Sýnir færslur með efnisorðinu Marokkóskir réttir. Sýna allar færslur
Sýnir færslur með efnisorðinu Marokkóskir réttir. Sýna allar færslur

sunnudagur, 5. apríl 2009

Kjúklinga tagine með hunangi

Marokkóskur kjúklingur 1 1/2 kg. kjúklingabitar
2 laukar, saxaðir
2 hvítlauksrif, marin
2 dósir niðursoðnir tómatar
2 tesk. engiferduft
1 tesk. turmerik
1 tesk. paprikuduft
3 kanelstangir
1/2 tesk. saffran
4 matsk. tært hunang (eða hrásykur)
100 gr. ristaðar og saxaðar möndlur
1 matsk. ristuð sesamfræ
salt og pipar

Mýkið laukinn á stórri pönnu. Bætið tómötum og kryddi við og látið sjóða. Bætið kjúklingabitunum á pönnuna og sjóðið undir loki í 45 mínútur, snúið kjúklingabitunum annað slagið. Takið þá kjúklingabitana af pönnunni og látið sósuna sjóða við háan hita þar til hún hefur þykknað. Hrærið hunanginu saman við, setjið kjúklingabitana aftur á pönnuna og hitið vel. Dreifið möndlunum og sesamfræunum yfir áður en rétturinn er borinn fram.
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...