Sýnir færslur með efnisorðinu Mexíkóskir réttir. Sýna allar færslur
Sýnir færslur með efnisorðinu Mexíkóskir réttir. Sýna allar færslur

sunnudagur, 19. febrúar 2012

Mexíkósk baunasúpa

Mexikönsk baunasúpa 1 matsk. ólífuolía
1 laukur, saxaður
3 hvítlauksrif, marin
1 græn paprika, söxuð
1 chili
1 dós niðursoðnir tómatar
1 líter grænmetissoð
2 tesk. tómatpure
1 dós niðursoðnar nýrnabaunir
200 gr. maískorn
1 avocado
nokkrir dropar tabascosósa
salt og pipar.

Hitið olíu í stórum potti og steikið laukinn mjúkan. Bætið í hvítlauk, papriku, tómötum og chili og hitið í 3-4 mínútur. Setjið soðið út í ásamt tómatmauki og 3/4 hlutum af nýrnabaununum, lok sett á pottinn og látið malla í hálfa klukkustund. Látið kólna lítillega og súpan síðan maukuð í matvinnsluvél eða með töfrasprota. Sett aftur í pottinn, saltað og piprað eftir smekk, og afgangur af nýrnabaunum og maískornið sett út í. Avocado flysjað og brytjað, sett saman við ásamt tabascosósu. Hitað varlega að suðu.

sunnudagur, 27. nóvember 2011

Quesadillas

Quesadillur 180 gr. rjómaostur
1/2 dl. kotasæla
2 1/2 dl. rifinn ostur
4 tortillakökur
1 dl. sólþurrkaðir tómatar
2 hvítlauksrif
1/2 dl. fersk basilika
1 grænt chili
100 gr. beikon
2 dl. blaðlaukur

Setjið rjómaostinn, kotasæluna og helminginn af ostinum í matvinnsluvél og maukið. Setjið tvær tortillakökur á smjörpappír og smyrjið ostamaukinu ofan á þær. Skerið beikonið smátt og steikið það. Saxið allt grænmetið smátt, blandið því saman við beikonið og skiptið blöndunni á. Leggið hinar tortillakökurnar ofan á og dreifið afganginum af ostinum yfir. Bakið við 200° í 10-15 mínútur eða þar til osturinn er bráðinn og farinn að brúnast.

miðvikudagur, 23. nóvember 2011

Speltvefjur

Spelt Þessi uppskrift kemur úr bókinni Grænn kostur Hagkaupa

5 dl. spelt
2 matsk. sesamfræ
1 tesk. sjávarsalt
1/2 dl. ólífuolía
150 - 175 ml. heitt vatn

Allt hráefnið er sett í hrærivélarskál og hrært saman. Ef deigið er of þurrt má bæta meira vatni við. Deiginu skipt í 8 hluta sem eru flattir þunnt út (ca. 20-25 sm. í þvermál). Athugið að best er að fletja þá út jafnóðum og þeir eru bakaðir. Kökurnar bakaðar á vel heitri pönnu í um eina mínútu á hvorri hlið og settar inn í rakt viskastykki til að þær harðni ekki.

föstudagur, 25. febrúar 2011

Sjö laga ídýfa

7 laga dýfa
1 dós refried beans
3 tesk. taco krydd
1 dós sýrður rjómi
1 krukka taco sósa
1- 2 avocado
sítrónusafi
100 gr. rifinn ostur
3 tómatar
1 búnt vorlaukur
1 dl. svartar ólífur

1. lag: Hrærið saman refried beans og taco kryddi og smyrjið á disk
2. lag: Hrærið sýrða rjómann örlítið og smyrjið yfir
3. lag: Hellið taco sósunni yfir
4. lag: Stappið avocadoið með örlitlum sítrónusafa og dreifið yfir
5. lag: Stráið rifna ostinum yfir
6. lag: Hreinsið fræin úr tómötunum og skerið þá smátt ásamt vorlauknum og dreifið yfir
7. lag: Skerið ólífurnar í sneiðar og setjið yfir dýfuna

Berið fram með tortilla flögum

laugardagur, 24. október 2009

Salsa sósa

mexíkósk salsa

1 dós niðursoðnir tómatar
1 laukur
1 græn paprika
1 rautt chili (fræin fjarlægð)
1 hvítlauksrif
1/2 tesk. cummin
1/2 tesk. kóriander
2 matsk. sykur
salt og pipar

Saxið lauk og papriku mjög smátt og mýkið í olíu. Bætið tómötunum saman við (best er að nota saxða tómata) ásamt hvítlauk, chili og kryddi.
Látið sjóða við fremur vægan hita í 30 mínútur eða þar til sósan hefur þykknað.

miðvikudagur, 7. október 2009

Chilli con carne

Chili con carne500 gr. hakk
2 tesk. cummin
1 tesk. chiliduft
1/2 tesk. oregano
1 tesk. sjávarsalt
1/2 tesk. svartur pipar
2 matsk. hveiti
2 hvítlauksrif
2 dósir niðursoðnir tómatar
1 dós nýrnabaunir

Steikið hakkið á pönnu, blandið saman kryddi og hveiti og hrærið því saman við hakkið ásamt söxuðum hvítlauknum. Látið krauma í 1-2 mínútur. Hellið tómötunum saman við og látið sjóða í 40-50 mínútur eða þar til sósan er þykk og jöfn. Hellið soðinu af nýrnabaununum og látið þær sjóða með síðustu 5 mínúturnar.
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...