Sýnir færslur með efnisorðinu Malasískir réttir. Sýna allar færslur
Sýnir færslur með efnisorðinu Malasískir réttir. Sýna allar færslur

fimmtudagur, 8. október 2015

Malasísk maískjúklingasúpa

Malasísk maís og kjúklingasúpa 300 gr. beinlaus kjúklingur
1 eggjahvíta
2 matsk. vatn
2 dósir maísbaunir
1 líter kjúklingasoð
2 tesk. sojasósa
2 tesk. sesamolía
1 1/2 matsk. maísmjöl
60 ml. auka vatn

 Hakkið kjúklinginn, setjið hann ásamt eggjahvítu og vatni í skál og látið standa í 10 mínútur.

Hellið vökvanum af maisbaununum og hakkið þær. Setjið maísinn, kjúklingasoðið, sojasósu og sesamolíu í pott. Komið upp suðu og látið sjóða án loks í 3 mínútur. Hrærið saman maismjöl og vatn og setjið saman við súpuna. Hrærið í þar til súpan þykknar.

Blandið kjúklingablöndunni saman við og látið súpuna sjóða við vægan hita í 2 mínútur. Hrærið í súpunni allan tímann.
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...