Sýnir færslur með efnisorðinu Kartöfluréttir. Sýna allar færslur
Sýnir færslur með efnisorðinu Kartöfluréttir. Sýna allar færslur

laugardagur, 16. apríl 2016

Tortilla Española - Spænsk eggjakaka

/>
4 stórar kartöflur
1 laukur
4 egg
1/2 - 1 líter ólífuolía
Sjávarsalt eftir smekk

Afhýðið kartöflurnar, skerið þær í tvennt og síðan í þunnar sneiðar. Skerið laukinn í tvennt og síðan í þunnar sneiðar.

Ólífuolíunni hellt í pott, kartöflurnar settar út í kalda olíuna, hitað að suðu og látið sjóða við vægan hita í 10 mínútur. Lauknum bætt við og soðið áfram í 10 mínútur. Blöndunni hellt í sigti og látið standa þar til olían hefur runnið vel af. Geymið olíuna því hana má vel nota aftur.

Brjótið eggin í skál, hrærið þau lauslega saman og saltið. Blandið kartöflunum og lauknum saman við og hellið blöndunni á djúpa ca. 20 sm. víða pönnu. Eldið eggjakökuna við vægan hita þar til eggin eru nánast alveg hlaupin. Þá er eggjakökunni snúið við og hún steikt á hinni hliðinni.

Tortillan er góð bæði heit og köld.

sunnudagur, 12. júlí 2015

Kartöflusalat með chili og kapers

Kartöflur með chili og kapers750 gr. kartöflur
2 rauð chili, fræhreinsuð og söxuð smátt
1 dl. kapers (ein lítil krukka)
50 gr. smjör
1 matsk. ólífuolía
1 dl. steinselja
salt og pipar

Sjóðið kartöflurnar og skerið þær í bita. Ef notaðar eru nýjar kartöflur er gott að hafa hýðið á þeim.
Bræðið smjörið á pönnu og blandið ólífuolíunni saman við. Setjið kartöflurnar á pönnuna og leyfið þeim að brúnast lítillega. Bætið þá chili og kapers við og látið malla í nokkrar mínútur. Bragðbætið með salti og pipar og stráið að lokum steinseljunni yfir.

mánudagur, 21. apríl 2014

Saffran kartöflur

Kartöflur með saffran
750 gr. kartöflur
1/2 tesk. saffran
1/2 dl. sjóðandi vatn
50 gr. smjör
1/2 tesk. sjávarsalt
1/2 dl. ristuð sólblómafræ
1 dl. söxuð steinselja

Sjóðið kartöflurnar, afhýðið þær og skerið í bita. Ef notaðar eru nýjar kartöflur er gott að hafa hýðið á þeim. Setjið saffranið í litla skál, hellið sjóðandi vatninu yfir og látið standa í 5 mínútur. Bræðið smjörið á pönnu, setjið kartöflurnar út í og léttsteikið við vægan hita í nokkrar mínútur. Stráið saltinu yfir. Hellið saffranvatninu á pönnuna og veltið kartöflunum upp úr því. Bætið að lokum sólblómafræjunum og steinseljunni við og blandið varlega saman.

sunnudagur, 19. janúar 2014

Kartöflur með sinnepsfræjum og turmerik

Sinnepskartöflur

750 gr. kartöflur
75 gr. smjör
2 tesk. gul sinnepsfræ
1 tesk. brún sinnepsfræ (ef þau fást ekki má nota meira af gulum sinnepsfræjum)
1 1/2 tesk. turmerik
sjávarsalt eftir smekk

Sjóðið kartöflurnar og afhýðið þær. Ef notaðar eru nýjar kartöflur er gott að hafa hýðið á þeim. Bræðið smjörið á pönnu og setjið sinnepsfræin út í. Þegar þau byrja að "poppast" er turmerikið sett saman við, blandað vel og kartöflunum bætt við. Kartöflunum velt upp úr smjörinu og hitaðar við vægan hita í nokkrar mínútur - athugið að þær eiga ekki að brúnast. Saltið að lokum eftir smekk.

miðvikudagur, 20. júlí 2011

Spænskt kartöflusalat

kartöflusalat með saffrani
1/2 dl. rauðvínsedik
1 matsk. hunang
væn klípa af saffrani
2 1/2 dl. majones
1 hvítlauksrif, marið eða rifið
1 kg. kartöflur
2 tómatar
1 rauðlaukur
1 búnt steinselja
salt og pipar

Setjið edik, hunang og saffran í lítinn pott og komið upp suðu. Takið strax af hitanum og látð blönduna kólna í stofuhita. Þegar blandan hefur kólnað er henni hellt úr í majonesið ásamt hvítlauknum. Bragðbætt með salti og pipar eftir smekk.
Kartöflurnar soðnar og skornar í bita. Ef notaðar eru nýjar kartöflur þarf ekki að afhýða þær. Blandið kartöflunum strax saman við majonesið ásamt kjarnhreinsuðum tómötunum, rauðlauknum og steinseljunni og kryddið með salti og pipar ef þarf.

laugardagur, 18. júní 2011

Kartöflusalat með graslauk

kartöflusalat með steinselju 1 kg. kartöflur
2 dósir sýrður rjómi
1 1/2 matsk. dijon sinnep
1 búnt graslaukur
1 búnt steinselja
salt og pipar

Kartöflurnar soðnar, kældar og skornar í frekar litla bita. Ef notaðar eru nýjar kartöflur er gott að hafa hýðið á þeim.
Sinnepinu hrært saman við sýrða rjómann. Graslaukurinn og steinseljan söxuð mjög smátt (passið að henda stönglunum af steinseljunni) og blandað saman við. Saltað og piprað eftir smekk. Að lokum er kartöflunum blandað varlega saman við.

mánudagur, 13. desember 2010

Kartöflusalat með ólífum

1 kg. kartöflur
1 krukka fetaostur í olíu
1/2 krukka sólþurrkaðir tómatar
1/2 krukka svartar ólífur
1 rauðlaukur
1/2 búnt fersk steinselja (gróft söxuð)

Saxið tómatana, skerið ólífurnar í þrennt og laukinn í þunnar sneiðar. Setjið i skál og blandið fetaostinum ásamt olíu saman við. Sjóðið kartöflurnar, skerið þær í bita og blandið saman við grænmetið meðan kartöflurnar eru ennþá heitar. Grófsaxið að lokum steinseljuna og blandið saman við.

miðvikudagur, 6. ágúst 2008

Kartöflugratín

Gratineraðar kartöflur
1.5 kg. kartöflur
300 gr. rjómaostur
1/2 líter rjómi
Salt eftir smekk

Kartöflurnar skornar í þunnar sneiðar og raðað í eldfast mót. Rjómaostur og rjómi brætt saman í potti, bragðbætt með salti og síðan hellt yfir kartöflurnar.
Bakað við 175° í ca. 2 klukkustundir.

föstudagur, 24. ágúst 2007

Fylltar kartöflur

Kartöflur með hakkfyllingu

10 bökunarkartöflur
100 gr.geitaostur (eða fetaostur)
30 gr. smjör
500 gr. hakk
2 laukar
2 hvítlauksrif
1/2 tesk. timian
1 matsk. hveiti
1 matsk. tómatpuré
1 matsk. Worchestershire sósa
1/4 l. nauta- eða lambasoð
salt og pipar

Bakið kartöflurnar við 200° í 1 1/2 klukkustund.
Steikið hakkið, bætið lauk og hvítlauk saman við og kryddið. Hrærið hveitinu og tómatpuré saman við. Steikið í nokkrar mínútur og hrærið stöðugt í. Bætið Worchestershire sósu og kjötsoði saman við og látið sjóða í 60 mínútur.
Skerið lok ofan af kartöflunum og takið innan úr þeim með skeið. Stappið kartöflurnar með geitaosti og smjöri og bragðbætið með salti og pipar.
Setjið kjötsósuna í kartöflurnar og kartöflumúsina ofan á. Bakið við 200° í 20 mínútur.
Berið fram með góðu salati.
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...