Sýnir færslur með efnisorðinu Kökur og eftirréttir. Sýna allar færslur
Sýnir færslur með efnisorðinu Kökur og eftirréttir. Sýna allar færslur

fimmtudagur, 26. mars 2009

Marens með karamellusósu

Marensterta
5 eggjahvítur
2 dl. sykur
2 dl. púðursykur
1 tesk. maizenamjöl
1 tesk. lyftiduft

3 dl. rjómi

Karamellusósa:
120 gr. smjör
120 gr. púðursykur
1 tesk. vanilludropar
1/4 dl. rjómi

Eggjahvítur stífþeyttar ásamt sykri, maizenamjöli og lyftidufti. Mótaðir tveir botnar sem eru bakaðir við 130° í 1 1/2 klukkustund og síðan látnir kólna með ofninum.

Smjör og púðursykur brætt saman í potti. Vanilludropum og rjóma bætt saman við og látið sjóða í nokkrar mínútur.

Marensbotnarnir lagðir lagðir saman með þeyttum rjómanum. Karamellusósan kæld og síðan hellt yfir.

miðvikudagur, 11. mars 2009

Frönsk súkkulaðiterta

Frönsk súkkulaðikaka 200 gr. smjör
200 gr. suðusúkkulaði
4 egg
3 dl. sykur
1 dl. hveiti
100 gr. fínt malaðir heslihnetukjarnar

Bræðið smjör og súkkulaði saman. Þeytið egg og sykur mjög vel saman. Þegar smjörið og súkkulaðið hefur kólnað aðeins (það má ekki vera heitt) er það látið út í eggjahræruna. Síðan er hveiti og hnetum blandað varlega saman við.
Bakið í tertuformi (springformi) við 180° í 35-40 mínútur. Athugið að kakan á að vera dálítið "klesst" í miðjunni.
Kakan er látin kólna í forminu og síðan skreytt með sigtuðum flórsykri og jarðarberjum. Borin fram með þeyttum rjóma.

þriðjudagur, 3. mars 2009

Panna cotta með hindberjum

Panna cotta með hindberjum
1 líter rjómi
2 vanillustangir
3 blöð matarlím
125 ml. mjólk
125 gr. flórsykur

6 tesk. vodki

Hindberjasósa:
300 gr. hindber
3 matsk. flórsykur

750 ml. af rjómanum sett í pott ásamt klofnum vanillustöngunum og soðið niður um þriðjung. Fræin skafin innan úr vanillustöngunum og blandað saman við rjómann.
Matarlímið er lagt í bleyti í mjólkinni í 15 mínútur. Tekið úr og mjólkin hituð að suðu. Matarlímið sett saman við og hrært þar til það hefur bráðnað. Blandað saman við heitan rjómann og blandan látin kólna. Afgangurinn af rjómanum er þeyttur ásamt flórsykrinum og blandað varlega saman við rjómablönduna þegar hún hefur kólnað.
Hellt í lítil form og látið stífna í ísskáp í a.m.k. 2 klukkustundir.
Hindberin sett í mixara og maukuð ásamt 3 matsk. af flórsykri.
Búðingunum er hvolft á diska, einni teskeið af vodka hellt yfir hvern þeirra og borið fram með hindberjasósunni.

fimmtudagur, 19. febrúar 2009

Vatnsdeigsbollur

Bollur 80 gr. smjör
2 dl. vatn
100 gr. hveiti
2-3 egg
1/4 tesk. salt

Sjóðið vatn og smjör í potti þar til smjörið hefur bráðnað og vatnið sýður. Bætið þá hveitinu í og hrærið vel saman við. Gætið þess að hafa pottinn áfram á heitri hellunni á meðan. Stráið saltinu yfir og látið kólna lítillega. Þeytið eggin og bætið þeim smám saman út í deigið. Hrærið vel í á milli, gott er að nota handþeytara.
Búið til 12 bollur með tveimur skeiðum eða rjómasprautu og bakið þær við 200° í 20-30 mínútur. Athugið að ekki má opna ofninn fyrstu 15-20 mínúturnar.

mánudagur, 16. febrúar 2009

Skyrterta

Skyrkaka Botn:
1 pk. Homeblest kex
3-4 matsk. smjör
Mulið saman og sett í botn á formi.

Kaka:
2 egg
140 gr. sykur
1 dós skyr (500 gr.)
7 blöð matarlím
2 tesk. vanillusykur
1 peli rjómi

Egg og sykur þeytt vel, skyrinu og vanillusykrinum hrært saman við. Matarlímið brætt og hrært út í. Rjóminn þeyttur og blandað varlega saman við. Hellt yfir kexbotninn og kælt í nokkra klukkutíma.

sunnudagur, 15. febrúar 2009

Banana pönnukökur

Pönnukökur með banana
5 dl. hveiti
4 tesk. lyftiduft
1/2 tesk. salt
2 matsk. sykur
3-4 dl. mjólk
2 egg
2 matsk. olía
3-4 stappaðir bananar

Setjið hveiti, lyftiduft, salt og sykur í skál. Hellið mjólkinni saman við og hrærið þar til deigið er kekkjalaust. Hrærið þá eggjunum og olíunni við og að síðustu stöppuðum banönum.
Steikið pönnukökurnar á heitri pönnu þar til þær eru fallega brúnaðar og loftbólur hafa myndast, snúið þeim þá við og steikið á hinni hliðinni.
Pönnukökurnar eru bornar fram með smjöri og sírópi eða hunangi.

fimmtudagur, 12. febrúar 2009

Flapjacks

Hafrakökur 175 gr. smjör
75 gr. pálmasykur
2 matsk. agave síróp
225 gr. haframjöl
50 gr. kókosmjöl

Bræðið smjör, síróp og púðursykur saman í potti við vægan hita. Blandið haframjölinu og kókosmjölinu saman við með sleif og hrærið þar til allt hefur blandast vel.
Setjið blönduna í form og bakið við 180° í 20 mínútur.
Látið kökuna kólna alveg í forminu áður en hún er skorin í bita.

miðvikudagur, 21. janúar 2009

Pönnukökur

Pönnukökur
3 3/4 dl. hveiti
1/2 tesk. salt
2 tesk. sykur
1 tesk. lyftiduft
3 egg
6 dl. mjólk
3 matsk. matarolía
1/2 tesk. vanilludropar

Hveiti, salt, sykur og lyftiduft sett í skál. Helmingnum af mjólkinni blandað saman við og hrært þar til deigið er kekkjalaust. Bætið þá eggjunum, afganginum af mjólkinni, matarolíunni og vanilludropunum saman við. Bætið meiri mjólk við ef þarf.
Pönnukökurnar verða fallegar á litinn ef 1/2-1 dl. af kaffi er blandað saman við deigið.

Ef setja á ósæta fyllingu í pönnukökurnar er sykrinum og vanilludropunum sleppt.

föstudagur, 25. apríl 2008

Eton mess

Brotinn marens með jarðarberjum 400 gr. jarðarber
1 matsk. appelsínulíkjör
1/2 líter rjómi
100 gr. marens

Jarðarberin skorin í bita, líkjörnum hellt yfir og látið standa í smá stund. Rjóminn þeyttur, jarðarberjunum blandað saman við og að lokum er marensinn mulinn gróft saman við.
Best er að borða eftirréttinn strax og marensinn hefur verið settur í því hann verður fljótt linur.

laugardagur, 29. mars 2008

Pavlova

Marens með jarðarberjum
4 eggjahvítur
250 gr. sykur
2 tesk. maizenamjöl
1 tesk. hvítvínsedik
1/2 tesk. vanilludropar
1 peli rjómi, þeyttur
Ferskir ávextir, td. jarðarber eða hindber

Eggjahvítur og sykur þeytt þar til stíft og glansandi. Maizenamjöli, ediki og vanilludropum blandað varlega saman við.
20 - 23 sm. hringur teiknaður á bökunarpappír og marensinn settur inn í hann, athugið að hann á að vera frekar hár. Sett inn í 180° heitan ofn, hitinn strax lækkaður í 150° og bakað í 1 klukkustund og 15 mínútur. Þá er slökkt á ofninum og marensinn látinn kólna í honum.
Rjóminn settur ofan á kökuna þegar hún er orðin köld og skreytt með ávöxtunum.

þriðjudagur, 25. mars 2008

Banoffee pie

Banana og karamellu kaka
Botn:
250 gr. hveiti
125 gr. smjör
50 gr. sykur
1 egg
Allt hráefnið sett í matvinnsluvél. Deigið kælt í um klukkustund, síðan flatt út og sett í bökudisk. Bakað með fargi (t.d. þurrum baunum eða hrísgrjónum) við 180° í 20 mínútur.

Fylling:
1 dós niðursoðin mjólk (condensed milk)
3 bananar
3 dl. rjómi
Mjólkurdósin sett í pott með sjóðandi vatni og soðin í 3 klukkustundir. Gætið þess að vatnið fljóti yfir dósina allan tímann. Látið kólna lítillega og innihaldinu síðan smurt yfir botninn. Bananarnir skornir í sneiðar og raðað yfir. Rjóminn þeyttur og dreift yfir og að síðustu er örlitlu kakódufti stráð yfir.

sunnudagur, 23. mars 2008

Mascarpone terta

Ostakaka með jarðarberjum Botn:
250 gr. hveiti
125 gr. smjör
50 gr. sykur
1 egg
rifinn börkur af einni appelsínu
Allt hráefnið sett í matvinnsluvél. Deigið kælt í um klukkustund, síðan flatt út og sett í bökudisk. Bakað með fargi (t.d. þurrum baunum eða hrísgrjónum) við 180° í 20 mínútur.

Fylling:
1,5 dl. rjómi
250 gr. mascarpone ostur
2 matsk. hunang
2 matsk. appelsínusafi eða appelsínulíkjör
150 gr. jarðarber
Rjómi, ostur, hunang og appelsínusafi hrært saman. Fyllingin sett í bökubotninn þegar hann er orðinn kaldur. Jarðarberin skorin í sneiðar og sett ofan á. Ef vill, má hita 2 matskeiðar af hunangi og pensla jarðarberin með því.

laugardagur, 27. október 2007

Súkkulaðihorn

Pain au chocolat
Þessi uppskrift er frá Nigellu

1 pakki smjördeig
100 gr. súkkulaði
1 egg

Ef smjördeigið er ekki "ready rolled" fletjið það þá út og skerið í 6-8 ferninga sem hver er svo skorinn í tvo þríhyrninga. Setjið súkkulaðibita á hvern þríhyrning og rúllið upp í lítil horn. Setjið á plötu klædda með bökunarpappír, penslið með eggi og bakið við 220° í 15-20 mínútur.
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...