Sýnir færslur með efnisorðinu Meðlæti. Sýna allar færslur
Sýnir færslur með efnisorðinu Meðlæti. Sýna allar færslur

sunnudagur, 12. júlí 2015

Kartöflusalat með chili og kapers

Kartöflur með chili og kapers750 gr. kartöflur
2 rauð chili, fræhreinsuð og söxuð smátt
1 dl. kapers (ein lítil krukka)
50 gr. smjör
1 matsk. ólífuolía
1 dl. steinselja
salt og pipar

Sjóðið kartöflurnar og skerið þær í bita. Ef notaðar eru nýjar kartöflur er gott að hafa hýðið á þeim.
Bræðið smjörið á pönnu og blandið ólífuolíunni saman við. Setjið kartöflurnar á pönnuna og leyfið þeim að brúnast lítillega. Bætið þá chili og kapers við og látið malla í nokkrar mínútur. Bragðbætið með salti og pipar og stráið að lokum steinseljunni yfir.

laugardagur, 26. apríl 2014

Kalkúnafylling

Kalkúnafylling
350 gr. brauð, skorpulaust, skorið í litla bita
1 blaðlaukur, skorinn í sneiðar
200 gr. gulrætur, skornar í teninga
2-3 sellerístönglar, smátt saxaðir
450 gr. sveppir, sneiddir
100 gr. furuhnetur
2 egg
50 gr. smjör, brætt
2 tesk. sjávarsalt
1 tesk. þurrkuð salvía
pipar
mjólk

Brauðið þurrkað stutta stund í ofni og sett í skál og bleytt örlítið í með mjólk. Blaðlaukur, gulrætur, sellerý og sveppir steikt saman á pönnu og sett saman við brauðið. Krydd sett út í ásamt furuhnetum, eggjum og bræddu smjöri og hnoðað vel saman.
Fyllinguna má hvort heldur sem er setja inn í kalkúnann eða baka í sér formi, en þá þarf hún um klukkutíma bakstur við 180° hita.

mánudagur, 21. apríl 2014

Saffran kartöflur

Kartöflur með saffran
750 gr. kartöflur
1/2 tesk. saffran
1/2 dl. sjóðandi vatn
50 gr. smjör
1/2 tesk. sjávarsalt
1/2 dl. ristuð sólblómafræ
1 dl. söxuð steinselja

Sjóðið kartöflurnar, afhýðið þær og skerið í bita. Ef notaðar eru nýjar kartöflur er gott að hafa hýðið á þeim. Setjið saffranið í litla skál, hellið sjóðandi vatninu yfir og látið standa í 5 mínútur. Bræðið smjörið á pönnu, setjið kartöflurnar út í og léttsteikið við vægan hita í nokkrar mínútur. Stráið saltinu yfir. Hellið saffranvatninu á pönnuna og veltið kartöflunum upp úr því. Bætið að lokum sólblómafræjunum og steinseljunni við og blandið varlega saman.

sunnudagur, 23. febrúar 2014

Mangó raita

Mango raita
1 dós (350 gr.) grískt jógúrt
50 gr. smjör
2 tesk. sinnepsfræ
1 mangó
salt

Ristið sinnepsfræin á heitri pönnu, bræðið smjörið og blandið fræjunum saman við. Hrærið smjörblöndunni saman við jógúrtið. Skerið mangóið í smáa bita og hrærið þeim saman við jógúrtið. Bragðbætið með salti ef þarf og kælið vel.

sunnudagur, 19. janúar 2014

Kartöflur með sinnepsfræjum og turmerik

Sinnepskartöflur

750 gr. kartöflur
75 gr. smjör
2 tesk. gul sinnepsfræ
1 tesk. brún sinnepsfræ (ef þau fást ekki má nota meira af gulum sinnepsfræjum)
1 1/2 tesk. turmerik
sjávarsalt eftir smekk

Sjóðið kartöflurnar og afhýðið þær. Ef notaðar eru nýjar kartöflur er gott að hafa hýðið á þeim. Bræðið smjörið á pönnu og setjið sinnepsfræin út í. Þegar þau byrja að "poppast" er turmerikið sett saman við, blandað vel og kartöflunum bætt við. Kartöflunum velt upp úr smjörinu og hitaðar við vægan hita í nokkrar mínútur - athugið að þær eiga ekki að brúnast. Saltið að lokum eftir smekk.

laugardagur, 24. ágúst 2013

Rauðrófusalat með eplum

2-3 rauðrófur (fer eftir stærð)
1 grænt epli
1/2 dl. ristuð graskersfræ
1 dl. söxuð steinselja
2 matsk. ólífuolía

Sjóðið rauðrófurnar, afhýðið og skerið í frekar litla bita. Kjarnhreinsið eplið og skerið í litla bita en hafið hýðið á því. Blandið rauðrófunum og eplunum saman í skál og látið standa í smá stund til að eplin taki í sig lit af rauðrófunum. Blandið að lokum graskersfræjunum, steinseljunni og olíunni saman við og blandið vel saman. Gætið þess að rauðrófurnar og graskersfræin séu köld þegar þau eru sett í salatið.

sunnudagur, 9. desember 2012

Rauðrófusalat með mangó

Rauðrófusalat með fræjum Örlítið breytt útgáfa af rauðrófusalati frá Heilsubankanum

1 rauðrófa
1 mangó
2 matsk. sesamfræ
2 matsk. sólblómafræ
2 matsk. graskersfræ
2 matsk. sojasósa
1 matsk. agavesíróp
1 matsk. sítrónusafi
1 matsk. ólífuolía
1/2 tesk. sjávarsalt

Rífið rauðrófuna gróft, skerið mangóið í litla bita og setjið í skál ásamt fræjunum. Blandið saman sojasósu, sírópi, olíu og salti og hellið yfir. Hrærið salatið vel saman áður en það er borið fram.

mánudagur, 16. apríl 2012

Ísraelskt rauðrófusalat

rauðrófusalat með fetaosti 2 rauðrófur
1 granatepli
100 gr. fetaostur
1 dl. steinselja
2 matsk. ólífuolía

Sjóðið rauðrófurnar og kælið. Skerið þær í litla bita og setjið í skál ásamt fræjunum úr granateplinu. Saxið steinseljuna smátt og bætið úr í salatið. Myljið fetaostinn eða skerið í litla teninga og blandið saman við. Hellið að lokum ólífuolíunni út á og blandið vel saman.

miðvikudagur, 20. júlí 2011

Spænskt kartöflusalat

kartöflusalat með saffrani
1/2 dl. rauðvínsedik
1 matsk. hunang
væn klípa af saffrani
2 1/2 dl. majones
1 hvítlauksrif, marið eða rifið
1 kg. kartöflur
2 tómatar
1 rauðlaukur
1 búnt steinselja
salt og pipar

Setjið edik, hunang og saffran í lítinn pott og komið upp suðu. Takið strax af hitanum og látð blönduna kólna í stofuhita. Þegar blandan hefur kólnað er henni hellt úr í majonesið ásamt hvítlauknum. Bragðbætt með salti og pipar eftir smekk.
Kartöflurnar soðnar og skornar í bita. Ef notaðar eru nýjar kartöflur þarf ekki að afhýða þær. Blandið kartöflunum strax saman við majonesið ásamt kjarnhreinsuðum tómötunum, rauðlauknum og steinseljunni og kryddið með salti og pipar ef þarf.

laugardagur, 18. júní 2011

Kartöflusalat með graslauk

kartöflusalat með steinselju 1 kg. kartöflur
2 dósir sýrður rjómi
1 1/2 matsk. dijon sinnep
1 búnt graslaukur
1 búnt steinselja
salt og pipar

Kartöflurnar soðnar, kældar og skornar í frekar litla bita. Ef notaðar eru nýjar kartöflur er gott að hafa hýðið á þeim.
Sinnepinu hrært saman við sýrða rjómann. Graslaukurinn og steinseljan söxuð mjög smátt (passið að henda stönglunum af steinseljunni) og blandað saman við. Saltað og piprað eftir smekk. Að lokum er kartöflunum blandað varlega saman við.

mánudagur, 13. desember 2010

Kartöflusalat með ólífum

1 kg. kartöflur
1 krukka fetaostur í olíu
1/2 krukka sólþurrkaðir tómatar
1/2 krukka svartar ólífur
1 rauðlaukur
1/2 búnt fersk steinselja (gróft söxuð)

Saxið tómatana, skerið ólífurnar í þrennt og laukinn í þunnar sneiðar. Setjið i skál og blandið fetaostinum ásamt olíu saman við. Sjóðið kartöflurnar, skerið þær í bita og blandið saman við grænmetið meðan kartöflurnar eru ennþá heitar. Grófsaxið að lokum steinseljuna og blandið saman við.

fimmtudagur, 24. desember 2009

Rauðkál

jólarauðkál1 kg. rauðkál skorið í strimla
2 epli í bitum
1 dl. rifsberjahlaup eða önnur sulta
1/2 dl. pálmasykur
4 matsk. balsamedik
1 kanelstöng
4 negulnaglar
5 svört piparkorn
salt eftir smekk
2 dl vatn
3 dl. eplasafi

Rauðkál og epli sett í pott og hrært vel. Bætið sultu, balsamediki og kryddi í pottinn og síðan vatni og eplasafa. Hitið að suðu og látið malla við mjög vægan hita undir loki í um 1 klukkustund eða þar til rauðkálið er meyrt.

laugardagur, 25. júlí 2009

Vatnsmelónusalat

Salat með melónu og fetaosti
1/2 vatnsmelóna
150 gr. fetaostur
100 gr. rucola eða annað kál
1 rauðlaukur
2 matsk. svört sesamfræ
ólífuolía

Vatnsmelónan skorin í teninga á stærð við sykurmola og rauðlaukurinn í þunnar sneiðar. Salatið sett í skál, rauðlaukur melóna og sesamfræ sett saman við og blandað vel. Að lokum er fetaosturinn mulinn saman við og ólífuolíu eftir smekk hellt yfir.

sunnudagur, 24. maí 2009

Kúrbíts- og tómatgratín

Bakaður kúrbítur með tómötum2 kúrbítar
6 tómatar
2 hvítlauksrif
ólífuolía
salt og pipar
brauðmylsna

Skerið kúrbít og tómata í þunnar sneiðar og raðið í eldfast mót, fyrst eitt lag af kúrbítssneiðum og tómatsneiðar þar ofan á. Dreifið olíu yfir ásamt helmingnum af hvítlauknum og saltið og piprið. Raðið síðan öðru lagi af kúrbít og tómötum, dreifið olíu og afganginum af hvítlauknum yfir, saltið og piprið og stráið að lokum brauðmylsnunni yfir.
Bakið við 200° í ca. 1 klukkustund.

þriðjudagur, 30. desember 2008

Waldorfsalat

Waldorfsalat
200 gr. majones
1 peli þeyttur rjómi
salt, sykur og sítrónusafi eftir smekk
3-4 sneiddir sellerístönglar
3 afhýdd og smátt skorin rauð epli
1 klasi græn vínber skorin í tvennt
50 gr. hakkaðir valhnetukjarnar

Öllu blandað saman og kælt. Best er að gera salatið sama dag og á að nota það því það geymist ekki mjög lengi.

Rauðlaukssulta

Rauðlaukssulta 6 rauðlaukar í sneiðum
2 matsk. smjör
3 matsk. sykur
3 matsk. rauðvínsedik
Salt og pipar

Rauðlaukurinn mýktur í smjörinu. Sykri og ediki hellt saman við og látið sjóða þar til sultan hefur þykknað. Saltað og piprað eftir smekk

Baunasalat

Baunasalat 1 dós grænar baunir
1 dós maisbaunir
1 dós nýrnabaunir
1 græn paprika, smátt söxuð
1/2 bolli smátt saxaður laukur
1/2 bolli smátt saxað sellerí
2/3 bolli edik
1/2 bolli sykur
1/2 bolli matarolía
1 tesk. salt
1/2 tesk. worchestershiresósa
1/4 tesk. pipar

Skolað af baununum. Edik, sykur og olía volgrað í potti.
Öllu blandað saman og látið bíða í amk. 8 klst.
Geymist vel í kulda

miðvikudagur, 6. ágúst 2008

Kartöflugratín

Gratineraðar kartöflur
1.5 kg. kartöflur
300 gr. rjómaostur
1/2 líter rjómi
Salt eftir smekk

Kartöflurnar skornar í þunnar sneiðar og raðað í eldfast mót. Rjómaostur og rjómi brætt saman í potti, bragðbætt með salti og síðan hellt yfir kartöflurnar.
Bakað við 175° í ca. 2 klukkustundir.

mánudagur, 16. júní 2008

Grískt salat

Grískt grænmetissalat
4 stórir tómatar
1 agúrka
1 paprika
1 rauðlaukur
150 gr. steinlausar kalamata ólífur
200 gr. fetaostur
ólífuolia eftir smekk

Tómatarnir skornir í bita, agúrkan afhýdd og skorin í bita. Paprika og rauðlaukur skorin í þunnar sneiðar. Öllu blandað saman í skál, ólífum og muldum feteaosti dreift yfir. Ólífuolíunni hellt yfir í lokin og ef vill má krydda með örlitlu þurrkuðu oregano.

föstudagur, 18. apríl 2008

Mangósalat

Rauðlauks og mangósalat
1 þroskað mangó
1/2 rauðlaukur
2 kíví
1/2 agúrka
1 matsk. fersk mynta, söxuð
2 matsk. olía
safi úr einu lime
1 rautt chili, fræhreinsað og saxað smátt
1 matsk fljótandi hunang
salt og pipar

Skerið mangóið í bita, rauðlaukinn í þunnar sneiðar, kiwi og agúrku í tvennt og svo í sneiðar. Blandið þessu saman í skál. Setjið myntu, olíu, limesafa, chili og hunang í aðra skál og blandið vel. Saltið og piprið eftir smekk. Hellið leginum yfir salatið og blandið varlega saman.
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...