxið að lokum súkkulaðið (eða bræðið það), dreifið yfir kökuna og skreytið með ávöxtum og kókosflögum.

Gott að bera fram með þeyttum rjóma.

föstudagur, 2. mars 2012

Baby Ruth

Marens með salthnetum Botn:
3 eggjahvítur
200 gr. sykur
100 gr. salthnetur
70 gr. ritz kex
1 tesk. lyftiduft

Krem:
100 gr. súkkulaði
50 gr. smjör
3 eggjarauður
60 gr. flórsykur

Ofan á:
2 dl. rjómi

Þeytið saman eggjahvítur og sykur þar til það er stíft. Myljið kexið og blandið því ásamt hnetunum og lyftiduftinu varlega saman við eggjahvíturnar. Bakið í smurðu formi við 170° í 20-30 mínútur.
Bræðið súkkulaðið og smjörið saman og látið kólna lítillega. Þeytið eggjarauður og flórsykur vel saman eða þar til það er ljós og létt og blandið svo súkkulaðinu varlega saman við. Smyrjið kreminu yfir botninn þegar hann er orðinn kaldur. Þeytið rjómann og setjið yfir kökuna.

laugardagur, 26. febrúar 2011

Döðluterta

Döðlukaka
150 gr. döðlur, smátt skornar
100 gr. valhnetur, saxaðar
100 gr. dökkt súkkulaði
200 gr. hrásykur eða 130 gr. agave sýróp
3 matsk. spelt
1 tesk. vanilludropar
3 matsk. kalt vatn
2 egg
1 tsk vínsteinslyftiduft

Ofan á kökuna:
100 gr. dökkt súkkulaði
grófar kókósflögur
jarðarber

Blandið hráefnunum vel saman og látið í lausbotna form. Bakið við 180°C í 20 mínútur, látið kólna. Bræðið súkkulaðið og setjið yfir kökuna, skreytið með kókosflögum og jarðarberjum.
Kakan þarf að kólna alveg áður en hún er borðuð.

föstudagur, 28. maí 2010

Hindberja créme brulée

Creme brule

3 dl. rjómi
2.5 dl. nýmjólk
1 vanillustöng
125 gr. sykur
5 eggjarauður
Frosin hindber
Hrásykur

Vanillustöngin klofin (fræin skafin úr) og soðin í mjólkinni og rjómanum ásamt helmingnum af sykrinum. Látið kólna dálítið. Rauðurnar þeyttar með afganginum af sykrinum, rjómablandan sigtuð og þeytt smám saman út í eggin. Hindberin sett í botninn á litlum eldföstum formum og rjómablöndunni hellt yfir. Bakað í vatnsbaði við 150° í ca. 1 klukkustund eða þar til búðingurinn er stífur. Þá er hann kældur vel í formunum, hrásykri stráð yfir og hann bræddur með gasloga þar til hann er farinn að brúnast vel.

laugardagur, 6. febrúar 2010

Súkkulaðimús með hindberjum

Súkkulaðimousse 100 gr. súkkulaði
2 matsk. smjör
2 matsk. heitt vatn
1 peli rjómi, þeyttur
3 egg, aðskilin
1 matsk. sykur
hindber


Súkkulaði, smjör og vatn brætt saman. Látið kólna niður í líkamshita.
Eggjahvítur og sykur þeytt saman þar til eggjahvítur eru stífar.
Eggjarauðum hrært saman við súkkulaðið þegar það hefur kólnað, og síðan 1/3 af þeytta rjómanum. Þá er helmingnum af eggjahvítunum hrært saman við. Þegar þær hafa blandast er afganginum af hvítunum blandað saman við og að lokum afganginum af rjómanum. Helmingurinn af músinni settur í skál, hindberjum dreift yfir og afgangurinn af músinni settur yfir. Skreytt með hindberjum og borið fram með þeyttum rjóma.

fimmtudagur, 4. júní 2009

Brownies

Brownies
125 gr. smjör
200 gr. suðusúkkulaði
1 matsk. Tia Maria (má sleppa)
1 tesk. vanilludropar
3 egg
250 gr. sykur
1/2 tesk. salt
125 gr. hveiti

Smjör og súkkulaði brætt saman. Líkjörnum og vanilludropunum hrært saman við og látið kólna dálítið. Egg, sykur og salt þeytt mjög vel saman og súkkulaðiblöndunni hrært saman við.
Að lokum er hveitinu blandað gætilega saman við með sleikju en hrært sem allra minnst svo að loftið fari ekki úr deiginu.
Deiginu hellt í ferkantað pappírsklætt form og bakað við 175° í ca. 30 mínútur eða þar til prjónn sem stungið er í kökuna kemur hreinn út. Kakan er látin kólna í forminu og þegar hún er hálfköld er hún skorin í frekar litla ferkantaða bita.
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...