Sýnir færslur með efnisorðinu Kjötréttir. Sýna allar færslur
Sýnir færslur með efnisorðinu Kjötréttir. Sýna allar færslur

föstudagur, 3. apríl 2015

Confit andalæri (Confit de Canard)

Confit andaleggir
6-8 andalæri með legg
2 matsk. sjávarsalt
1 tesk. svartur pipar
1 tesk. þurrkað timian
2 lárviðarlauf, mulin

Raðið andalærunum í einfalt lag í ofnpott eða eldfast mót og dreifið saltinu og kryddinu yfir. Látið standa í ísskáp í einn sólarhring.

Þurrkið mesta saltið af lærunum og setjið þau aftur í pottinn. Lokið pottinum og eldið við 160° í 3 klukkustundir. Takið lokið af pottinum og eldið lærin áfram í hálfa klukkustund. Látið standa í 20 mínútur og berið fram með kartöflugratíni og grænu salati.

Geymið fituna sem kemur þegar lærin eru elduð því hún er frábær til að elda ofnbakaðar kartöflur (Roast potatoes).

fimmtudagur, 19. febrúar 2015

Sprengidagsbaunir

Baunasúpa
1 pk. baunir (500 gr.)
1 1/2 líter vatn
1 laukur
1 blaðlaukur
1 rautt chili
4 hvítlauksrif
1 tesk. svartur pipar
1 kg. saltkjöt
500 gr. gulrætur
1 rófa

Leggið baunirnar í bleyti í að minnsta kosti 5 klukkustundir - helst yfir nótt. Sigtið þær og setjið í pott ásamt vatni, lauk, chili, hvítlauk og pipar og látið sjóða í eina klukkustund. Bætið þá saltkjötinu út í og látið sjóða í 40 mínútur. Þá eru rófur og gulrætur settar saman við og soðið áfram í 20 mínútur.

laugardagur, 26. apríl 2014

Kalkúnafylling

Kalkúnafylling
350 gr. brauð, skorpulaust, skorið í litla bita
1 blaðlaukur, skorinn í sneiðar
200 gr. gulrætur, skornar í teninga
2-3 sellerístönglar, smátt saxaðir
450 gr. sveppir, sneiddir
100 gr. furuhnetur
2 egg
50 gr. smjör, brætt
2 tesk. sjávarsalt
1 tesk. þurrkuð salvía
pipar
mjólk

Brauðið þurrkað stutta stund í ofni og sett í skál og bleytt örlítið í með mjólk. Blaðlaukur, gulrætur, sellerý og sveppir steikt saman á pönnu og sett saman við brauðið. Krydd sett út í ásamt furuhnetum, eggjum og bræddu smjöri og hnoðað vel saman.
Fyllinguna má hvort heldur sem er setja inn í kalkúnann eða baka í sér formi, en þá þarf hún um klukkutíma bakstur við 180° hita.

miðvikudagur, 22. janúar 2014

Hægeldaður lambabógur með indversku kryddmauki

Lambakjöt með indversku kryddi

1 lambabógur
1 laukur

 Marinering: 
1 laukur
3 hvítlauksrif
2 sm biti af engifer
1 tesk. cumin
1 tesk. koriander
1 tesk. chili duft
1 tesk. turmerik
1 tesk. fenugreek
1 tesk. svartur pipar
1 tesk. garam masala
2 tesk. sjávarsalt
1 dl. jógúrt
2 matsk. hunang
½ dl. möndlur
2 matsk. brætt smjör eða olía

Allt hráefnið í marineringuna sett í matvinnsluvél og maukað. Bógurinn settur í steikarpott með loki, stungið í hann á nokkrum stöðum og marineringunni dreift yfir. Látið standa við stofuhita í 6-8 klukkustundir. Laukurinn saxaður smátt og settur í pottinn með kjötinu ásamt þremur desilítrum af sjóðandi vatni. Sett í 140° heitan ofn í 4 klukkustundir og vatni bætt í pottinn eftr þörfum. Hitinn hækkaður í 220° lokið tekið af pottinum og eldað áfram í 30 mínútur eða þar til kjötið er fallega brúnað. Gætið þess að soðið brenni ekki meðan á þessu stendur. Látið kjötið standa í 20-30 mínútur áður en það er borðað. Soðið úr pottinum sett í skál og borið með.

sunnudagur, 27. mars 2011

Svínalundir með döðlum og gráðaosti

Grísalundir með döðlum og gráðosti 1200 gr. svínalundir
60 gr. döðlur
6 hvítlauksrif
1 box sveppir
1 laukur
4 dl. rjómi
100 gr. gráðaostur
salt og pipar

Lundirnar hreinsaðar af himnum og fitu og skornar í bita, ekki of litla. Kjötið brúnað á pönnu, kryddað með salti og pipar og sett í eldfast mót. Sveppir, laukur, hvítlaukur og döðlur saxað og steikt á pönnunni. Rjómanum og ostinum bætt út í og látið krauma þar til osturinn hefur bráðnað. Þá er sósunni hellt yfir kjötið og rétturinn eldaður í 180° heitum ofni í 15-20 mínútur.

föstudagur, 26. febrúar 2010

Súrsætt svínakjöt

Súrsætt svínakjöt
1 kg. svínakjöt í litlum bitum
250 gr. bambusskot (bamboo shots)
1 græn paprika í strimlum
2 laukar í strimlum
1 tesk. salt
2 matsk. koníak eða þurrt sérrí
2 egg
4 matsk. maizenamjöl
4 matsk. hveiti

Sósa:
6 matsk. edik
6 matsk. sykur
1 tesk. salt
1 lítil dós tómatpure
2 matsk. sojasósa
1 tesk. sesamolía

Blandið saman salti og koníaki, hrærið því saman við kjötið og látið standa í 15 mínútur. Hrærið saman egg, maizenamjöl og hveiti og hrærið blöndunni saman við kjötið. Djúpsteikið kjötbitana í 3-5 mínútur eða þar til þeir eru fallega brúnaðir. Gætið þess að setja ekki of mikið á pönnuna í einu því þá kólnar olían. Þegar allt kjötið hefur verið steikt eru bambusskotin djúpsteikt í 2-3 mínútur, kjötið sett aftur á pönnuna og steikt áfram í 2 mínútur. Takið af pönnunni og hellið olíunni en skiljið eftir ca. 2 matsk. Steikið þá laukinn og paprikuna í nokkrar mínútur, bætið öllu sem á að fara í sósuna saman við og látið sjóða í nokkrar minútur eða þar til sósan hefur þykknað. Bætið þá kjötinu og bambusskotunum saman við og blandið vel saman. Berið fram með soðnum hrísgrjónum.

miðvikudagur, 7. október 2009

Goan lambakjöt

Goan lambakjöt 750 gr. lambakjöt
2 laukar
10 hvítlauksrif
1 tesk. turmeric
1 stjörnuanís
1 tesk. sjávarsalt
1 dós kókosmjólk

Engifermauk:
10 hvítlauksrif
50 gr. ferskt engifer
3 græn chilli

Saxið lauk og hvítlauk og mýkið á pönnu. Skerið kjötið í litla bita og bætið því á pönnuna. Steikið í nokkrar mínútur eða þar til kjötið hefur brúnast lítillega. Maukið hvítlauk, engifer og chilli og bætið saman við ásamt turmeric og látið malla í 6-7 mínútur. Blandið kókosmjólkinni þá saman við ásamt salti og stjörnuanís og látið sjóða við vægan hita í 30-40 mínútur. Dreifið söxuðu koriander yfir.

Chilli con carne

Chili con carne500 gr. hakk
2 tesk. cummin
1 tesk. chiliduft
1/2 tesk. oregano
1 tesk. sjávarsalt
1/2 tesk. svartur pipar
2 matsk. hveiti
2 hvítlauksrif
2 dósir niðursoðnir tómatar
1 dós nýrnabaunir

Steikið hakkið á pönnu, blandið saman kryddi og hveiti og hrærið því saman við hakkið ásamt söxuðum hvítlauknum. Látið krauma í 1-2 mínútur. Hellið tómötunum saman við og látið sjóða í 40-50 mínútur eða þar til sósan er þykk og jöfn. Hellið soðinu af nýrnabaununum og látið þær sjóða með síðustu 5 mínúturnar.

miðvikudagur, 10. september 2008

Lambaborgarar

Lambakjötsborgarar
1.5 kg. lambahakk
1 rautt chilli, smátt saxað
4 hvítlauksrif, marin
1 búnt vorlaukur, skorinn í sneiðar
1 búnt steinselja
200 gr. mulinn fetaostur
1 egg
salt og pipar

Öllu hnoðað saman í höndum og mótaðir 12-14 hamborgarar.

miðvikudagur, 6. ágúst 2008

Bifteki

Grískir hamborgarar
1 kg. hakk
1/2 dl. jógúrt
1 tesk. salt
1/2 tesk. malaður pipar
100 gr. feta ostur

Hakki, jógúrti og kryddi blandað vel saman. Feta osturinn skorinn í ræmur. Mótaðar ca. 14 aflangar bollur sem eru fylltar með ostinum. Saltað lítillega og síðan steikt á pönnu eða grillað á útigrilli þar til hakkið er eldað í gegn og osturinn byrjaður að mýkjast.

mánudagur, 16. júní 2008

Moussaka

Mússaka

1 kg. hakk
1 stór laukur
2 dósir niðursoðnir tómatar
1/2 tesk. oregano
1/2 tesk. kanill
2 lárviðarlauf
4 eggaldin
salt og pipar eftir smekk

100 gr. smjör
4 matsk. hveiti
1/2 l. mjólk
120 gr. rifinn parmesanostur
3 egg
1/2 rifin múskathneta

Brúnið hakkið og bætið söxuðum lauk saman við. Steikið þar til laukurinn er orðinn glær en ekki brúnaður. Bætið þá tómötum og kryddi út í og látið sjóða undir loki í ca. 1 klukkustund. Ef sósan er of þunn er lokið tekið af pottinum síðustu 10 mínúturnar.
Skerið eggaldinið í sneiðar, penslið þær með olíu og steikið á heitri pönnu þar til þær eru fallega brúnaðar.
Bræðið smjörið í potti og hrærið hveitinu saman við. Bætið mjólkinni við smátt og smátt. Látið sjóða í um 5 mínútur og hrærið stanslaust í svo að sósan brenni ekki við. Bætið parmesan ostinum í ásamt múskatinu og saltið að lokum ef þarf. Látið sósuna kólna lítillega og hrærið svo eggjunum saman við, einu í einu.
Raðið helmingnum af eggaldinsneiðunum í eldfast mót, setjið kjötsósuna þar yfir, raðið síðan afganginum af eggaldinsneiðunum yfir og hellið sósunni yfir.
Bakið við 175° í um 45 mínútur.

mánudagur, 21. apríl 2008

Lambakjöt með spínati (Sag Gosht)

Indverskt lambakjöt
1 kg. lambakjöt, skorið í litla bita
1 1/2 tesk. sinnepsfræ
2 hvítlauksrif, marin
2 tesk. kardimommur
1 matsk. koriander
4 sm. engifer, saxaður smátt
1 laukur
1 grænt chilli, fræhreinsað og saxað smátt
1 tesk. sykur
1 tesk. turmerik
300 gr. spínat
1 tesk. sjávarsalt
1 lítil dós jógúrt

Steikið sinnepsfræin í heitri olíu á djúpri pönnu þar til þau byrja að poppast. Bætið þá hvítlauk, kardimommum, koriander og engifer á pönnuna, steikið í eina mínútu og hrærið stanslaust í á meðan. Bætið lambakjötinu, lauk og chilli á pönnuna og steikið þar til kjötið er er fallega brúnað. Hrærið þá sykri, turmerik og spínati saman við og sjóðið í 3 mínútur. Saltið og hrærið jógúrtinu saman við, lækkið hitann og látið malla undir loki í um eina klukkustund.

þriðjudagur, 25. mars 2008

Önd í appelsínusósu

Appelsínuönd
6-8 andarbringur
1/2 dl. sykur
2 matsk. vatn
2 matsk. sherry edik
3,5 dl. appelsínusafi
4 skalotlaukar, saxaðir
3,5 dl. kjúklingasoð
50 gr. smjör
4 appelsínur

Sjóðið saman sykur og vatn þar til það er orðið að sírópi, um 8 mínútur. Takið af hitanum og hrærið edikinu saman við. Bætið appelsínusafanum og lauknum við og látið sjóða í um 15 mínútur eða þar til um hálfur bolli er eftir. Bætið þá kjúklingasoðinu við og sjóðið í hálftíma eða þar til um 3/4 bolli er eftir af sósunni.
Skerið börkinn af appelsínunum og skerið aldinkjötið innan úr himnunum.
Bætið smjörinu í sósuna og setjið appelsínubitana út í rétt áður en hún er borin fram.

Ristið í fituna á andarbringunum og setjið þær á heita pönnu. Steikið í 10 mínútur á fituhliðinni og 8 mínútur á hinni. Látið standa í 10 mínútur áður en þær eru bornar fram með sósunni.

mánudagur, 3. mars 2008

Pasta mammolara

Bakað tortellini með hakki
1 kg. hakk
2 dósir niðursoðnir tómatar
salt, pipar, ítalskt krydd, lárviðarlauf
500 gr. kotasæla
500 gr. tortellini
200 gr. rifinn ostur

Hakkið steikt á pönnu, tómatarnir settir út á, kryddað og látið sjóða í klukkustund. Bætið vatni á pönnuna ef þarf.
Sjóðið tortellini samkvæmt leiðbeiningum á pakka.
Hrærið kotasælunni saman við kjötsósuna, blandið soðnu tortellini saman við, dreifið rifna ostinum yfir og bakið við 200° í um 30 mínútur.

mánudagur, 18. febrúar 2008

Spaghetti með kjötbollum

Pasta með kjötbollum
Bollur:
500 gr. hakk
4 franskbrauðsneiðar, fínt hakkaðar
1 bolli rifinn ostur
2 egg
salt og pipar
Öllu hnoðað saman í höndum. Búnar til litlar bollur sem eru steiktar á pönnu.

Sósa:
2 dósir niðursoðnir tómatar
1 lítil dós tómatpurre
1 laukur
3 hvítlauksrif
2 tesk. sykur
salt, pipar, italian seasoning
Allt sett í pott, látið krauma við lágan hita í 15 mínútur og síðan maukað. Bollurnar látnar út í og hitað þar til þær eru heitar í gegn.

Borið fram með spaghetti og salati.

sunnudagur, 27. janúar 2008

Indverskar kjötbollur

Kjötbollur í karrýsósu Bollurnar:
800 gr. hakk
1 laukur, rifinn eða smátt saxaður
2 egg
100 gr. brauðrasp
1 rautt chilli, saxað smátt
2 matsk. rifinn engifer
1 tesk. karrý
1 tesk. sjávarsalt

Sósan:
2 matsk. karrýmauk
2 matsk. rifinn engifer
4 tómatar, saxaðir
1 dós kókosmjólk
2 tesk. púðursykur
1 dl. muldar cashew hnetur
salt

Blandið saman í höndum öllu sem á að fara í bollurnar. Búið til litlar bollur og bakið þær við 200° í 15-20 mínútur.
Steikið saman karrýmaukið og engiferinn í ca. 1 mínútu. Bætið tómötunum í og steikið áfram í 2-3 mínútur, hrærið stöðugt í. Hellið kókosmjólkinni út í og sjóðið við vægan hita í 5 mínútur.
Setjið kjötbollurnar saman við og látið malla í 20 mínútur.
Hrærið að lokum sykrinum og hnetunum saman við og saltið sósuna ef þarf.
Borið fram með raitu og naan brauði.

laugardagur, 27. október 2007

Fljótlegt lamba biryani

Lamba biryani
2 matsk. balti karrýmauk
1 kg. beinlaust lambakjöt í bitum
300 gr. basmati hrísgrjón
6 dl. vatn eða lambasoð
300 gr. spínat
salt og pipar

Steikið kjötið ásamt karrýmaukinu þar til það er fallega brúnað. Bætið hrísgrjónum og soði í pottinn og hrærið vel. Lokið pottinum og sjóðið í um 15 mínútur. Hrærið þá spínatinu saman við og látið standa í 5 mínútur. Bragðbætið með salti og pipar. Borið fram með raitu og naan brauði.

föstudagur, 24. ágúst 2007

Fylltar kartöflur

Kartöflur með hakkfyllingu

10 bökunarkartöflur
100 gr.geitaostur (eða fetaostur)
30 gr. smjör
500 gr. hakk
2 laukar
2 hvítlauksrif
1/2 tesk. timian
1 matsk. hveiti
1 matsk. tómatpuré
1 matsk. Worchestershire sósa
1/4 l. nauta- eða lambasoð
salt og pipar

Bakið kartöflurnar við 200° í 1 1/2 klukkustund.
Steikið hakkið, bætið lauk og hvítlauk saman við og kryddið. Hrærið hveitinu og tómatpuré saman við. Steikið í nokkrar mínútur og hrærið stöðugt í. Bætið Worchestershire sósu og kjötsoði saman við og látið sjóða í 60 mínútur.
Skerið lok ofan af kartöflunum og takið innan úr þeim með skeið. Stappið kartöflurnar með geitaosti og smjöri og bragðbætið með salti og pipar.
Setjið kjötsósuna í kartöflurnar og kartöflumúsina ofan á. Bakið við 200° í 20 mínútur.
Berið fram með góðu salati.

fimmtudagur, 16. ágúst 2007

Lasagne með kjötbollum

lasanja með kjötbollum
Kjötsósa:
1/2 kg. lambahakk
1 laukur smátt saxaður
2 hvítlausrif
2 dósir niðursoðnir tómatar
1/2 búnt steinselja
1/2 tesk. oregano
salt og pipar

Kjötbollur:
1/2 kg. lambahakk
1 egg
50 gr. brauðrasp
1/2 dl. rifinn parmesanostur
1/2 búnt steinselja
2 hvítlauksrif
salt og pipar

Bechamel sósa:
50 gr. smjör
50 gr. hveiti
600 - 700 ml. mjólk
1/2 dl. rifinn parmesanostur
salt, pipar og rifið múskat

300 gr. lasagneplötur

Ofan á:
1 mozzarella kúla
1/2 dl. rifinn parmesanostur

Steikið lauk og hvítlauk þar laukurinn er mjúkur. Bætið hakkinu við og steikið þar til það er vel brúnað. Bætið þá tómötum og kryddi við og látið malla í um 1 klukkustund.

Hnoðið allt sem á að fara í bollurnar vel saman í höndunum og mótið litlar kjötbollur. Látið þær bíða í ísskáp í um 30 mínútur og steikið svo á pönnu þar til þær eru fallega brúnaðar á öllum hliðum.

Bræðið smjörið og hrærið hveitinu saman við. Látið sjóða í 2-3 mínútur. Bætið mjólkinni smátt og smátt saman við og látið malla í nokkrar mínútur. Hrærið í pottinum allan tímann. Kryddið og blandið rifna ostinum saman við.

Setjið í eldfast mót 1/3 af kjötsósunni, helminginn af kjötbollunum, 1/3 af bechamel sósunni og helminginn af lasagneplötunum. Endurtakið og endið á afganginum af kjötsósunni og bechamel sósunni. Dreifið ostinum yfir og bakið við 175° í 30-40 mínútur.

miðvikudagur, 15. ágúst 2007

Tælensk önd í ananaskarrý

Önd með ananas

5 andarbringur (skinnlausar) skornar í bita
1/2 tesk. salt
2 tesk. sojasósa
2 tesk. sesamolía
1/2 tesk. svartur pipar
2 tesk. maísenamjöl
3 matsk. olía
100 gr. skalotlaukur, skorinn í sneiðar
2 matsk. rautt taílenskt karrýmauk
1 dós kókosmjólk
150 ml. kjúklingasoð
1 ferskur ananas, skorinn í bita
1 rautt chili
2 matsk. fiskisósa
1 matsk. sykur
rifinn börkur af einu lime

Salti, sojasósu, sesamolíu, pipar og maisenamjöli blandað saman í skál og andarbringurnar látnar marinerast í blöndunni í um 15 mínútur.
Skalotlaukurinn steiktur þar til hann er mjúkur, eða um 2 mínútur. Karrýmaukinu blandað saman við og steikt í 30 sekúndur. Kókósmjólkinni, kjúklingakraftinum, ananasinum, chili, fiskisósu, sykri og limeberki blandað saman við og látið malla í 10 mínútur. Andarbringurnar steiktar við háan hita í um 2 mínútur og síðan blandað saman við sósuna.
Borið fram með hrísgrjónum
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...