Sýnir færslur með efnisorðinu Kjúklingaréttir. Sýna allar færslur
Sýnir færslur með efnisorðinu Kjúklingaréttir. Sýna allar færslur

fimmtudagur, 8. október 2015

Malasísk maískjúklingasúpa

Malasísk maís og kjúklingasúpa 300 gr. beinlaus kjúklingur
1 eggjahvíta
2 matsk. vatn
2 dósir maísbaunir
1 líter kjúklingasoð
2 tesk. sojasósa
2 tesk. sesamolía
1 1/2 matsk. maísmjöl
60 ml. auka vatn

 Hakkið kjúklinginn, setjið hann ásamt eggjahvítu og vatni í skál og látið standa í 10 mínútur.

Hellið vökvanum af maisbaununum og hakkið þær. Setjið maísinn, kjúklingasoðið, sojasósu og sesamolíu í pott. Komið upp suðu og látið sjóða án loks í 3 mínútur. Hrærið saman maismjöl og vatn og setjið saman við súpuna. Hrærið í þar til súpan þykknar.

Blandið kjúklingablöndunni saman við og látið súpuna sjóða við vægan hita í 2 mínútur. Hrærið í súpunni allan tímann.

mánudagur, 13. júlí 2015

Kjúklingur með chili og fennel kryddlegi

Kjúklingur með chili og fennel
1 kg. kjúklingur (mér finnst gott að nota beinlaus læri með skinni)  

Kryddlögur:
1/2 dl. ólífuolía
2 tesk. turmerik
2 tesk. chili flögur
2 tesk. fennel
2 tesk. sjávarsalt
1 tesk. svartur pipar

Öllu sem á að fara í kryddlöginn er blandað saman og honum svo hellt yfir kjúklingabitana. Látið standa í tvær klukkustundir. Ef notaður er kjúklingur með beini má hann liggja mun lengur eða í 3-4 klukkustundir.

Kjúklinginn má annað hvort grilla á útigrillli eða elda í ofni við 175° í um 40 mínútur.

Þessi kryddlögur er líka mjög góður á saltfisk.

fimmtudagur, 23. apríl 2015

Kjúklingasalat með tælenskri sósu

Tælenskt kjúklingasalat 700 gr. beinlaus kjúklingur, bringur eða læri

Marinering:
1/2 dl. þurrt sérrí
1/2 dl. sojasósa
1 matsk. rifinn engifer
3 hvítlauksrif

Sósa:
1/2 dl. hoisin sósa
2 matsk. pálmasykur
2 matsk. hvítvínsedik
1 matsk. ólífuolía

1 tesk. sesamolía

1/2 dl. ristuð sesamfræ
1 rauðlaukur
1 poki af fersku salati eftir smekk
1 bakki kirsuberjatómatar
1 mangó
1 bakki fersk jarðarber

Blandið saman öllu sem á að fara í marineringuna. Takið 1/2 dl. af leginum til hliðar og geymið. Skerið kjúklinginn í litla bita, blandið honum saman við marineringuna og látið standa í eina klukkustund. Steikið síðan á pönnu í 5-10 mínútur eða þar til kjötið er eldað.

Setið allt hráefnið fyrir sósuna í pott ásamt marineringunni sem var tekin frá. Látið sjóða í 3-4 mínútur, takið af hitanum og blandið sesamolíunni saman við.

Salatið og ávextirnir skorið niður og sett á fallegt fat eða í skál. Kjúklingurinn settur yfir ásamt lauknum og sósunni hellt yfir. Dreifið að lokum ristuðum sesamfræjum yfir.

sunnudagur, 9. nóvember 2014

Estragon kjúklingur

Kjúklingur með estragon sósu
10 - 15 kjúklingalæri
1 laukur
4 dl. rjómi
1 matsk. dijon sinnep
1/2 matsk. grófkorna sinnep
1 matsk. þurrkað estragon
salt og pipar eftir smekk
sósujafnari ef vill

 Brúnið kjúklingalærin á vel heitri pönnu og setjið þau til hliðar. Gott er að úrbeina lærin áður en þetta er gert en halda skinninu á þeim.

Saxið laukinn smátt og mýkið á pönnu. Best er að nota sömu pönnu og kjúklingurinn var brúnaður á og nýta fituna sem kom af kjúklingnum til að steikja laukinn. Hellið rjómanum út á og hitið að suðu. Bætið þá sinnepinu og estragoninu saman við og látið sjóða í 2-3 mínútur. Bragðbætið með salti og pipar eftir smekk. Ef sósan er of þunn má þykkja hana með örlitlum sósujafnara.

Hellið sósunni í eldfast mót og raðið kjúklingabitunum ofan á. Bakið við 180° í 30-40 mínútur eða þar til kjúklingurinn er eldaður í gegn.

mánudagur, 13. október 2014

BBQ kjúklingaréttur

BBQ kjúklingur
1 kg. beinlaus kjúklingur, bringur eða læri
200 gr. BBQ sósa
100 gr. púðursykur
200 gr. apríkósumarmelaði
1 dl. sojasósa
1/2 dl. balsamedik
3 dl. rjómi

Skerið kjúklinginn í litla bita, brúnið hann á pönnu þar til hann er eldaður í gegn og setjið í eldfast mót. Setjið allt sem á að fara í sósuna í pott og hitið að suðu. Hellið sósunni yfir kjúklinginn og hitið réttinn í ofni við 200° í 15 mínútur.

Berið fram með hrísgrjónum og salati.

sunnudagur, 6. apríl 2014

Kjúklingur 65

Chicken 65
1 kg. beinlaus kjúklingur, bringur eða læri  

Marinering:
1 egg
1 matsk. ab mjólk
3 hvítlauksrif, söxuð
1 matsk. engifer, rifinn
1/2 tesk. svartur pipar
1/2 tesk. chiliduft
1 tesk. sjávarsalt

Sósa:
1 laukur
3 hvítlauksrif, söxuð
1 matsk. engifer, rifinn
1 tesk. cumin
1 tesk. koriander
1/2 tesk. chiliduft
1 tesk. paprikuduft
1 tesk. turmerik
1 tesk. tandoori krydd
5 kardimommur, steyttar í morteli
1/2 tesk. svartur pipar
1 tesk. sjávarsalt
1 dós saxaðir tómatar
1 dl. vatn

Skerið kjúklinginn í litla bita. Blandið saman öllu sem á að fara í marineringuna, hellið henni yfir kjúklinginn og látið standa í 4-6 klukkustundir.
Saxið lauk smátt og mýkið á pönnu ásamt hvítlauk og engifer. Bætið kjúklingnum ásamt marineringunni við og steikið áfram í nokkrar mínútur. Blandið þá kryddinu, tómötunum og vatninu við og látið sjóða undir loki í 15-20 mínútur. Ef sósan er of þunn takið þá lokið af síðustu mínúturnar.

sunnudagur, 9. mars 2014

Piri piri kjúklingur

Piripiri kjúklingur
10 kjúklingalæri með skinni
3 rauð chili
1 sítróna (safinn eingöngu)
4 matsk olía
2 hvítlauksrif
1 matsk paprikuduft
2 tesk. sjávarsalt
1 steinseljubúnt
1 rauðlaukur

Byrjið á því að útbúa sósuna: setjið chili, sítónusafa, olíu, hvítlauksrif, krydd og steinselju í matvinnsluvél og maukið. Setjið sósuna í eldfast mót.
Steikið kjúklingalærin á skinnhliðinni í um 5 mínútur eða þar til þau eru fallega brúnuð (Mér finnst gott að taka beinið úr lærunum áður en þau eru steikt en það er ekki nauðsynlegt). Raðið lærunum ofan á sósuna með kjöthliðina niður og saltið örlítið. Skerið rauðlaukinn í sneiðar eða strimla og steikið upp úr kjúklingafitunni. Dreifið lauknum að lokum ofan á kjúklinginn. Bakið við 200° í 30-40 mínútur eða þar til kjúklingurinn er eldaður í gegn.

þriðjudagur, 17. september 2013

Kjúklingur með grænkáli

Kjúklingur með grænkáli og möndlum

10-12 kjúklingalæri með skinni
2 laukar
4 hvítlauksrif
1 rautt chili
100 gr. afhýddar möndlur
150 gr. grænkál
Salt, pipar og paprikuduft

Kryddið kjúklingalærin með salti pipar og paprikudufti og steikið á pönnu þar til skinnið er stökkt. Setjið til hliðar. Saxið lauk og hvítlauk smátt og skerið chilið í sneiðar (takið fræin úr ef þið viljið ekki að rétturinn sé sterkur). Mýkið lauk og hvítlauk á pönnunni í 5-10 mínútur, saxið grænkálið frekar gróft og setjið út í ásamt chili og möndlum. Látið malla í nokkrar mínútur eða þar til grænkálið hefur mýkst dálítið. Setjið grænkálsblönduna í eldfast mót og raðið kjúklingabitunum ofan á. Bakið við 180° í 40-45 mínútur.

þriðjudagur, 2. júlí 2013

Kjúklingur með sojasósu, hvítlauk og engifer

Kjúklingur með soja og engifer marineringu

1 kg. úrbeinuð kjúklingalæri (einnig má nota aðra bita)
1 dl. matarolía
1/2 dl. sojasósa
2 hvítlauksrif, rifin
1 matsk. rifinn engifer
1/2 tesk. engiferduft
2 matsk. hunang
1 tesk. sjávarsalt
1/2 tesk. malaður svartur pipar

Öllu sem á að fara í kryddlöginn er blandað saman og honum svo hellt yfir kjúklingabitana. Látið standa í tvær klukkustundir.
Ef notaður er kjúklingur með beini má hann liggja mun lengur eða í 3-4 klukkustundir.

Kjúklinginn má annað hvort grilla á útigrillli eða elda í ofni.

sunnudagur, 4. september 2011

Þorpspizza

Pizza með kjúklingi

Botn:
250 g spelt
2 tesk. lyftiduft
1 tesk. sjávarsalt
1,5 - 2 dl. vatn
1 matsk. ólífuolía

Ofan á:
1/2 lítil dós tómatpurre og sama magn af köldu vatni
3 kjúklingabringur
1 grænt chili fræhreinsað
3 hvítlauksrif
ca. 50 gr. hreinn rjómaostur
1 box kirsuberjatómatar
1/4 rauð paprika
1 ferskur mozarella
fersk steinselja

Blandið saman spelti, lyftidufti og salti. Blandið olíu og vatni saman við og hnoðið lauslega. Fletjið deigið þunnt út og bakið við 150° í um 15 mínútur.

Hrærið tómatpurre og vatni saman og smyrjið yfir pizzabotninn.

Skerið kjúklingabringurnar í litla bita og steikið á pönnu ásamt smáttsöxuðu chili og hvítlauk. Saltið og piprið eftir smekk. Dreifið kjúklingablöndunni yfir pizzabotninn. Skerið tómatana í fernt og paprikuna í örþunnar ræmur og dreifið yfir kjúklinginn.
Rjómaosturinn er settur yfir með tveimur teskeiðum svo að úr verði litlar kúlur og að lokum er mozarellaosturinn skorinn í þunnar sneiðar og settur yfir.

Pizzan bökuð við 200° í ca 20 mínútur og saxaðri steinselju stráð yfir þegar hún kemur úr ofninum.

Gott er að borða pizzuna með hvítlauksolíu eða góðri ólífuolíu.

mánudagur, 27. júní 2011

Sítrónukjúklingur

Sítrónumarinering 2 kjúklingar eða samsvarandi magn af kjúklingabitum (hér má auðvitað líka nota beinlausa kjúklingabita)
2 sítrónur
2 hvítlauksrif
1 rósmaríngrein
1/2 dl. ólífuolía
2 tesk. sjávarsalt
1/2 tesk malaður svartur pipar

Börkurinn rifinn af sítrónunum og hann settur í skál ásamt safanum. Hvítlaukurinn rifinn og settur út í ásamt söxuðu rósmarín, olíu, salti og pipar og blandað vel saman.
Kjúklingurinn settur í fat, leginum hellt yfir og látið marinerast í að minnsta kosti 6 klst.
Kjúklinginn má elda í ofni við 180° eða grilla á útigrilli.

þriðjudagur, 1. mars 2011

Kjúklingur með bambussprotum

Tælenskur kjúklingur með bambus
1 kg. kjúklingabringur
2 hvítlauksrif
1 rautt chili
1-2 matsk. rautt karrýmauk
2 dósir kókosmjólk
1 matsk. fiskisósa
2 tesk. hrásykur
1 dós bambussprotar
1 búnt fersk basilika (aðeins blöðin)

Skerið kjúklinginn í litla bita og brúnið á vel heitri pönnu. Setjið til hliðar. Saxið hvítlauk og chili (takið fræin úr chilinu) smátt og steikið í eina mínútu ásamt karrýmaukinu. Hellið þá kókosmjólkinni út í ásamt sykri og fskisósu og látið sjóða í 10-15 mínútur eða þar til sósan hefur þykknað. Bætið þá bambussprotunum og kjúklingnum saman við og eldið áfram í 4-5 mínútur. Að lokum er basilikan söxuð og bætt við.

sunnudagur, 5. apríl 2009

Kjúklinga tagine með hunangi

Marokkóskur kjúklingur 1 1/2 kg. kjúklingabitar
2 laukar, saxaðir
2 hvítlauksrif, marin
2 dósir niðursoðnir tómatar
2 tesk. engiferduft
1 tesk. turmerik
1 tesk. paprikuduft
3 kanelstangir
1/2 tesk. saffran
4 matsk. tært hunang (eða hrásykur)
100 gr. ristaðar og saxaðar möndlur
1 matsk. ristuð sesamfræ
salt og pipar

Mýkið laukinn á stórri pönnu. Bætið tómötum og kryddi við og látið sjóða. Bætið kjúklingabitunum á pönnuna og sjóðið undir loki í 45 mínútur, snúið kjúklingabitunum annað slagið. Takið þá kjúklingabitana af pönnunni og látið sósuna sjóða við háan hita þar til hún hefur þykknað. Hrærið hunanginu saman við, setjið kjúklingabitana aftur á pönnuna og hitið vel. Dreifið möndlunum og sesamfræunum yfir áður en rétturinn er borinn fram.

miðvikudagur, 9. júlí 2008

Arabísk kjúklingabaka

Kjúklingabaka með kanel
100 gr. bulgur (má líka nota kúskús)
1 laukur, saxaður
500 gr. kjúklinga- eða kalkúnahakk
50 gr. þurrkaðar apríkósur, saxaðar
25 gr. saxaðar möndlur
1 tesk. kanell
1/2 tesk. allrahanda
1 dl. jógúrt
3 matsk. saxaður graslaukur
salt og pipar
200 gr. fillodeig
50 gr. smjör

Hellið 150 ml. af soðnu vatni yfir bulgur kornið og látið standa í 10 mínútur. Steikið hakkið og laukinn, bætið apríkósum, möndlum og bulgur saman við og eldið áfram í 2 mínútur. Takið af hitanum og bætið við kryddi, graslauk og jógúrti. Bragðbætið með salti og pipar.
Penslið helminginn af fillodeiginu með smjöri og setjið í eldfast mót. Setjið fyllinguna í mótið, penslið afganginn af deiginu með smjöri og setjið ofan á. Lokið bökunni og bakið við 200° í 30 mínútur.
Bökuna má borða heita eða kalda.

mánudagur, 16. júní 2008

Kjúklingasúpa

Kjúklingasúpa með gulrótum
750 ml. gulrótarsafi
750 ml. kjúklingasoð
4 blaðlaukar
700 gr. kjúklingur (bringur eða beinlaus læri)
salt eftir smekk

Gulrótarsafi og kjúklingasoð sett í pott og hitað að suðu. Blaðlaukurinn skorinn í sneiðar og settur út í. Látið sjóða í 30 mínútur. Kjúklingurinn skorinn í litla bita og látinn sjóða í súpunni í ca. 10 mínútur.

föstudagur, 13. júní 2008

Brasilískur kókoskjúklingur

Brasilískur kjúklingur
1200 gr. kjúklingabringur
2 tesk. cummin
2 tesk. turmerik
2 tesk. coriander
1 tesk. cayenne pipar
salt og pipar
2 laukar, saxaðir
2 matsk. rifinn engifer
1 rautt chilli, fræhreinsað og saxað smátt
4 hvítlauksrif, marin
6 tómatar, saxaðir og fræhreinsaðir
2 dósir kókosmjólk
1 steinseljubúnt

Blandið saman cummin, cayenne pipar, turmerik og coriander. Bragðbætið með salti og pipar og nuddið á kjúklingabringurnar.
Steikið kjúklinginn í 10 - 15 mínútur á hvorri hlið, eða þar til hann er eldaður í gegn. Setjið til hliðar.
Steikið lauk, engifer, chilli og hvítlauk við vægan hita í 5 mínútur. Bætið þá tómötunum við og eldið áfram í 5 - 8 mínútur. Hrærið kókosmjólkinni saman við, setjið kjúklinginn í sósuna og hitið þar til kjúklingurinn er heitur í gegn.
Dreifið saxaðri steinseljunni yfir réttinn.

þriðjudagur, 3. júní 2008

Sesar salat

Sesars salat
4 romaine salathöfuð eða eitt iceberg höfuð
6 eldaðar kjúklingabringur
5-6 ristaðar brauðsneiðar, skornar í teninga
rifinn parmesan ostur

Salatið skorið niður og skipt á 6 diska, sósunni dreift yfir. Kjúklingurinn skorinn í sneiðar og settur yfir salatið ásamt brauðteningunum. Parmesan ostur rifinn yfir.

Sósa:
1 dós ansjósur
2 hvítlauksrif
1/2 bolli ólífuolía
1/2 bolli bragðmild olía
1/2 tesk. sjávarsalt
2 egg
safi úr einni sítrónu
1 bolli rifinn parmesan ostur

Allt nema parmesan osturinn sett í matvinnsluvél og maukað. Ostinum blandað saman við.

mánudagur, 21. apríl 2008

Badami kjúklingur (Möndlukjúklingur)

Indverskur kjúklingur með mōndlum
1 kg. beinlaus kjúklingur, skorinn í bita
1 lítil dós jógúrt
6 laukar, saxaðir
2 sm. engifer
10 hvítlauksrif
6 negulnaglar
1/2 kanelstöng
4 kardimommur
10 möndlur
10 kasjú hnetur
3 matsk. vatn
1/2-1 dós kókosmjólk
1 matsk. turmerik
salt og chilli duft

Engifer, hvítlaukur, negull, kanill, kardimommur, hnetur og möndlur sett í matvinnsluvél og maukað. Laukurinn steiktur í olíu þar til hann er orðinn mjúkur. Kryddmaukinu bætt á pönnuna ásamt vatninu og steikt í nokkrar mínútur.
Kjúklingur, turmerik, chilli duft og jógúrt sett saman við, saltað og látið sjóða í 20 mínútur. Kókosmjólkinni bætt við og látið sjóða í nokkrar mínútur.
Ef vill má skreyta réttinn með koriander laufum.

sunnudagur, 23. mars 2008

Engiferkjúklingur

Engiferkjúlli
Ótrúlega góður kjúklingaréttur sem við fengum í matarboði fyrir nokkrum árum.

1 kg. kjúklingabringur
500 gr. tagliatelle
120 gr. ferskur engifer
2 hvítlauksrif, marin
1/2 l. matreiðslurjómi
1 matsk. fljótandi kjúklingakraftur
salt og pipar

Afhýðið engiferinn og rífið niður. Kjúklingur skorinn í litla bita og léttsteiktur á pönnu. Bætið hvítlauk og engifer út í og því næst matreiðslurjóma og kjúklingakrafti. Látið malla saman í smástund og bragðbætið með salti og pipar ef þurfa þykir. Sjóðið pastað, setið það á fat og hellið kjúklingasósunni yfir. Skreytið með ferskri steinselju.

föstudagur, 21. mars 2008

Chili kjúklingur

Kínverskur kjúklingur
1 kíló beinlaus kjúklingur
4 matsk. saxað engifer
4 hvítlauksrif
1 matsk. sojasósa
1/2 tesk. sesamolía
2 matsk. hetusmjör
150 ml. sæt chilisósa
Kjúklingurinn skorinn í bita. Öllu blandað saman og hellt yfir kjúklinginn. Látið standa í um 30 mínútur.

2 grænar paprikur
3 sellerístönglar
2 gulrætur
1 brokkolíhöfuð
2 blaðlaukar
500 gr. udon núðlur
Grænmetið skorið smátt og steikt á wokpönnu. Haldð heitu í ofni meðan kjúklingurinn er steiktur.
Núðlurnar soðnar samkvæmt leiðbeiningum á pakka.
Kjúklingi og grænmeti blandað saman og borið fram með núðlunum.
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...